Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

18 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020



  


Flokkur: Veðrið

25.10.2010 22:19

Fyrsti snjórinn á þessum vetri

Fyrsti snjórinn kom og fór. Það byrjaði að snjóa um hádegi og skömmu síðar var kominn svarta mugga. En síðdegis var allur snjór farinn, enda þá komin bullandi rigning. Annars var ekki slæmt veður á Bakkanum í dag þó hvasst væri á heiðinni og úti fyrir ströndinni, t.d. var austan stormur í Surtsey í allan dag, en hér komst vindur mest í 12 m/s en var þó yfirleitt hægari.

23.10.2010 00:53

Gormánuður byrjar

Tunglið, myndin var tekin í kvöld
Í dag er fullt tungl og fyrsti vetrardagur. Þá byrjar Gormánuður samkvæmt norræna tímatalinu en nafnið tengist sláturtíð. Þá leggst gróður í vetrardvalann og tími frosta og snjóa gengur í garð á norðurhveli. Á morgun Sunnudag má búast við að fyrstu él vetrarins falli á Bakkann, en um leið og við tökum veturinn í fang, þá þökkum við goðunum fyrir afbragðs gott sumar.

18.10.2010 23:03

Í bleikri birtu


Eyrarbakkakirkja skartar nú bleikum ljósum á þessari fyrstu frostnótt vetrarins. Það er spáð allt að 4 stiga frosti í nótt og á morgun er ekki gert ráð fyrir meira en 4 stiga hita að deginum.

17.10.2010 00:02

Vetur kemur kinna kaldur

Nú er spáð kólnandi veðri í næstu viku um allt land og fyrstu frostum vetrarins á mánudagskvöld. Þannig spáir FORECA allt að fjögra stiga frosti á Eyrarbakka aðfaranótt þriðjudags. Í framhaldinu mun væntanlega grána í fjallstoppa hér sunnanlands en mun meiri snjó er þó spáð fyrir norðan og jafnvel á láglendi.

10.10.2010 23:47

Enn eitt metið á Bakkanum

17°CÓtrúlegt en satt, tveggja daga gamalt mánaðarmetið er fallið! Nýtt dags og mánaðarmet hitastigs var slegið í dag þegar hitastigið náði nýjum hæðum 16,8°C og féll þá dagsmetið frá 2002 12,3°C. Það var ekki skýjahnoðri á himni í allan dag og vel hægt að liggja í sólbaði þó sólin fari nú ekki hátt á himininn um þetta leiti ársins. Ekki er loku fyrir það skotið að þetta ár verði það hlýjasta í sögunni, a.m.k. á Eyrarbakka. Þá var einnig hitamet í gær, en þar munaði aðeins 0,1°C yfir gamla metinu sem var 12,6° frá árinu 1959 en eftir það ár stóðu 4 dagsmet fram til þessa og eru þau nú öll fallin.

04.10.2010 23:00

Spánarloftslag

Það var hlýtt í veðri þennan oktoberdag og dagsmet slegið með 14.8°C. Samkvæmt mínum bókum er eldra dagsmet frá 1959 með 12,5°C. Í gær var líka nýtt dagsmet með hámarkshita 15,2°C og féll þá dagsmetið frá 1976 14°C á Bakkanum og sömuleiðis mánaðarmetið 15,1° frá 1958. Það verður að segjast að eldri dagsmet verða í hættu á að falla alla vikuna og þá einkum um næstu helgi en þá er spáð töluverðum hlýindum. Djúp lægð rétt sunnan við landið sér um að flytja þetta hlýja loft til okkar og ekki er að sjá að sú gamla sé neitt á förum í bráð. Það er því lítil hætta á að þjóðin fái kvef þó hún standi næturlangt og berji á tunnur og járnarusl úti á Austurvelli, enda fólki líka heitara í hamsi en nokkru sinn fyirr og lái því hver sem vill.

03.10.2010 00:50

Veðrið í September

Mánuðurinn var óvenju hlýr einkum framanaf og mældist mest 16,3°C þann 3. september og 16,8° þann 4. á hitamæli Brims. Þegar á leið mánuðinn lagðist í rigningar eins og hann á stundum vanda til þegar haustlægðirnar bera að og tók þá einnig að brima á Bakkanum, en mánaðarúrkoman var um 144 mm sem telst nú ekki til stórtíðinda. Þá var vindasamt á köflum, þann 14. gerði storm og suðaustan hvassviðri gekk á undir lokin. Loftvog stóð lágt um miðjan mánuð og í lok mánaðarins. Öskumistur var yfir í byrjun mánaðarins og sást þá lítt til fjalla. Þetta sumar sem nú er liðið telst það hlýjasta síðan mælingar hófust og er vart hægt að óska sér það betra að frátöldu öskumistrinu

28.09.2010 23:49

Brimsúgur og bleytutíð

Tíðarfarið hefur verið rysjótt að undanförnu með austan stinningskalda og hvassviðri á köflum en milt og gott inn á milli, t.d. fór hitinn í 14,5°C í fyrradag á brimstöðinni. Töluverðar rigningadembur gerði í gær 10,5 mm og fyrradag 14.4 mm á sólarhring en þá var klukkustundarúrkoma mest 4,5 mm sem nægir til að gegnbleyta hverja spjör. Þá hefur gert töluvert brim og berst nú seiðandi ómur þess inn í dimma nóttina sem færist heldur í aukana, enda vaxandi ölduhæð. Nú fellur loftvogin enn á ný og vindurinn rífur í trén og klæðir þau úr litskrúðugum haustfötum sínum og spáin gerir jafnvel ráð fyrir þrumum í nótt.

23.09.2010 22:34

Haust


þegar síðdegis skúrirnar liðu hjá og sólin tók að skína að nýju, myndaði hún þennan fallega regnboga eins og geislabaug yfir sjóminjasafninu. Þrátt fyrir glaða sól og þá einkum í gær hefur hitinn aðeins náð 11 gráðum, enda er nú komið haust samkvæmt almanakinu því í dag er haustjafndægur. Hér er hægt að fræðast nánar um árstíðirnar.

Utan við brimgarðinn geystist björgunar hraðbáturinn í átt til lands. Nú er stórstreymt á fullu haust tunglinu og dálítið tekið að brima að nýju eftir nokkurt hlé, einkum vestan til. Búast má við að brimið vari fram yfir helgi.

14.09.2010 23:20

Hávarok

Norðan hvassviðri gekk yfir land og þjóð síðdegis í dag og náði meðalvindur  hér 20 m/s, en það teljast 8 gömul vindstig. Hvassara var í sumum hviðum eða allt að 28 m/s (11 vindstig) sem táknar ofsaveður, enda ruddust laufin af tránum í mestu rokunum. Þetta fyrsta illviðri haustsins er nú að mestu gengið yfir. Nú má fara að vænta kaldra nátta og jafnvel næturfrosta til fjalla, enda er krummi kominn til að hafa hér vetursetu og svo aldrei að vita nema að fyrstu frostin á láglendi verði um eða eftir næstu helgi.

08.09.2010 23:01

Óvenjuleg hlýindi

Það hefur verið óvenju hlýtt á landinu síðustu daga miðað við árstíma. Í dag komst hitinn hér í 15.4°C  sem ætti að þykja ansi gott í september, en fyrir nákvæmlega ári fór hitinn í 16°C og stendur það dagsmet. Í dag var stórstreymi með nýju tungli, en ekkert brim var á Bakkanum í dag. Fullt tungl verður næst 23.september og nýtt tungl 7.oktober.

04.09.2010 16:58

Öskudagar

Töluvert öskurok hefur gengið hér yfir öðru hvoru síðan í gær, en stíf austanáttin ber þennan ófögnuð yfir suðvesturlandið. Ekkert hefur sést til fjalla vegna ryksins, sem sest svo á bíla og annað sem fyrir verður með rigningaskúrm. Við höfum verið laus við þetta að mestu í sumar, en búast má við að þetta vandamál vari fram að fyrstu snjóum.
Það hefur brimað á Bakkanum síðustu daga og verður svo fram yfir hegina a.m.k.

01.09.2010 22:06

Veðrið í ágúst

Netjuský-altocumulus undulatus
Hlýjustu dagarnir í ágúst voru þann 4.og 8. en þessa daga komst hitinn mest i 19,9°C, Þann 10 komst hitinn í 20°C. þann 18 í 19,8°C og þann 19. í 20,5°C.


Mesti vindur var af NNV 10,9 m/s eða 6 gömul vindstig þann 22. ágúst en annars var mánuðurinn hlýr og hægviðrasamur. Úrkoma í mánuðinum mældist 97.5 mm
Hiti í ágústLoftþrýstingur vindur Uppsöfnuð úrkomaBrimstöðin

26.08.2010 10:37

Lá við næturfrosti

Næturhitinn hefur farið ört lækkandi síðustu daga og í nótt lá við næturfrosti þegar hitastigið fór niður í 0.8°C og er það líkast til kaldasta nóttinn hér í sumar. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark í nótt og sennilegt að kartöflugrös hafi fallið víða  Þingvallasveit. Hádegishitinn hefur einnig verið í lægri kantinum síðustu daga 12-13°C. Næstu daga er spáð hlýrra lofti með skúrum þannig að ekki eru miklar líkur á næturfrosti á láglendi það sem af er mánuðinum.

22.08.2010 12:59

Norðvestan Kaldi

Það hefur verið haustlegt í lofti síðasta sólarhringinn með NV kalda, eða 5 gömul vindstig og öðru hvoru hefur rokið upp í stinningskalda. Eins stafs hitatölur sjást nú um allt land um miðjan daginn og sumarið virðist vera að renna sitt skeið. Það var kaldranalegt fyrir norðan í dag eins og sjá má hér.
Árið 1805 útbjó Francis Beaufort  vindgreinitöflu um veðurhæð á sjó. Hann var þá kortagerðamaður breska flotans. Vindstiga taflan var fljótlega tekinn í notkun um allann heim:

Beufort skali

Vindlýsing

Hraði m/s

Vindstig

Logn

 0,2

0

Andvari

 0,3  -  1,5

1

Kul

 1,6  -  3,3

2

Gola

 3,4  -  5,4

3

Stinningsgola

 5,5  -  7,9

4

Kaldi

 8,0  - 10,7

5

Stinningskaldi

10,8 - 13,8

6

Allhvasst

13,9 - 17,1

7

Hvassviðri

17,2 - 20,7

8

Stormur

20,8 - 24,4

9

Rok

24,5 - 28,4

10

Ofsaveður

28,5 - 32,6

11

Fárviðri

32,7 - 36,9

12

Flettingar í dag: 1742
Gestir í dag: 410
Flettingar í gær: 1302
Gestir í gær: 387
Samtals flettingar: 2621569
Samtals gestir: 293757
Tölur uppfærðar: 15.8.2020 11:21:36


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki Iceland



Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit