Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

18 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


Flokkur: Veðrið

12.09.2007 13:39

Beljandi á Bakka.

Nú skvettir kári heldur betur úr klaufunum og ætti nú að fylla í skurðinn hjá Guðmundi bónda í þessu úrhelli. Velti því upp hvort bændur sem veita vatni af jörðum sínum í Þjórsá muni bara að gefa það Landsvirkjun þegar áin hefur verið virkjuð?
Kotferjutjörnin í henni Litlu Sandvík og Hópið á Bakkanum ættu líka að fá sinn skamt í dag.

11.09.2007 11:04

Hvað eitt síns tíma bíður

það er bjart yfir Bakkanum í dag en þó einhver svali í lofti sem veit á haustið, en í gær blés byrlega í lofti á meðan menn funduðu um skipulagsmál frystihúsreitsins og margur maðurinn steig þar í pontu og pexaði um húsagerðalist.

10.09.2007 12:03

Þeir sem eiga rigninguna verða ríkir í dag!

Landið bláa hefur nú skipt litum og allt er orðið grátt, því í dag er það lárétt rigningin og súldin sem ræður ríkjum sem við Sunnlendingar erum ekki alls óvanir og þó því sumarið fór okkur mildum höndum. En nú er komið haustið með vætutíð og vosbúð þeim sem úti hýrast en gleði þeim sem vatnabúskapinn yrkja og virkja og verðmæti þeirra fellur af himnum í dropatali. Þeir sem telja sig eiga rigninguna verða ríkir í dag, en það er nú einhvernvegin þannig orðið um það sem goðin gáfu þessum heimi.

09.09.2007 22:09

Ágætt haustveður.

Þessi sunnudagur var með ágætum á Bakkanum og brimið gljávraði við ströndina og sólin skein á milli skýjanna. Það var semsagt ágætasta haustveður í dag en á morgun koma skýin  aftur með rok og rigningu segja þeir á veðurstofuni.

Á Bakkanum vex mikil hvönn vestur undir söndum. Hvannabreiðurnar eru eins og skógur á að líta eins og sést hér á myndinni. Ef hvönn væri einhvers virði, ætti hana líklega einhver greifinn.

08.09.2007 23:38

Gabriella.

Trakking GabbyÞess hefur líklega verið beðið lengi með mikilli eftirvæntingu af veðuráhugamönnum að geta fylgst með tilurð veðurfyrirbæris sem nefnt er Subtrobical stormur og nú kemur loks einn SUBtrobical nefndur Gabriella sem á uppruna sinn til lægðar á Atlantshafi og stefnir þessa stundina til strandar í Norður Karolínu USA. Gabriella er hinsvegar ekki raunverulegur hitabeltisstormur (Trobical). Subtrobical þýðir að stormurinn hefur bæði eginleika venjulegra hitabeltisstorma og veðurkerfis svokallaðra ofurhitabeltisstorms (extratrobical storm). Einstaka sinnum getur subtrobical stormur orðið að raunverulegum hitabeltisstormi og er þá orðið "Sub" tekið framan af nafninu en það á einmitt við með Gabríellu.

Eitt athyglisverðasta við marga subtrobical storma (mætti kanski þýða sem hálfhitabeltisstorm) er að vindurinn er ekki altaf sterkastur nálægt miðju eins og í venjulegum hitabeltisstormi eða fellibyl. Þá geta subtrobical stormar "Sprungið út" mjög skyndilega eins og hitabeltis hvirfilvindar (cyclone).

Það er einnig athyglisvert að Gabríella eða "Gabby" verður til nokkuð norðarlega á Atlantshafi þar sem sjór er mun tempraðari heldur en sunnan 30 breiddargráðu þar sem hitabeltisstormar eru algengastir.

"Gabbý" mun líklega sigla eitthvað norður á bóginn á næstu dögum samkv. tölvuspám og því ekki útilokað að áhrifa hennar gæti gætt hér á landi síðar meir, en vindhraði í storminum er nú 64 km/klst en það er svona temmilegt hvassviðri 17-18m/s.

05.09.2007 09:41

Sumri hallað.


Það má segja að hið sunnlenska sumar sem nú er liðið hafi verið harla óvenjulegt hvað veðráttuna varðar. Mánuðirnir júní til ágúst 2007 voru óvenjuhlýir um allt sunnan- og vestanvert landið og sólin brosti við landsmönnum. Júlí var sá þurrasti síðan 1993 og komst hitinn hæðst í 22,4°C þann 9.júlí á Bakkanum, grasspretta var treg vegna þurkana og víða sviðin jörð. það tók loks að rigna í lok mánaðarins og má segja að ágústmánuður hafi verið í meðallagi. Júní var einig óvenju þur og hlýr og fór hitinn oft upp í 20°C.

Í lok ágústmánaðar urðu næturfrost á Suðurlandi og féll hitinn á Bakkanum amk. tvisvar niður í 2 stiga frost sem kom sér illa fyrir kartöflubændur hér við suðurströndina. Kaldast varð í Árnesi aðfaranótt 28., -4,0 stig.

Samkv. skoðanakönnun Brims þá álíta 93,1% þáttakenda að sumarið hafi verið frábærlega gott, enda var það vel fallið til útiveru.

04.09.2007 14:17

Stormurinn gnauðaði

Það var úrhellis rigning og hvassviðri á ströndinni í nótt og í morgun og fóru einstakar rokur upp í 21m/s á Bakkanum. Laufin rifnuðu af trjánum í stormhviðunum og þyrluðust um allar tryssur. Nú er kólgubrim og særót mikið.

03.09.2007 11:44

Nú er vinda von

Stormlægð nálgast nú landið vestanvert og ýfir upp báru. Veðurstofan varar við hressilegum vindi á höfuðborgarsvæðinu og hér á Bakkanum má gera ráð fyrir Sunnan18 m/s næsta sólarhringinn og þessu veðri fylgir vaxandi alda enda gerir siglingastofnun ráð fyrir ríflega 6 m ölduhæð á Eyrarbakkaflóa sem táknar að sjálfsögðu hressilegt og ógnþrungið brim á morgun.

það er því upplagt að bregða sér á Bakkan  og berja augum svarrandi brimið og æðisgengin boðaföllin,sem hvergi eru tignarlegri að sjá nema einmitt þar.

02.09.2007 15:25

Felix færist allur í aukana.

Fellibylurinn FelixFellibylir eru einhver mögnuðustu veðurfyrirbæri á jörðinni og valda oft gríðarlegu tjóni á mannvirkjum þegar þeir skríða á land og ofsafenginn veðurhamurinn dregur á eftir sér stórsjói og risavaxnar öldur sem steypast yfir strandbyggðir eins og íbúar New Orleans í Bandaríkjunum fengu að kynnast fyrir nokkrum árum þegar fellibylurinn Katarína gekk þar af göflunum. Nú bíður fólk þar suðurfrá með ugg í brjósti, því veðurfræðingar hafa spáð því að í ár muni þessum ógnaröflum fjölga og færa íbúm á karabísku eyjunum og strandbyggðum við Mexicóflóa nýjar ógnir.

Nú beinast allra augu þar suðurfrá að fellibylnum Felix sem geysar nú á karabíska hafinu norður af Aruba og stefnir að ströndum Honduras. Talið er að Felix sem nú er 2.stigs fellibylur muni láta að sér kveða í Nicaragua, Belize og Yucatan í Mexicó og muni þá búin að ná 4.stigi, en óliklegt er talið að hann nái ströndum Bandaríkjana.

27.08.2007 09:00

Önnur frostnóttin.

Snemma í morgun voru tún öll hvít af hrími eða hélu eftir aðra frostnótt þessa mánaðar og minnir á að haustið er alveg á næstu grösum. Kl. 01 var hitastigið komið undir 0°C, en mest var frostið kl 06:00 í morgun -2°C. Nú er næsta víst að flest  kartöflugrös hafi fallið í þessari lotu, en skemdir á kartöflugrösum urðu víða með suðurströndinni í næturfrostinu um daginn.

18.08.2007 17:54

Það var frost í nótt!

Milli kl.03:00 og 07:00 í morgun mældist frost á hitamæli veðurstofunar á Eyrarbakka og náði frostið mest -2°C um kl.06:00 í morgun.

Þó eru enn tvær vikur eftir að sumrinu sem hefur verið alveg einstaklega veðursælt á Suðurlandi og þurrviðrasamt. Nú eru hinsvegar rigningar fram undan og gætu varað út næstu viku.

03.08.2007 17:53

Verslunarmannalægðin rennur hjá.

Helgarlægðin margumrædda (Atlansstormurinn Cantal) rennur nú hjá án nokkurs óskunda og dembdi aðeins örfáum dropum úr sér við suðurströndina,með vindhraða um 10 m/s. En annars var stormur  í Vestmannaeyjum í morgun þegar skil frá lægðinni gengu inn á landið og komst vindhraði þar í 27 m/s kl 09:00
Veðurstofan gerir ráð fyrir hægari vindi um sunnanvert landið síðar í dag og dregur þar einnig úr úrkomu sem annars hefur verið furðu lítil miðað við fyrri spár.

Lægðin stefnir nú í austur í átt til Bretlandseyja og kann að bæta einhverju á vandræðin sem þar hafa verið vegna flóða.

02.08.2007 15:04

Júlí góður.

Júlí var mjög hlýr um landið sunnan- og vestanvert, hiti var í ríflegu meðallagi. Þetta er jafnframt  þurrasti júlí síðan 1993 á Suðvesturlandi.

Á Bakkanum fór hitinn nokkrum sinnum yfir 20°C en hæsti hiti mánaðarins 22,4°C samkvæmt opinberum hitamæli staðarins var þann 9.júlí en hæsti hiti sem mældist á mannaðri stöð á landinu í mánuðinum var 24,1°C á Hjarðarlandi í Biskupstungum þann 8. Daginn eftir komst hiti þar í 24,6°C á sjálfvirku stöðinni.

Eins og annarstaðar var þurkatíðin óvenjulega mikil og langvinn í Flóanum og smærri tjarnir víðast hvar uppþornaðar.

Nánar um tíðarfarið á vef Veðurstofunar

30.07.2007 22:10

Stígvélahelgi framundan

Hún er heldur ókræsileg veðurspáin fyrir verslunarmannahelgina,en eins og þetta kort frá Meteoblue sýnir þá er gert ráð fyrir víðáttumiklu úrkomubelti sem leggst yfir landið á föstudag með stórrigningu sunnanlands og þá einkum í Vestmannaeyjum (græni flekkurinn á kotinu)

Það má sem sagt búast við hundblautri stígvélahelgi.

29.07.2007 20:09

Seinni hálfleikur

Nú er sumarið hálfnað (miðsumar samkv. gömlu tímatali) og veðrið skiptir um tóntegund. Veðurfræðingar spá nú rigningu á þessum slóðum alla næstu viku og eru það umskipti frá þurkum og blíðviðri í næstum tvo mánuði.

Veðurfarið í Evrópu hefur verið með undarlegasta móti það sem af er sumri með rigningum og flóðum á Bretlandseyjum en sjóðandi hitabylgjum sunnar í álfunni. Hér á Fróni höfum við hinsvegar notið einstakrar sumarblíðu og veðursældar allt frá júní byrjun og þurkum svo miklum að elstu menn muna ekki annað eins. En nú er von á vætu sem mögum þætti kærkomin og ætti þá ekki að vera þörf á að skamta vatnið lengur hjá henni Árborgu

Flettingar í dag: 1740
Gestir í dag: 410
Flettingar í gær: 1302
Gestir í gær: 387
Samtals flettingar: 2621567
Samtals gestir: 293757
Tölur uppfærðar: 15.8.2020 10:53:26


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit