Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


Flokkur: Bátar

06.08.2011 23:16

Aflabrögð 1961

Bátar í slippnumVertíðina 1961 reru þrír bátar af Eyrarbakka, en það voru Björn ÁR, skipstj. Sigurður Guðjónsson, Helgi ÁR 10, skipstjóri Sverrir Bjarnfinnsson aflakóngur og Jóhann Þorkellson ÁR 24, en skipstjórin á honum var Bjarni Jóhannsson.

16. - 31. jan. Frá Eyrarbakka reru 2 bátar í byrjun vertíðar með línu. Fóru þeir alls 7 róðra í jan. og öfluðu 16 lestir óslægt, þar af aflaði Helgi ÁR 10, 14 lestir í 6 róðrum.

1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu; nam afli þeirra á tímabilinu 67 lestum í 18 róðrum, var afli þeirra nær alveg jafn.

16.-28. febr. Héðan reru 2 bátar með línu og varð afli þeirra á tímabilinu 25 lestir í 8 róðrum.

1.-15. marz. Héðan reru 2 bátar með net. Voru gæftir alveg afleitar. Fór hvor bátanna 2 róðra og nam aflinn 6 lestum.

15. - 31. marz. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru sæmilegar, en þó flest farnir 13 róðrar. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð ms. Björn með 68 lestir.

1.apríl - 15. apríl 1961. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru mjög góðar og voru flest farnir 13 róðrar. Aflinn á tímabilinu varð 195 lestir í 33 róðrum. Aflahæstu bátarnir á tímabilinu voru: Helgi með 77 lestir í 13 róðrum og  Jóhann Þorkelsson með  69 lestir í 13 róðrum.

16.-30. apríl. Héðan reru 3 bátar með net. Gæftir voru góðar og voru flest farnir 11 róðrar. Aflahæsti bátur á vertíðinni í apríllok var Helgi með 234 lestir í 57 róðrum.

Helgi ÁR 101.-15. maí 1961, vertíðarlok. Frá Eyrarbakka reru 3 bátar með net, gæftir voru sæmilegar. Aflinn á tímabilinu varð 33 lestir í 5 róðrum. Aflahæsti báturinn var ms. Björn með 27 lestir (óslægt) í 3 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 637 lestir (óslægt) í 141 róðri hjá 3 bátum. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru: Helgi með 237 lestir í 58 róðrum og Jóhann Þorkelsson með 221 lest í 53 róðrum.

15. maí til 31. ágúst, humarvertíð. Af Bakkanum stunduðu 4 bátar humarveiðar og öfluðu allvel eða um 4 lestir í veiðiför en afli fór minkandi er áleið.

1. sept. - 31. okt. Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar fram til 15. september. Afli var mjög rýr frá septemberbyrjun og aðallega þorskur og langa. Algeng veiðiköst voru um 1 lest í veiðiferð, sem tekur venjulega um 2 sólarhringa.

Ekkert var róið af Bakkanum í nóvember og desember 1961.

Heimild:  Ægir 1961.

04.08.2011 23:32

Aflabrögð 1962

Eyrarbakki úr lofti
15.-31. janúar. Frá Eyrarbakka byrjuðu 2 bátar róðra með línu á vertíðinni sem hófst um miðjan janúar, en þar sem stöðugar ógæftir höfðu verið síðari hluta mánaðarins, fóru  bátarnir aðeins 3 róðra og öfluðu 12 lestir.

1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu, gæftir voru alveg afleitar. Afli bátanna á tímabilinu var alls 10 lestir í 3 róðrum, þar af hafði  m/s Öðlingur 8 lestir í 2 róðrum.

16.-28. febrúar.  Héðan reru 2 bátar með línu, gæftir voru afleitar; varð aflinn á tímabilinu 29 lestri í 6 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var í febrúarlok 51 lest í 12 róðrum, en var á sama tíma árið áður 107 lestir í 33 róðrum.

1-1 5 - marz. Af Bakkanum reru 3 bátar með net og voru gæftir góðar. Aflahæstir  bátar voru Öðlingur með 55 lestir í 9 róðrum og Jóhann Þorkellsson með 46 lestir í 9 róðrum.

16,-31. marz 1962. Héðan reru 3 bátar með net og voru gæftir ágætar. Aflinn á tímabilinu varð 375 lestir í 44 róðrum. Mestan afla í róðri fengu Björn þann 22. marz, 17.5 lestir og Öðlingur þann 29. marz, 17.5 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Öðlingur með 140 lestir í 16 róðrum.

1.-15. apríl. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu varð 193 lestir í 36 róðrum. Mestan afla í róðri fékk ms. Björn þann 10. apríl, 14 lestir. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Öðlingur með 79 lestir í 13 róðrum og Björn með  76 lestir í 12 róðrum.

16.- 30. apríl 1962. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu nam 209 lestum í 33 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Jóhann Þorkelsson með 83 lestir í 10 róðrum. Aflahæsti bátur í apríllok var ms. Öðlingur með 376 lestir í 58 róðrum.

Öðlingur ÁR 101-15. maí. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka reru 3 bátar með net. Aflinn á tímabilinu varð 44 lestir í 13 róðrum. Aflahæsti báturinn á tímabilinu var m.s. Öðlingur með 16 lestir í 4 róðrum. Vertíðaraflinn varð 1008 lestir í 166 róðrum. Aflahæsti báturinn á vertíðinni var m.s. Öðlingur ÁR 10. Skipstjóri á Öðling var aflaklóin Sverrir Bjarnfinsson.

15. maí-30. júní 1962. Humarvertíð.  Héðan höfðu 2 bátar stundað humarveiðar og aflað að jafnaði 1.5-2.5 lestir í veiðiferð. Þá hóf 1 bátur dragnótaveiðar eftir miðjan júnímánuð, hafði  afli hans verið rýr eða um og yfir 1 lest í róðri.

1. júlí-31. ágúst 1962. Héðan reru 3 bátar á tímabilinu, þar af voru 2 bátar á humarveiðum, en 1 bátur með dragnót. Afli humarbátanna var 1-3 lestir í veiðiför, þar af var að jafnaði 2/5 hlutar humar. Aflinn á tímabilinu nam 195 lestum þar af aflaði .ms. Öðlingur 105 lestir en ms. Björn 90 lestir. Afli hjá dragnótabátnum ms. Jóhanni Þorkelssyni varð fremur rýr eða 86 lestir á tímabilinu.

1. september - 30. nóvember 1962. Héðan stundaði 1 bátur dragnótaveiðar framan af septembermánuði, hætti þá veiðum vegna aflatregðu.

desember. Engin sjósókn af Bakkanum í desember.

03.08.2011 23:33

Aflabrögð 1963

Bátar í slippnum 1964
1.-16. jan. 1963.
Af Bakkanum byrjuðu 2 bátar veiðar í janúar, var annar þeirra með línu, en hinn með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var 66 lestir í 16 róðrum, þar af hafði  ms. Öðlingur (lína) aflað 48 lestir í 13 róðrum.

16.-31.jan. 1963. Héðan reri 1 bátur m/s Öðlingur á tímabilinu, gæftir voru afleitar og fékk hann 14 lestir í 4 róðrum. Heildaraflinn í janúar varð 80 lestir í 20 róðrum hjá tveim bátum, þar af hafði m/s Öðlingur aflað 62 lestir í 17 róðrum.

Öðlingur1.-15. febrúar.  Héðan reru 2 bátar, var annar þeirra með línu, en hinn með botnvörpu. Gæftir voru slæmar. Aflinn á tímabilinu varð 24 lestir í 9 róðrum. Þar af var afli m/s Öðlings (lína) 21 lest í 7 róðrum.

16.-28. febrúar, 1963. Héðan reru 3 bátar með net, gæftir voru slæmar. Aflinn á tímabilinu var 129 lestir í 17 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Unnur með 65 lestir í 7 róðrum. Heildaraflinn í febrúar lok var 232 lestir í 44 róðrum. Aflahæsti bátur í febrúar lok var Öðlingur með 137 lestir í 32 róðrum.

1.-15. marz, 1963. Héðan réru 4 bátar með net,  gæftir  voru góðar og voru flest farnir 11 róðrar. Aflinn á tímabilinu varð 148 lestir í  38 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur með 51 lest í 11 róðrum og Öðlingur  með 50 les tir í 11 róðrum.

16.-31. marz, 1963. Héðan réru 4 bátar með net, gæftir voru góðar. Aflinn á tímabilinu varð 342 lestir í 49 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Unnur með 133 lestir í 15 róðrum.

1.-15. apríl 1963. Héðan réru 3 bátar með net, gæftir voru sæmilegar. Aflinn á tímabilinu varð 487 lestir í 31 róðri. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur  með 204 lestir í 11 róðrum og  Öðlingur  með  160 lestir í 9 róðrum.

Björninn í slippnum16.-30. apríl 1963. Héðan réru 3 bátar með net og 1 með botnvörpu. Gæftir voru fremu r góðar.  Aflinn a tímabilinu varð 224 lestir í 30 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilnu var Unnur með 112 lestir í 13 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 1.433 lestir í 189 róðrum. Aflahæstu bátar í apríl lok voru Unnur með 585 lestir í 62 róðrum og Öðlingur með 458 lestir í 68 róðrum.

1.-15. maí, 1963. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka réru 3 bátar með net. Gæftir voru fremur slæmar. Aflinn á tímabilinu varð alls 103 lestir í 13 róðrum.  Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Unnur og Jóhann Þorkelsson,  voru báðir bátar með 44 lestir í 5 róðrum. Vertíð lauk þann 10. maí og varð vertíðaraflinn 1.535 lestir í 206 róðrum hjá 4 bátum. Meðalafli í róðri varð 7,45 lestir. Aflahæstu bátar á vertíðinni voru:  Unnur með 629 lestir í 67 róðrum og Öðlingur með 458 lestir í 68 róðrum.

15. mai-15. júlí 1963. Héðan höfðu 3 bátar stundað humarveiðar frá júníbyrjun. Gæftir voru góðar og afli allgóður,  var heildaraflinn á tímabilinu um 225 lestir þar af var um 50-60% aflans humar.

15. júlí til 31. ágúst.  Þrír bátar stunduðu humarveiðar. Aflinn á tímabilinu var um 100 lestir, þar af um 30% humar.

september.  Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar til 15. september. Gæftir voru fremur óhagstæðar, aflinn á tímabilnu varð 23 lestir, þar af 7 lestir humar.

oktober. Ekkert var róið af Bakkanum í oktober,

nóvember 1963. Héðan stundaði 1 bátur togveiðar, en gæftir voru slæmar; varð aflin á tímabilinu 30 lestir í 5 veiðiferðum.

desember 1963. Ekkert var róið.

02.08.2011 23:33

Aflabrögð 1964

Kristján Guðmundsson strandaði í janúar 1964
Janúar
. Vertíð átti að hefjast  upp úr miðjum janúar og voru þrír bátar albúnir til veiða.  Kristján Guðmundsson strandaði en náðist á flot.

16.-31. janúar 1964. Af Bakkanumn  hafði  1 bátur byrjað veiðar með botnvörpu;  hann fór 1 sjóferð og aflað 5-600 kg. Tíðarfar var með afbrigðum óhagstætt.  Á fyrra  ári varð janúaraflinn 80 lestir í 20 róðrum hjá 2 bátum.

1.-16. febrúar.  Ekkert var róið í febrúar vegna brims.

Kristjáni Guðmundssyni bjargað úr fjörunni16. -28. febrúar 1964. Héðan reru 3 bátar með net; fóru þeir alls 16 róðra á tímabilinu og öfluðu 127 lestir. Aflahæsti bátur var Jóhann Þorkelsson með 54 lestir í 8 róðrum. Á sama tíma á fyrra ári nam heildaraflinn 232 lestum í 44 róðrumhjá 3 bátum.

16.-31. marz. Héðan réru 3 bátar með net. Gæftir voru ágætar. Aflinn á tímabilinu varð 344 lestir í 38 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 140 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 703 lestir í 85 róðrum, en var árið áður 721 lest í 132 róðrum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 242 lestir í 30 róðrum.

1.-15. apríl 1964. Héðan réru 3 bátar með net, gæftir voru ágætar, aflinn á tímabilinu varð 455 lestir í 42 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var: Kristján Guðmundss. með 192 lestir í 14 róðrum.

Kristján aflahæstur1.-15. maí. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka réru 3 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 33 lestir. - Heildaraflinn á vertíðinni varð 1620 lestir í 175 róðrum. Meðalafli í róðri 9,26 lestir. Á fyrra ári var aflinn 1535 lestir í 206 róðrum hjá 4 bátum. Meðalafli í róðri 7,45 lestir. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Kristján Guðmundsson með 616 lestir í 61 róðri. Skipstjóri var Þorbjörn Finnbogason.

15. maí til 30. júní. Þrír bátar stunduðu humarveiðar síðan 26. maí, afli þeirra á tímabilinu varð 53 lestir, þar af var um 18 lestir sliltinn humar.

1.-31. júlí 1964. Héðan stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur á dragnótaveiði, aflinn hjá humarbátunum varð 20 lestir á tímabilinu, þar af voru 7 lestir slitinn humar. Afli dragnótabátsins varð 13 lestir, þar af voru 7 lestir ýsa en 6 lestir koli.

1.-31. ágúst 1964. Héðan  stunduðu 3 bátar humarveiðar og 1 bátur dragnótaveiði. - Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir, þar af var afli í humartroll 53 lestir, sem var svo til eingöngu bolfiskur, eða 52 lestir. Aflinn í dragnót varð 34 lestir, þar af voru 20 lestir koli, en 14 lestir ýsa.

1.-30. september 1964. Af Bakkanum höfðu 5 bátar stundað veiðar í september, þar af voru 2 með botnvörpu og 3 með dragnót. Gæftir voru mjög erfiðar og afli rýr, einungis 93 lestir, þar af um 26 lestir koli.

1.-31. október 1964. Héðan höfðu 2 bátar stundað dragnótaveiðar, aflinn á tímabilinu varð um 48 lestir, mest allt ýsa.

nóvember 1964. Héðan fór einn bátur 3 róðra með fiskitroll og aflaði 6 lestir.

desember 1964. Ekkert var róið.

01.08.2011 22:58

Aflabrögð 1965

Hraðfrystistöðin á Eyrarbakka
janúar 1965.
Ekkert var róið af Bakkanum í janúar.

1.-16. febrúar.  Bátar albúnir til veiða, en ekkert róið vegna brims.

16.-28. febrúar 1965.  Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 195 lestir í 27 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 85 lestir í 9 róðrum. Þar sem þetta er byrjunaraflinn á vertíðinni, er það einnig heildaraflinn í febrúarlok, en á fyrra ári var aflinn á sama

tíma 232 lestir hjá 3 bátum í 44 róðrum.

Fiskvinnsla á Eyrarbakka1.-16. marz 1965. Fjórir bátar reru með net.  Aflinn á tímabilinu varð 289 lestir í 44 róðrum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson og Þorsteinn, báðir með 77 lestir í 11 róðrum.

16.-31. marz 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 391 lest í 59 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 121 lest í 14 róðrum. Heildaraflinn í marzlok varð 783 lestir í 103 róðrum, en var í fyrra 703 lestir í 85 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 273 lestir í 35 róðrum.

1.-16. apríl 1965. Héðan réru 4 bátar með net, aflinn á tímabilinu varð 483 lestir í 51 róðri. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Jóhann Þorkelsson með 143 lestir í 14 róðrum.

16.-30. apríl 1965. Af Bakkanum réru 4 bátar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 783 lestir í 44 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 243 lestir í 13 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 2.140 lestir í 198 róðrum, en var á fyrra ári 1.587 lestir í 168 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti báturinn í apríllok var Þorlákur helgi með 626 lestir í 58 róðrum.

Aflaskipið Þorlákur helgi1.-16. maí 1965. Vertíðarlok.  Frá Eyrarbakka réru 4 bátar með net. Aflinn á tímabilinu varð 87 lestir í 17 róðrum.  Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorsteinn  með 36 lestir í 7 róðrum. Heildaraflinn á vertíðinni var 2.237 lestir í 242 róðrum, en var í fyrra 1.620 lestir í 175 róðrum hjá 3 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni var Þorlákur helgi með 646 lestir í 63 róðrum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

20. maí - 30. júni 1965. Fjórir bátar stunduðu humarveiðar í júní og varð afli þeirra alls 51 lest, þar af 10,7 lestir slitinn humar.

júlí 1965. Héðan stunduðu 4 bátar humarveiðar í júlí og varð afli þeirra alls 81,7 lestir í 22 sjóferðum, þar af 18,2 lestir slitinn humar. Einn bátur var á dragnót og fékk 11,4 lestir í 9 sjóferðum. Gæftir voru ágætar og afli sæmilegur.

ágúst 1965. Héðan  stunduðu þrír bátar veiðar með humartroll og varð afli þeirra alls 24 lestir, þar af 1.9 lestir af slitnum humar. Einn bátur var á dragnót og var afli hans 12.6 lestir. Gæftir voru ágætar, en afli lélegur.

september 1965. Tveir bátar stunduðu veiðar, 1 með fiskitroll og  1 með dragnót. Afli þeirra var alls 8,5 lestir, þar af 6 lestir bolfiskur og 2,5 lestir flatfiskur. Gæftir voru góðar en afli sáralítill.

Brimið var oft til trafala að vetrarlagioktóber. Héðan stunduðu 3 bátar botnvörpuveiðar, en gæftir voru það óhagstæðar að aðeins voru farnir nokkrir róðrar og var afli mjög rýr, eða um 2-300 kg. í róðri.

nóvember 1965. Héðan stunduðu 2 bátar veiðar, en gæftir voru mjög slæmar. Farnar voru 2 sjóferðir með fiskitroll og var afli um 700 kg.

desember 1965. Engin útgerð var frá Eyrarbakka í desembermánuði.

01.08.2011 00:54

Aflabrögð 1966


Eyrarbakkahöfn 1968
1.-15. janúar 1966 Einn Bakkabátur fór til sjós 15. jan. og fékk 4 lestir.

16.-31. jan. 1966. Af Bakkanum reru 2 bátar með línu og varð afli þeirra 57 lestir í 14 róðrum. Aflahæsti báturinn mb. Kristján Guðmundsson, fékk 33 lestir í 7 róðrum. Gæftir voru slæmar.

16.-28. febrúar 1966. Héðan höfðu 3 bátar stundað veiðar, þar af 2 með línu, en 1 með net. Aflinn á tímabilinu var 11.4 lestir í 9 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 6 lestir í 4 sjóferðum. Gæftir voru afleitar.

1.-15. marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net og varð afli þeirra alls 251 lest í 44 sjóferðum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru: Kristján Guðmundsson með 82 lestir í 13 sjóf og Þorlákur helgi með 77 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru frekar stirðar.

mb. Kristján Guðmundsson16.-31.marz 1966. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með net á tímabilinu og varð afli þeirra 415 lestir í 55 sjóferðum.  Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Kristján Guðmundsson með 121 lest í 13 sjóferðum. Heildaraflinn í marzlok var 806 lestir í 132 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 783 lestir í 103 sjóferðum. Aflahæsti bátur í marzlok var Kristján Guðmundsson með 274 lestir í 37 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Hafnfirðingur þann 31/3, 21 lest. Gæftir voru sæmilegar.

1.-15. apríl 1966. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 506 lestir í 51 sjóferð. Mestan afla í róðri fékk Þorlákur helgi þann 7/4. 27 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 159 lestir í 12 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar.

16. - 30. apríl 1966. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra á tímabilinu 409 lestir í 61 sjóferð. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 93 lestir í 12 sjóferðum. Mestan afla í róðri fékk Kristján Guðmundsson þann 27/4., 19 lestir. Gæftir voru góðar. Heildarafli í apríllok var 1.718 lestir í 252 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári  2.140 lestir í 198 sjóferðum. Aflahæsti bátur í apríllok var Þorlákur helgi með 504 lestir í 68 sjóferðum.

Þorlákur helgi1.-15. maí 1966. Vertíðarlok.  Af Bakkanum stunduðu 4 bátar veiðar með net til 3.maí, og varð afli þeirra 25 lestir í 5 sjóferðum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1.743 lestir í 258 sjóferðum, en var á fyrra  ári 2.237 lestir í 242 sjóferðum hjá  4 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 513 lestir í 69 sjóferðum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

Í júní og júlí 1966 stunduðu 5 bátar veiðar á tímabilinu, þar af 4 með humartroll og  1 með dragnót. Aflinn á tímabilinu var alls 154.7 lestir, þar af 26.7 lestir í slitnum humar. Gæftir voru frekar stilrðar og langt að sækja.

HafrúnÍ ágúst  stunduðu 5 bátar veiðar af Bakkanum, þar af 2 með humartroll, 2 með fiskitroll og 1 með dragnót. Aflinn varð alls 99,7 lestir, þar af 3,7 lestir slitinn humar. Aflahæsti báturinn varð Hafrún með 40 lestir í fiskitroll. Gæftir voru góðar.

september 1966.  Héðan stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 1 með dragnót, 2 með fiskitroll og 1 með humartroll. Afli varð alls 21,3 lestir í 16 sjóferðum, þar af afli dragnótabátsins 9,5 lestir í 10 sjóferðum, afli trollbáta 10,5 lestir í 4 sjóferðum og afli humarbátsins 1278 kg í 2 sjóferðum, þar af slitinn humar 33 kg. Gæftir voru slæmar.

Í október  stunduðu 2 bátar veiðar héðan  með fiskitroll. Fjalar fékk 6 lestir í 3 sjóferðum og Þorlákur helgi fékk 6,2 lestir í 3 sjóferðum. Gæftir voru sæmilegar, en Bakkabátar fóru ekki fleiri sjóferðir vegna aflaleysis.


HafnargerðÍ nóvember  voru 2 bátar gerðir út á tímabilinu og fékk annar þeirra ca. 300 kg en hinn ekkert. Gæftir voru mjög slæmar.

desember 1966. héðan  var engin útgerð í desember.

Heimild: Ægir tímarit fiskif. Íslands.

30.07.2011 00:04

Aflabrögð 1967

1.-15. janúar. Á Eyrarbakka var enginn bátur gerður út þessa daga vegna brima og brælu.

16.-31. janúar 1967. Héðan stundaði 1 bátur veiðar. Fór hann 2 sjóferðir og aflinn varð 5 lestir á línu. Gæftir voru slæmar.

1.-15, febrúar 1967. Af Bakkanum voru 2 bátar gerðir út þessa daga,  Fjalar með 4,7 lestir í 2 sjóferðum og Hafrún með 1,4 lestir í 2 sjóferðum með dragnót. Gæftir voru afleitar.

Hafrún16.-28. febrúar 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og var afli þeirra 72 lestir í 26 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Hafrún með 23 lestir í 6 sjóferðum. Einnig fékk Hafrún mestan afla 27 lestir í róðri þann 28. Gæftir voru afleitar. Heildaraflinn í febrúarlok var 82 lestir í 32 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári 135 lestir í 40 sjóferðum hjá 3 bátum. Hæsti bátur í febrúarlok var Hafrún með 24 lestir í 8 sjóferðum.

1.-15. marz. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net fyrri hluta marzmánaðar og varð afli þeirra alls 279 lestir í 43 sjóferðum. Aflahæsti bátur varð Þorlákur helgi með 74 lestir í 9 sjóróðrum. Gæftir voru afleitar.

Fjalar16.-31. marz 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra 231 lest í 49 sjóferðum. Aflahæsti Bakkabátur á tímabilinu varð Fjalar með 57 lestir í 11 sjóferðum. Heildaraflinn í marzlok var 508 lestir í 93 sjóferðum, en var á sama tíma á fyrra ári  806 lestir í 132 sjóferðum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Þorlákur helgi með 149 lestir í 26 sjóferðum.

1.-15. apríl 1967. Frá Eyrarbakka stunduðu fimm bátar veiðar með net og varð afli þeirra alls 620 lestir i 61 sjóferð. Aflahæsti bátur á timabilinu varð "Kristján Guðmundsson" með 141 lest í 14 sjóferðum. Gæftir voru slæmar.

Kristján Guðmundsson16.-30. apríl 1967. Héðan réru 5 bátar með net þessa daga og varð afli þeirra á tímabilinu 492 lestir í 64 róðrum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Þorlákur helgi með 130 lestir í 14 róðrum. Heildaraflinn í apríllok var 1704 lestir í 224 róðrum, en var árið á undan 1718 lestir í 252 róðrum. Aflahæstu bátar í apríllok voru: Þorlákur helgi með 374 lestir í 49 róðrum og Kristján Guðm.s. með 366 lestir í 44 róðrum.

Þorlákur helgi1.-15. maí 1967. Vertíðarlok. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar með net og varð afli þeirra 165 lestir í 27 sjóferðum. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1870 lestir í 276 sjóferðum, en var á fyrra ári á sama tíma 1743 lestir í 258 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 430 lestir í 56 sjóferðum. Skipstjóri á Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

júní og júlí 1967. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með humartroll og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu varð alls 237.9 lestir, þar af sl. humar 9.9 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Kristján Guðmundsson með 86,6 lestir (botnvarpa og humartroll). Gæftir vorugóðar.

Kristján Guðmundssonágúst 1967. Héðan voru 5 bátar gerðir út, þar af 3 með humartroll og 2 með botnvörpu. Aflinn varð alls 114,9 lestir í 24 sjóferðum, þar af 4,9 lestir sl. humar. Aflahæsti bátur á tímabilinu varð m.b. Kristján Guðmundsson með 41 lest í 7 sjóferðum með botnvörpu. Gæftir voru allgóðar.

september 1967. Héðan voru 5 bátar gerðir út í september, þar af 3 með botnvörpu og 2 með humarvörpu. Aflinn varð alls 42,9 ]estir í 13 sjóferðum, þar af 1,4 lestir sl. humar. Hæsti bátur Fjalará tímabilinu varð m.b. Fjalar með 13,5 lestir, þar af 1 lest sl. humar í 2 sjóferðum. Gæftir voru frekar slæmar.

október 1967. Enginn bátur var gerður út héðan í októbermánuði, en heildaraflinn þar frá 1. janúar til 30. september var alls 2.265,7 lestir, þar af sl. humar 16,2 lestir.

nóvember 1967. Enginn bátur gerður út og  hafði þá enginn Bakkabátur farið á sjó síðan í september.

desember 1967. Héðan stundaði 1 bátur veiðar, m.b. Kristján Guðmundsson, og fór hann 2 sjóferðir með botnvörpu og varð aflinn 3,5 lestir. Gæftir voru afleitar. Heildaraflinn á Eyrarbakka frá 1. jan. til 31. des. var alls 2.269,2 lestir, þar af 16,2 lestir sl. humar.

28.07.2011 23:00

Aflabrögð 1968

janúar 1968. Frá Eyrarbakka stundaði 1 bátur veiðar í janúar með botnvörpu og varð afli hans 3,8 lestir í 2 sjóferðum. Gæftir voru afleitar.

Kristján Guðmundsson1.-15. febrúar 1968. Frá Eyrarbakka voru 3 bátar gerðir út á tímabilinu, þar af 2 með botnvörpu og 1 með línu. Aflinn varð alls 54 lestir í 23 sjóferðum, þar af afli togbáta 34 lestir í 15 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Kristján Guðmundsson með 21 lest í 9 sjóferðum með botnvörpu. Gæftir voru góðar.

1.-15. marz 1968. Þá stunduðu 5 bakkabátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn varð alls á tímabilinu 267 lestir í 31 sjóferð. Hæsti bátur á tímabilinu varð Þorlákur helgi með 135 lestir í 11 sjóferðum. Einnig fékk Þorlákur helgi mestan afla í róðri þann 4. marz 20 lestir í net.

Þorlákur helgi16.-31. marz 1968. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn á tímabilinu var 321 lest í 39 sjóferðum. Gæftir voru slæmar. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 109 lestir í 10 sjóferðum. Mest í róðri fékk Kristján Guðmundsson þ. 29. marz, 26 lestir. Heildaraflinn í marzlok var 675 lestir í 104 sjóferðum, en var á sama tíma í fyrra 508 lestir í 93 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur í marzlok var Þorlákur helgi með 243 lestir í 21 sjóferð, en hæsti bátur á sama tíma árið áður var með 149 lestir í 26 sjóferðum.

1.-15. apríl 1968. Af Bakkanum réru 4 bátar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn varð alls 479 lestir í 44 sjóferðum. Hæsti bátur var Þorlákur helgi með 181 lest í 12 sjóferðum. Gæftir voru góðar.

16.-30. apríl 1968. Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 557 lestir í 50 sjóferðum. Aflahæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 190 lestir í 14 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn í apríllok var 1.712 lestir í 198 sjóferðum, en 1967 á sama tíma 1704 lestir í 224 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur apríllok var Þorlákur helgi með 614 lestir í 47 sjóferðum, en hæsti bátur á sama tíma 1967 var með 374 lestir í 49 sjóferðum.

1.-15. maí, vertíðarlok 1968. Af Bakkanum stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 171 lest í 25 sjóferðum. Hæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 51 lest í 7 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á vertíðinni varð 1.883 lestir í 223 sjóferðum, en var á fyrra ári á sama tíma 1.870 lestir í 276 sjóferðum hjá 5 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 665 lestir í 54 sjóferðum. Skipstjóri á mb. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

16. maí-30. júní 1968. Héðan stunduðu 4 bátar humarveiðar, og var afli þeirra alls 90,8 lestir í 24 sjóferðum, þar af 4,3 lestir sl humar. Auk þessa var afli aðkomubáta 18 lestir á þessum tíma. Þorlákur helgi var aflahæstur á tímabilinu með 26,6 lestir í sjö sjóferðum.

Hrugnir síðar Jóhann Þorkellssonjúlí 1968. Héðan stunduðu 4 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra alls 89 lestir í 21 sjóferð, þar af var sl. humar 8 lestir. Aflahæsti bátur á tímabilinu var m.b. Hrungnir með 37 lestir í 5 sjóferðum. Gæftir voru góðar.

ágúst 1968. Héðan stunduðu 3 bátar veiðar með humarvörpu og var aflinn alls 44,3 Iestir í 21 sjóferð (þar af 4,5 lestir sl. humar). Aflahæsti bátur á tímabilinu var mb. Kristján Guðmundsson með 22,5 lestir í 7 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá áramótum til ágústloka var 2.107 lestir í 289 sjóferðum.

september 1968. Af Bakkanum voru 2 bátar gerðir út með humarvörpu og var afli þeirra alls 5 lestir í 4 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn frá áramótum til septemberloka var alls 2.112 lestir í 293 sjóferðum.

október 1968. Héðan var 1 bátur gerður út með humarvörpu á þessu tímabili og var aflinn 2,3 lestir í 4 sjóferðum. Heildaraflinn frá áramótum til októberloka var alls 2.114 lestir í 297 sjóferðum.

nóvember 1968. Frá Eyrarbakka var Þorlákur helgi eini báturinn, sem gerður var út á þessu tímabili og var afli hans 8,4 lestir í 8 sjóferðum (botnvarpa). Gæftir voru slæmar. Heildaraflinn frá 1. jan.- 30. nóv. var 2.122 lestir í 305 sjóferðum.

desember 1968. Þaðan var engin bátur gerður út í desember.

Heimild: Ægir, rit fiskifélags Íslands

27.07.2011 23:20

Aflabrögð 1969

Þorlákur helgifebrúar 1969. Frá Eyrarbakka stunduðu 4 bátar veiðar, þar af 3 með net og 1 með línu. Aflinn var alls á tímabilinu 145 lestir í 35 sjóferðum. Aflahæstu bátar á tímabilinu voru Þorlákur helgi með 54 lestir í 11 sjóferðum og Hrugnir með 54 lestir í 14 sjóferðum.
 

Þorlákur helgi16-30 apríl 1969. Héðan stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 621 lest í 56 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Hæsti bátaur á tímabilinu var Þorlákur Helgi með 233 lestir í 14. sjóferðum

1-15 maí 1969 við vertíðarlok. Frá Eyrarbakka stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með net og 1 með Þorlákur helgibotnvörpu. Aflinn var alls 217 lestir í 24 sjóferðum. Hæsti bátur á tímabilinu var Jóhann Þorkelsson með 73 lestir í 6 sjóferðum. Gæftir voru góðar. Heildaraflinn á vertíðinni varð 2.652 lestir í 274 sjóferðum, en var  árið á undan á sama tíma 1.883 lestir í 223 sjóferðum hjá 4 bátum. Aflahæsti bátur á vertíðinni varð Þorlákur helgi með 901 lest í 79 sjóferðum. Skipstjóri á mb. Þorláki helga var Sverrir Bjarnfinnsson.

Hafrún16.-31. maí 1969 á humarvertíð. Frá Eyrarbakka stundaði  1 bátur veiðar með humarvörpu, Hafrún NK, og var afli hennar 0,6 lestir í 1 sjóferð, þar af slægður  humar 0,3 lestir. Heildarafli Bakkabáta frá 1. jan. 2.653 lestir í 224 sjóferðum, þar af 0,3 lestir sl. humar.

Þorlákur helgiJúní 1969 á humarvertíð. Þá  stunduðu 5 bátar veiðar með humarvörpu og var afli þeirra alls 130 lestir í 33 sjóferðum, þar af sl. humar 14,5 lestir. Hæsti bátur á tímabilinu var Þorlákur helgi með 47 lestir í 7 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Heildaraflinn á Eyrarbakka 1. jan.-30. júní var alls 2.783 lestir í 257 sjóferðum, þar af sl. humar 14,8 lestir.

Kristján Guðmundssonsept. 1969. Þá stunduðu 5 bátar veiðar, þar af 4 með humartroll og 1 með botnvörpu. Aflinn var alls 61 lest í 15 sjóferðum, þar af 3,1 lest sl. humar. Gæftir voru slæmar. Hæsti bátur á tímabilinu var Kristján Guðmundsson með 17 lestir í 2 sjóferðum, þar af 0,9 lestir sl. humar. Heildaraflinn á Eyrarbakka var alls á tímabilinu 1. jan.-30. sept. 3.016 lestir, þar af sl. humar 38 lestir.

Hafrúnnóvember 1969. Þá stunduðu 4 bátar veiðar með línu og var afli þeirra alls 124 lestir í 57 sjóferðum. Gæftir voru stirðar. Hæsti bátur á tímabilinu var Hafrún með 38 lestir í 18 sjóferðum. Heildaraflinn á Eyrarbakka 1. jan.-30. nóv. var alls 3.140 lestir, þar af sl. humar 38 lestir.

Enginn bátur frá Eyrarbakka fór á sjó í desember 1969, en á árinu voru farnar alls 305 sjóferðir.

10.03.2011 00:47

Skipasmiðir

Fyrsta hafskipið sem smíðað var á Eyrarbakka svo vitað sé, var kaupskip smíðað árið 1338 og gekk það til Noregs það sama sumar. Ekki er vitað um önnur farmskip smíðuð á Eyrarbakka, þar til Brynjólfur biskup Sveinsson lét smíða stórt skip árið1652 á Bakkanum. Var það farmskip, 20 álnir um kjöl. Ormur Indriðason, (d.1661) sem kenndur var við Skúmstaði á Eyrarbakka var sagður skipasmiður og má leiða líkum að því að hann hafi komið að smíði þess ásamt Brynjólfi skipasmið á Rekstokki, Sveinbjarnarsonar, bónda á Skúmstöðum, en Brynjólfur var samtíða Ormi.

Klemenz Jónsson (1687-1746) frá Einarshöfn var formaður í Þorlákshöfn og umsjónarmaður með fiski biskups á Eyrarbakka. Hann var einnig sagður skipasmiður og hefur eflaust smíðað skip það er hann var formaður fyrir.


Tómas Þorsteinsson (1699-1754) frá Skúmstöðum var sagður skipasmiður.

Brandur Magnússon (1727-1821) í Roðgúl á Stokkseyri var hagleikssmiður á járn og tré og afar uppfyndingasamur. Hann var einnig rammur að afli svo af var látið. Hann smíðaði mörg skip, en sjálfur var hann formaður í 60 ár  á "Bæringi" er hann smíðaði með sínu sérstaka lagi og þótti það betra sjóskip en önnur á þeim tíma. (Stærð þess var 9.5 X 4,5 alin). Hann tók upp á því að járnslá árahlumma og stafn og var skip hans kallað "Járnnefur" upp frá því. Smíðahamar hans var tvískallaður og vóg 3 pund, en þennan hamar eignaðist Helgi Jónsson (1810-1867) á Ásgautsstöðum. Jón Snorrason (1764-1846) skipasmiður í Nesi, nam skipslagið af Brandi og hafði öll skip sín með "Brandslagi". Samtíða honum var Þorkell Jónsson (1766-1820) á Háeyri, en hann smíðaði mörg skip og sauminn sló hann sjálfur í smiðju sinni, enda jafn hagur á járn og tré.

Jón Gíslason frá Kalastöðum var skipasmiður en auk þess listasmiður á járn og kopar. Árið 1859 smíðaði hann skipið "Fortúna" úr viðjum kaupskipsins "Absalon" sem strandaði á Eyrarbakka 15. maí 1859 og átti Grímur bróðir hans þann bát. Um 1860 smíðaði hann áttróinn sexæring fyrir Guðmund Þorkellsson á Gamla-Hrauni. Hét sá bátur "Bifur" og var mjórri og í minna lagi en gerðist með sexæringa á þeim tíma. Báturinn þótti hinsvegar einstök gangstroka og léttur undir árum.

Stinn Guðmundsson SteinsbæSteinn Guðmundsson í Einarshöfn var skipasmiður góður. Skip hans voru með nýju lagi er kallaðist "Steinslag" og tóku öðrum skipum fram í brimsiglingu og voru vönduð og góð sjóskip. Fyrir það var hann heiðraður af konungi Christian IX. Þá hafði hann smíðað 138 skip með þessu nýja lagi, en í allt smíðaði Steinn 300 skip. Hann var það afkastamikill að hann gat smíðað eitt skip á 12 dögum. Á Sjóminjasafninu er eina eintakið sem eftir er af skipum Steins, en það er "Farsæll" sem Steinn smíðaði fyrir Pál hreppstjóra Grímssonar í Nesi, en þessu skipi var bjargað á elleftu stundu frá eyðileggingu af Sigurði Guðjónssyni á Litlu-Háeyri. "Farsæll" er seglbúið skip, en Steinn var fyrstur skipasmiða sunnanlands til að búa áraskip seglum. Skip hans þóttu happafleytur, en aðeins er vitað um eitt skip frá honum sem farist hefur.

Samtíða Steini Guðmundssyni var Jóhannes Árnason (1840-1923) á Stéttum. Skip hans voru einnig með hinu nýja "Steinslagi" en þau þóttu öruggari og viðtaksbetri á brimsundunum og svipurinn fallegur með skásett stefni. Meðal skipa hans var "Svanur" er áttu Gamla-Hraunsfeðgar. Síðasta skipið smíðaði hann árið 1916 og voru smiðslaun þá 70 kr fyrir Sunnlanskt áraskip, seglbúið með "Steinslagi"skipið.


Hallgrímur Jóhannesson (1851-1912) skipasmiður frá Borg í Hraunshvefi (Síðar Kalastöðum og brimvörður á Stokkseyri) tók einnig upp nýja skipslagið hans Steins, en Hallgrímur var einnig hagur járnsmiður og voru skautar hans annálaðir og eftirsóttir af skautaunnendum, en þeir voru ófáir í þá tíð.

Sigurjón Jóhannesson (1865-1946) á Gamla-Hrauni var meðal síðustu skipasmiða á skútuöld ásamt Einari syni sínum (1889-1948) frá Sunnuhvoli á Stokkseyri. Einar var hinsvegar með fyrstu vélbátasmiðum Sunnlendinga, en hann smíðaði vélbátinn "Björgvin" ásamt Jóhannesi bróður sínum og Þorkeli þorkellssyni á Gamla-Hrauni. Bát þennan gerðu þeir út frá Stokkseyri.

Heimildir: Saga Stokkseyrar,Saga Eyrarbakka, Austantórur.

20.02.2011 01:23

Att kappi við tímann

Einhverju sinni sem oftar lá Segskipið "Elbo Frederica" á höfninni á Eyrarbakka og beið þess að skipað væri út í það saltfisk sem lá þar tilbúinn til útskipunar, en brim og sjávargangur hafði hamlað því um daga að fiskurinn kæmist um borð í Elbo. Morgunn einn þegar menn komu til vinnu sinnar í bráðabítið, var Lefolii gamli þar fyrir og ræddi við verkstjórann, sem lét að því búnu það boð út ganga að svo væri um samið við verslunina, að farmurinn seldist mun hærra verði ef skipið væri fullfermt í síðasta lagi þennan dag og ef það kæmist út af höfninni egi síðar en næsta dag. Ef  þetta gengi ekki eftir myndu vátryggingargjöldin hækka til mikilla muna.

Lefolii gamli bað því alla að gera sitt svo að þetta mætti verða og hét hverjum manni 2 króna kauphækkun daginn þann, auk 10 króna verðhækkun á hvert skipspund fiskjar er þá væri komið í hús, hvort sem rúmaðist í skipi eða ekki. Það sem Lefolii gamli sagði gátu menn gengið að sem vísu, því sjaldan brá það við að hann efndi ekki gefin loforð. Komst þá hver fiskuggi um borð fyrir kl. 10 um kvöldið og skjöl öll og pappírar undirritaðir skömmu fyrir miðnætti. Elbo komst svo út fullhlaðið á morgunflóðinu þrátt fyrir nokkuð ókyrran sjó og kaupmaðurinn stóð við sitt.

Heimild. Austantórur 2

15.02.2011 00:53

Briggskipið "Anna"

Einarshöfn (Saga Eyrarbakka)Eitt hinna mörgu Bakkaskipa hét "Anna" og var í siglingum snemma á 19. öld. Skipstjóri þess hét Niels Mogensen. Það lagði af stað í sína síðustu ferð frá Kaupmannahöfn laugardaginn 22. apríl 1826. Skipið fékk landsýn eftir 26 daga í hafi, eða 18. maí. Skipið kemst svo inn á höfnina á Eyrarbakka 27. maí og lóðsinn tekur við stjórn þess og hafnar skipið. Daginn eftir er það fært til á höfninni og strengt með fjórum 10" aðaltogum milli út og landskerja.(Á skerjunum sinn hvoru megin lóns voru járnfestur sem Brandur gamli Magnússon smiður í Roðgúl hafði smíðað). Hinn 8. júní gerði hvassa sunnanátt og brim, en skipverjar höfðu þá farið í land um fjöruna, en 10 menn fóru aftur í skipið til að treysta festar fyrir háflæðið. Í brimsúginum sem á eftir fylgdi barst skipið mikið á og sleit af sér festar allar og braut það á skerjunum, en farmur allur bjargaðist nema saltið.

 
Þetta vandamál með festubúnaðinn hafði orsakað mörg samskonar óhöpp í gegnum tíðina, eins og hér hefur áður komið fram, en klár skipstjóri einn, Christiansen á skútunni "Anne Luise" kom með lausnina. Lét hann smíða sérstakt akkeri sem kallaðist "Sving" (Sveifluakkeri með segulnagla) sem sett voru í hafnarmiðju með öflugum keðjum eftir botninum og út í skerfesturnar sem áður var getið. Þannig gátu skipin nú hagað sér eftir vindi og öldu og tekið við ágjöfinni áfallalaust. Eftir þetta fækkaði óhöppum í höfninni varanlega. En því miður átti það fyrir Cristiansen að liggja, að fá vota gröf á Eyrarbakka. 22. september 1883 var "Anne Luise" að flytja saltfarm til Þorlákshafnar í nokkuð úfnum sjó. Gekk hann um  með hendur í vösum, þegar hnútur kom á skipið og hrökk hann við það útbyrðis. Í fátinu sem á eftir kom, gætti enginn að stefnu skipsins og hafnaði það inn í Skötubót.


En aftur að Önnu. Farmur hennar kann að vera merkileg heimild um innfluttar vörur svo ég læt það fylgja með:

 

Salt                300tn

 

Tjara                   6tn

 

Valborð         362stk

 
 

Steinkol           90tn

 

Rúgmjöl     200,5 tn

 

Furuborð       240stk

 
 

Járn                    5sp

 

Brennivín         30tn

 

Plankar 5"     126stk

 
 

Tré (bolir)      84 stk

 

Brauð               21tn

 

Girði               15stk

 
 

Munntóbak(skro)8pk

 

Lítil tunna

 

Kaffi         8 stampar

 
 

Hvítsykur 1 stampur

 

Steinsykur 2 kassar

   
 Heimild:  Saga Eyrarbakka  Austantórur 2  

12.02.2011 17:27

Ísafjarðarskipið

HafnarskeiðSlúpan "María" var á leið til Kaupmannahafnar haustið 1865, en skipið átti  Ásgeir Ásgeirsson kaupmaður á Ísafirði og var hann sjálfur við stjórnvölinn. Með honum var konan hans (Sigríður Jónsdóttir Sandholt)  og börnin þeirra 4 ásamt nokkrum hásetum. Er skipið var statt fyrir sunnan land missti það segl í slæmu veðri og rak inn á Bakkabugt. Ásgeir brá á það gamalkunna sjómannsráð að hella út lýsi úr þrem tunnum og lægja þannig sjóina. Rak skipið heilt upp á Hraunskeið og fólk bjargaðist.

Ásgeir var síðan mikill skipakóngur. Hann keypti fyrstur íslendinga gufuskip, er hét í höfiðið á honum sjálfum.

09.02.2011 22:34

Póstjaktin

Gufubátar á Einarshöfn um aldamótin 1900Póstjaktin "Sílden" átti að hafa viðkomu á Eyrarbakka í utnaferð sinni haustið 1781 til að taka kaupmann með heim (Cristian Hartmann). Í áhöfn skútunnar voru sex menn og skipstjóri þar  með talinn. Þegar skipið var komið í námunda þann 17. september var róið að skipinu á slúppunni (lítið róðraskip með skútulagi, er gat borið eitt mastur og segl) til að lóðsa hana inn á höfnina og voru þar 10 Eyrbekkingar undir árum. Brast þá á mikið veður og sjór varð ófær, en Eyrbekkingarnir komust þó um borð í jaktina og héldu þar kyrru fyrir. Brátt hvarf skútan í særokið og urðu afdrif hennar ekki ljós fyrr en 19. september er skútan fannst sundur moluð á Hafnarskeiði, hafði hún þá farið þar upp um nóttina og enginn komist lífs af.  Sagt er að sömu nótt hafi kaupmaðurinn tekið hastalega flogaveiki sem dró hann til dauða eftir nýárið.

Heimild: Saga Eyrarbakka

07.02.2011 22:16

Briggskipið "Anna et Christense"

Höfnin (Mynd: Saga Eyrarbakka)Briggskipið "Anna et Christense" var hlaðið Sunnlenskum varningi og klár til utanfarar þá er hún beið byrjar á höfninni á Eyrarbakka síðla sumars 1789. Þann 25. ágúst fór veður versnandi og síðar um daginn var kominn stormur af sunnan og síðan útsunnan með allmiklu brimi. Daginn eftir færðist brimið heldur í aukanna og gekk yfir skipið í miklum loftköstum, með þeim afleiðingum að ein landfesting slitnaði. Menn voru þá kallaðir úr landi og var allt gert sem mætti verða til bjargar verðmætum útflutningsvörum af skipinu. Þær tilraunir báru hinsvegar lítinn árangur vegna stöðugs sjógangs. Þann 27. fór skipsöfnin í land fyrir egin ráð, en síðar um daginn var aftur farið um borð og reint að bjarga varningi. Þær tilraunir runnu út um þúfur, þar sem enn var of mikill öldugangur.

Um kvöldið var aðeins ein taug eftir sem hélt skipinu við festar, en sjógangurinn hægðist nægjanlega til að hægt væri að hefja björgunaraðgerðir. Varningur var þá fluttar af skipinu af miklu kappi fram á nótt. Þá gerðist það kl. 2 um nóttina að skipið fór á hliðina og sökk, þar sem barlestin var orðin mjög óstöðug, enda var þá mestmegnið af varningnum komið á land. Ekki var hirt um að bera barlest í skipið, þar sem viðbúið þótti að það mundi slitna af festunni.


Farmur skipsinns: Selslýsi 7 tunnur. Þorskalýsi 3 tunnur. Tólg 10.186 pund (48 tunnur). Tólgarskyldir 32.798 pund. Prjónels: 240 pör sokkar. 1.450 pör vettlingar. 105 peysur. Ull: hvít 8.242 pund. mislit 3.211 pund. Seldist allt á uppboði á ca. 1/3 af kosnaði.             

Heimild. Saga Eyrarbakka.

 

Flettingar í dag: 1097
Gestir í dag: 326
Flettingar í gær: 713
Gestir í gær: 119
Samtals flettingar: 2650447
Samtals gestir: 301948
Tölur uppfærðar: 22.9.2020 22:31:53


Sjólag og horfur

 

                                                        Dregur smám sama úr brimi næstu daga
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

eftir

9 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit