Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

18 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


Flokkur: Veðrið

08.08.2010 23:14

Sumar á Bakkanum

Í dag var sólríkt á Bakkanum og komst hitinn í 20.2 °C (VÍ) og telst það nýtt dagsmet á Eyrarbakka. Eldra met fyrir þennan dag var 17,8 °C  frá 1987. Brimstöð sýndi mest 19,9° í dag. Í gær gekk á með úrhellis dembum á Suðurlandi og var mesta úrkoman um kl.4 í fyrrinótt en þá mældust 5,4 mm úrkoma á klukkustund, en sólahringsúrkoman var 21.6 mm (sk,brim).

03.08.2010 20:45

Brimstöðin- Tíðin í Júlí

 Þrisvar fór hitinn yfir 20° múrinn á Bakkanum  í júlí mánuði, þann 16. mædist mest 20,9°C. þann 17. mældist 21.2°C og þann 18. mældist 22,5°C en nokkrum sinnum náði hitinn rétt um 20 stiginn. Kaldast var 5,2° að næturlagi, en yfir höfuð voru nætur oft hlýjar. Einungis tvisvar fór vindhraði yfir 10 m/s en annars var mánuðurinn mjög hægviðrasamur með léttum fánabyr eða hafgolu. Úrkoma var helst í fyrrihluta mánaðarins, um miðjan mánuð og undir lokinn. Mesta 24 tíma úrkoma var 21.0 mm  þann 11. júlí en þá um nóttina ringdi 7,5 mm á einum klukkutíma. Heildarúrkoma mánaðarins var 66,6 mm. ( *Allar tölur eru frá hinni óopinberu veðurstöð Brimsins og skal því taka með þeim fyrirvara).

23.07.2010 13:58

Sólarlítið Sunnanlands

Það verður ekki mikið um sól á Suðurlandinu um helgina eða næstu daga segir veðurspáin. Suðaustan leiðindi í dag en kanski þurrari á morgun laugardag. Sunnudagurinn kemur með súld og sudda sem er svo sem gott fyrir gróðurinn. Þetta veðurlag heldur svo áfram með köflum fram eftir næstu viku. En við tökum þá bara lagið og syngjum í rigningunni. Söngur í regni

18.07.2010 23:58

Blíðviðrisdagur

Það var enn einn blíðviðrisdagurinn í dag og komst hitinn í 22,9°C kl 18:00 í kvöld á veðurathugunarstöð VÍ. Það má því segja að veðrið hafi leikið við ferðamennina sem voru ófáir á Bakkanum um þessa helgi. Þennan dag 18.júlí var heitast árið 2003, en þá fór hitinn í 25°C

01.07.2010 13:32

Veðráttan í júní

Húsbílar á BakkanumEkki verður hægt að segja að júní mánuður hafi verið hlýr, fremur volgir dagar, því hitinn fór sjaldan yfir 15 gráður. Mesti hiti var 20,5 °C á Brimsstöðinni þann 23. júní. (Sama dag mældist á athugunarstöð VÍ á Eyrarbakka 21.9°C)  Það byrjaði að rigna 10. júní og var væta flesta daga eftir það. Mesta 24. tíma úrkoma á Bakkanum var 13,8 mm þann 13. júní, en í heild 38.4 mm í mánuðinum. Vindar voru hægir og aðalega suðlægir. mesti vindur var þann 16. júni með 6.1 m/s. Á Jónsmessuhátíðinni 25.-27. var ágætis veður um 15°C og andvari og þurt eins og ætíð svo lengi sem hátíðin hefur verið við lýði.

01.06.2010 21:46

Veðrið í maí

Maí var frekar þur mánuður með um 40mm heildar úrkomu. Mesta úrkoma á sólarhring var þann 19. en þá komu 13.8 mm í dolluna á 24 tímum. Yfirleitt þokkalega hlýtt og var meðalhitinn um 10°C. Hlýjast var þann 23. mánaðarins 19°C en lægst fór næturhitinn í 1.2°C þann 16. Vindur að meðallagi um 5 m/s. Mesti vindur NNA10.5 m/s 15.maí og mesta hviða NNA 13.6 m/s sama dag. Loftvog stóð lægst 12.maí. Öskufok var um miðjan mánuðinn og svo sérstaklega í gær 31.maí. Oftast bjartviðri eða hálfskýjað. Sólríkast var sunnudaginn 30.maí. Veðurspámenn hafa verið að veðja á rigningasumar hér Sunnanlands en slík sumur koma af og til. Þá byrjar þetta snemma í júní og stendur jafnan fram að hundadögum. Erlendir veðurspámenn hafa hinsvegar verið að spá því að 2010 verði heitasta ári á jörðinni.

07.05.2010 22:47

Þoka á heiðinni, sól í leiðinni

Þokan á heiðinni
Í dag komst hitinn á Bakkanum upp fyrir 15°múrinn í fyrsta sinn á þessu ári og lofar það góðu um framhaldið.Kl. 13:30 mældist hvorki meira né minna en 16.5°C í miðbæ Eyrarbakka, en 15.8 °C á veðurstöð VÍ.

06.05.2010 21:02

Það er komið sumar


Það hlýnar með hverjum deginum og hver dagur toppar þann næsta eins og sést á þessu línuriti sem spannar síðustu 7 daga. Grasið grænkar og brum trjánna springur út. Sumarið gæti orðið gott, nema ef svo fer að móðuharðindi bresti á. Fingerð aska í háloftunum getur temprað sólarljós nái hún ákveðnum þéttleika og útbreiðslu. Nú fer senn að hægjast um vinda á norðurhveli og ösku móða berst því hægar yfir og þéttist þar sem hún ferðast um loftin blá. En vonandi fáum við hlé á þessu yfir blá sumarið.

30.04.2010 23:43

Veðráttan í apríl

Öskustrókur jökuleldsinsÁ gosdaginn í Eyjafjallajökli  14.april var vindur af suðvestan en fljótlega lagðist í norðlægar áttir sem var mikil heppni gagnvart hinu  ógnvæglega öskufalli þegar mest gekk á. Aðeins í örfáa daga hefur vindátt verið óhagstæð gagnvart öskufalli, en það var helst 24. þegar töluvert mistur lagðist yfir og eitthvað öskufall mældist. Annars hefur öskufall verið óverulegt. Bjartviðri var helst um miðjan mánuðinn en annars mest skýjað.

Hægur stígandi í hita
Mestur hiti var 10.3°C þann 8.apríl, en kaldast -10°C þann 4.apríl

Mesti vindur var NV15 m/s þann 6.apríl og mesta hviða NV 18.7 sama dag.

Mesta 24 tíma úrkoma var 9.3 mm þann 29. en heildarúrkoma í mánuðinum er 50.4 mm.

Lægst fór loftþrýstingur í 979.2 hpa þann 6.april.

Mesta vindkæling var þann 1.apríl og jafnaðist á við -20.2°frost.

18.04.2010 21:21

Veðráttan 12-18 apríl

Vel sást til Gosins í Eyjafjalljökli laugardaginn 17.apríl
Hiti var nokkuð stöðugur á milli 5 og 10°C fram til 16. apríl, en þá kólnaði snögglega. Mesti hiti10°C 12.apríl 9mm/24 16.aprílmældist þann 12 apríl 10°C en minsti hiti að morgni þess 17. -4.1°C

Mesti vindur var þann 16. SV 8.8 m/s og mesta hviða SV13.3 m/s sama dag. Stillulogn var um miðnætti 15.apríl.  Vindáttir hafa verið mest af Sunnan og Suðvestan framan af vikunni en síðdegis 16.apríl snerist til Norðvestanáttar þar til í nótt að snerist til Sunnan og Suðvestann með hægviðri.

Mesta úrkoma mældist 1.2 mm/klst þann 13. og15. en mesta 24 tíma úrkoma var 9mm þann 16. Heildarúrkoma í vikunni var 12,6 mm. Ekkert sást til eldstöðvanna í Eyjafjallajökli fyrr en síðdegis á föstudag, en útsýni var síðan mjög gott á laugardag. Ekkert sást í dag, en ágætlega ætti að sjást um hádegisbil á morgun mánudag. Flestir vorfuglarnir komnir, tjaldur og lóa.
Allar veðuruplýsingar eru fengnar frá veðurstöð BÁB.

11.04.2010 14:46

Að liðnum vetri

Frá Eyrarbakkavegi við SelfossVeturinn gerði vart við sig í byrjun oktober síðastliðnum þegar fjallahringurinn klæddist hvítum kufli. Fyrsti snjórinn féll svo á Bakkanum 5. oktober og var það enginn smá skamtur, því morgunin eftir mældist 20 cm jafnfallin snjór. Það merkilega var að þessi snjór féll aðeins hér á ströndina og Reykjanesið. Fyrsti vetrarstormurinn kom svo þann 9.

Nóvember var mildur í fyrstu og oft gerðu falleg veður við ströndina. Í byrjun aðventu gerði snjóbyl mikinn með skafrenningi og hófst þannig jólamánuðurinn. Mesta frost vetrarins kom svo  30.desember, en þá mældist -16.6°C . Þann 9. janúar tók svo að hlýna verulega með suðlægum áttum og súld.

Undir lok febrúar gerði mikið fannfergi og þrumuveður, en þær vetrarhörkur stóðu stutt. Mars var í mildara lagi og oft hlýr, en einkenndist annars af "gluggaveðri" með norðan strekkingi, og annars fallegu veðri fram undir páska. Síðan hefur farið smám saman hlýnandi en jafnfarm vindasamt á köflum.

28.03.2010 23:00

Gluggaveður

Íslenski vindpokinnÞað er kallað "gluggaveður" þegar veðrið er fallegt og sólin skín án þess þó að viðri til útiveru. Þannig var veðrið hjá okkur um helgina. Hvöss norðanátt með vindhraða upp í 11 m/s og hviður upp í 15 m/s. Ekki var heldur hægt að hrópa húrra fyirr hitastiginu sem lafði undir 2°C þegar best lét. Ekki er gert ráð fyrir að dragi úr norðanáttinni fyrr en um páska, en þangað til má bara njóta veðursins út um gluggann.


Eyrarbakki BB


Á þessu grafi má hvernig hitistigið (rauða línan) reis upp fyrir frostmark um hádegi í dag og lúrði þar á undir nón.

27.02.2010 16:39

Þrumuveður

VetrarríkiÞað hefur gengið á með þrumuveðri, dimmum éljum og haglveðri í dag. Þórsdrunurnar hafa verið óskaplegar með suðurströndinni, svo að hús hafa nötrað með öflugustu þrumunum. Búist er við að þetta veður vari fram á kvöld.

Þennan dag: 1762 Jón Teitsson prófastur kærir 28 menn fyrir helgidagsbrot, en þeir unnu við slátrun fyrir Thomas Windekilde á Eyrarbakka. 1968 Ölfusá flæðir yfir bakka sína og inn í hús á Selfossi.

25.02.2010 17:37

Fannfergi

Álfstétt í dag
Það kom alvöru vetur í dag og götur orðnar þungfærar í þorpinu.
Gatan þungfær minni bílum
Á þessum degi: 1933 Trésmíðafélag Árnessýslu stofnað. 1980 Þrumuveður,stormur og járnplötufok.

21.01.2010 23:19

Hvass með köflum

HvassviðriÞað var víða óveður um sunnan og vestanvert landið í kvöld. Veðrið náði aðeins að litlu leyti inn á ströndina við Eyrarbakka um kvöldmatarleitið þegar vindur náði hámarki og sló í storm, eða 20,3m/s. Ein vindhviða náði þó 29,4m/s sem er all hressilegt. Dagsmet var í hitastigi kl.23 en þá mældist 7,8°C sem er 0,6° meira en þennan dag 2004.
Talsvert brimaði í dag og allmikill sjóreykur þegar bæta tók í vindinn. Brim verður áfram næstu daga.

Framundan er sunnanátt og hvasst með köflum. Svo er spurning hvað gerist með laugardaginn, en þá gæti gert stuttann hvell.

Flettingar í dag: 1734
Gestir í dag: 407
Flettingar í gær: 1302
Gestir í gær: 387
Samtals flettingar: 2621561
Samtals gestir: 293754
Tölur uppfærðar: 15.8.2020 09:24:40


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit