Það hafði hvítnað í fjöllin eftir norðan kalsaveðrið í gær og er Ingólfsfjall og Hengillinn komin með hvítan kúf. Frost -1°C var á Bakkanum undir morgun en á Kálfhóli sem er innar í landi náði frostið -4°C. Nú er bjartviðri og norðanátt og má búast við frosti í nótt en á morgun er það rigningin samkvæmt þessari spá norðmanna.