Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


Flokkur: Bátar

16.03.2010 23:43

Hjálparinn

Dráttarbáturinn Hjálparinn EyrarbakkaHinum óar útá sjó,

ýtir Jóhann djarfur nóg,

aflakló um ýsumó

aldrei þó hann bresti ró.

Hafs um leiðir Hjálparinn

hraður skeiðar vélknúinn.

Hrannir freyða um hástokkinn,

hvín í reiða stormurinn.

M/b Hjálparinn var 13,20 tonn, byggður á Borgmundarhólmi og seldur, þá nýr árið1907 til Lefolii verslunar á Eyrarbakka. Vélin var af gerðinni Alfa 16-20 hestafla lágþrýstivél. Hlutverk hans var að vera lóðsbátur og til aðstoðar kaupskipunum sem þurftu að athafna sig á Einarshöfn. Þar að auki var Hjálparinn hafður til flutninga til næstu verstöðva svo sem  með salt og annan varning til Vestmannaeyja og Grindavíkur. Áður höfðu tveir gufubátar gengt þessu starfi. Annar var M/S Njáll, en hann slitnaði af legufærum sínum í sunnan fárviðri og rak á land, en þó án þess að brotna og náðist hann á flot vorið eftir. Á undan Njáli var gufuvélbáturinn Oddur við þessi störf til fjölda ára, en hann rak á land í Grindavík árið 1904. Þar var hann að losa vörur frá Eyrarbakka, en átti að því loknu að halda til Reykjavíkur og hafa þar vetursetu.

Verkafólk á Eyrarbakka með sekki úr vöruskipunumÞó Hjálparinn væri minni en fyrirrennarar hans og vélarafl takmarkað, þá reyndist hann furðu vel. Í hjáverkum átti Hjálparinn að stunda fiskveiðar í þorskanet, sem þá voru svo til ný af nálinni, en þegar fram liðu stundir var lítið úr fiskveiðum sökum anna. Á haustinn var Hjálparinn tekinn upp í Skúmstaðalendingu, en þar hafði verið komið fyrir dráttarbraut og gangspili og dráttarbáturinn látinn standa þar inn af sjógaðshliði fram á næstu vertíð.

Þeir sem sigldu Hjálparanum heim frá Borgmundarhólmi þann 18. maí 1907 voru: Sigurjón P Jónsson skipstjóri frá Skúmstöðum, Friðrik Bjarnason og  Vilhelm Jakop Andeas Olsen, vélamaður frá Fredrikshavn og komu þeir til Eyrarbakka 13.júní og unnu þeir á skipinu það árið, en síðasta kaupskip héðan þá um haustið var skonnortan "Svend".

Næsta ár var formaður á Hjálparanum, Jón Sigurðsson í Túni (Síðar Melshúsi) og vélstjóri var Brynjólfur Vigfússon í Mekisteini, en til skams tíma var Jóhann Bjarnason í Einarshöfn með bátinn og eru formannsvísur hans hér að ofan kveðnar á vertíð 1914. Af öðru tilefni kvað Magnús Teitsson þessa vísu:

VerslunarhúsinHjálparinn um fiskafrón

flytur drengi ósjúka.

Buddunum hann Brennu-Jón

biður upp að ljúka.

Tilefnið var að ferjutollur var rukkaður af farþegum með Hjálparanum til og frá Þorlákshöfn og sá um það Jón Ásbjörnsson í Brennu. Tollinum var síðan skilað til ferjubóndans í Óseyrarnesi. Þegar styrjöldin skall á 1914-1916 voru siglingar frá útlöndum aðeins heimilar á ákveðnar tollhafnir og var ákveðið að Reykjavík yrði tollhöfn fyrir Suðurland og lögðust þá Eyrarbakkasiglingar af. Hjálparinn var of lítill til að sinna strandsiglingum með vörur frá Reykjavík og var hann því seldur til Vestmannaeyja til fiskiveiða. Í stríðslok höfðu þau stakkaskipti orðið að Reykjavík hafði alfarið tekið við því hlutverki sem Eyrarbakki hafði áður sem höfuðstaður verslunar og menningar og þess skamt að bíða að saga Eyrarbakkaverslunar tæki enda.

Meira: Brimbarinn

Heimild: Sjómannablaðið Víkingur 2.tbl.1980- Sigurður Guðjónsson Litlu Háeyri.
Þennan dag:1764 Konungsveiting: Þorleifur Nikulásson á Eyrarbakka sótti um til konungs að verða vicelögmaður. 1972 Flæddi inn úr sjógarðshliðum. 1986 100 ára afmælisminning Guðmundu Nílsen í kirkjunni. 1987 Vetur gengur í garð.

04.01.2010 22:36

Skúta í hrakningum

Þýska skútan VikingAð kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní 1961 urðu menn á Eyrarbakka þess varir að skúta nokkur var að hrekjast upp í skerjagarðinn. Áhöfn skútunnar skaut upp neyðarblysum og virtust mönnum líklegast að hún myndi stranda. Skipverjar skútunnar töldu að þeir gætu siglt inn til hafnar á Eyrarbakka, en var alls ókunnugt um siglingaleiðina auk þess sem ekki var mögulegt fyrir hana að leggjast við bryggju. Skipstjórarnir Sigurður Guðmundsson og Sigurður Guðjónsson fóru út á fiskibátnum Birninum ásamt nokkrum öðrum til móts viðÁhöfnin á Viking fá A-Berlín skútuna og lóðsuðu hana til Þorlákshafnar þar sem hafnarskilyrði voru betri. Skútan var á leið til Reykjavíkur en varð að snúa við út af Reykjanesi vegna veðurs.

Hér var um að ræða 15 lesta þýska skútu búna hjálparmótor. Hún var frá Austur Berlín og bar nafnið Viking. Áhöfnin var að æfa sig undir kappsiglingu á Atlantshafi, en þetta fólk 6 karlar og ein kona voru meðlimir siglingaklúbbs í A Berlín. Leið þeirra lá þaðan til Hamborgar og síðan Færeyjar og lentu þau síðan í hrakningum í brimgarðinum vegna óhagstæðra vinda. Skútan komst síðan til Reykjavíkur 24 júní. Þetta var í fyrsta skipti sem skútunni var lagt á Atlantshaf.

Heimild: Alþýðubl.136-139 tbl. og Morgunbl.135.tbl

Þennan dag: 1965 var mikil ófærð í þorpinu vegna snjóa.

11.12.2008 22:12

Olaf Rye

Tilbúin myndSkonnortan Olaf Rye var í eigu Eyrarbakkaverslunar og var hið vandaðast og besta skip og taldist með stærri skipum er hingað komu. Í oktober 1859 átti það að losa stóran kornfarm og aðrar nauðsynjar á Eyrarbakka. Skipið komst þó ekki inn í höfnina, líklega vegna brims og var því siglt til Hafnafjarðar, en þar átti Leofolii einnig verslun Levinsens. Þegar skipið hafði verið losað þessum varningi, þá var það lestað salti sem átti að sigla með til Njarðvíkur. Þegar til Njarðvíkur kom lenti skipið í norðan fárviðri og fórst. Hafnfyrðingum skorti hinsvegar ekki kornvöru þennan veturinn, en aðra sögu er að segja veturinn 1861.

Þann 1.oktober 1861 strandaði stórt verslunarskip        sem legið hafði á ytrilegunni á Eyrarbakka. Lokið var við uppskipun þegar atburðurinn gerðist. Skipið hafði flutt 900 tunnur af matvælum auk annars varnings til Eyrarbakkaverslunar. Skipið átti síðan að halda til Hafnafjarðar með 150 tunnur af matvælum til verslunar Levinsens en þar var þá orðið kornlaust, sem og í Reykjavík. Á Bakkanum hafði skipið auk þess verið lestað 70 skipspundum af saltfiski og fáeinum sekkjum af ull þegar það slitnaði upp af ytrilegunni sem jafnan hefur verið talin ótraust, en annað var ekki í boði þar sem á innri legunni lá jaktskip sem verið var að lesta nautakjöti til útflutnings, en það var nýmæli hér á landi, sem verslunarstjóri Thorgrímssen stóð fyrir. Skipið brotnaði í spón og sökk að hluta. Allir menn björguðust, en þetta var 4 vöruskipið sem ferst á Eyrarbakka frá árinu 1846.

Heimild. Þjóðólfur og Íslendingur 1859 og 1861.

10.12.2008 22:06

Waldemar

Dæmigerð aldamóta skonnortaKaupskip eitt nefnt Waldemar 70 lestir að stærð strandaði á skeri utan við höfnina í innsiglingunni á Eyrarbakka 14. september árið 1855. Um borð í skipinu voru m.a. um 800 tunnur af matvæum sem skipa átti upp í Eyrarbakkaverslun. Skipið brotnaði í spón áður en tókst að bjarga farminum. Flestar tunnurnar hurfu í hafið en annað ónýttist. Það sem síðar náðist að bjarga úr skipsflakinu var selt á uppboði. Skipsskrokkurinn seldist á 270 ríkisdali, korntunnan á 2 rd, en sykur, kaffi, brennivín og fleyra seldist ærnu verði.

Heimild: Norðri 3.árg. 22.tbl. 1855   

09.05.2008 12:42

Á strandstað.


Fjalar ÁR 22 á Strandstað við höfnina í febrúar 1969 ,vélin drap á sér því fór sem fór. Engan mann sakaði. Fjalar var 49 tonna eikarbátur smíðaður í Svíþjóð 1955
Mynd: Ólafur Ragnarsson.

12.03.2008 20:35

Bátar í fjöru


þessi bátur ber einkennisstafina ÁR 24 -sjá comment Jóhann Þorkelsson ÁR 24-

(Stundum kom það fyrir að bátar slitnuðu upp eða strönduðu í fjörunni. Sumum tókst að bjarga en aðrir enduðu ævi sína í fjöruborðinu eins og  t.d. Jón Helgason  sem var að koma úr slipnum og strandaði á leið á leguna.)


Fjalar hét þessi bátur og strandaði hann skamt frá landi vestan hafnarinnar í febrúar 1969. (Vélin hafði bilað á ögurstund og því fór sem fór). Áhöfninni var bjargað í land af björgunarsveitinni Björg og var notuð til þess björgunarlína og "stóll". Nokrir létu sig þó reka í land á gúmmítuðru enda var veður gott. Þegar fjaraði undan komu í ljós nokkrar skemdir og var því ákveðið að draga skipið upp í fjöru og gera við það þar eins og sést á myndinni. Fjalar var svo sjósettur á ný á sjómannadaginn og tókst sú aðgerð giftusamlega. Báturinn var settur á tvo 20 hjóla vagna sem hengdir voru á tvo öfluga trukka, sem einnig nutu dyggrar aðstoðar jarðýtu. Síðan var ekið með bátinn út í sjó og þess beðið að félli að þar til sjálft hafið  lyfti skipinu af vögnunum.

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 326
Flettingar í gær: 713
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 2650447
Samtals gestir: 301948
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 22:31:53


Sjólag og horfur

 

                                                        Dregur smám sama úr brimi næstu daga
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

eftir

9 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit