26.08.2010 10:37

Lá við næturfrosti

Næturhitinn hefur farið ört lækkandi síðustu daga og í nótt lá við næturfrosti þegar hitastigið fór niður í 0.8°C og er það líkast til kaldasta nóttinn hér í sumar. Á Þingvöllum fór hitinn niður í frostmark í nótt og sennilegt að kartöflugrös hafi fallið víða  Þingvallasveit. Hádegishitinn hefur einnig verið í lægri kantinum síðustu daga 12-13°C. Næstu daga er spáð hlýrra lofti með skúrum þannig að ekki eru miklar líkur á næturfrosti á láglendi það sem af er mánuðinum.

Flettingar í dag: 892
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 3094
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 512405
Samtals gestir: 48973
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 10:03:06