Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

20 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


Flokkur: Dagbókin

29.01.2007 09:40

300 ár frá Stóru bólu.

Á þessu ári eru 300 ár síðan  stóra bóla barst til Eyrarbakka með farskipi sem kom með varning og farþega inn á Einarshöfn. Sóttin herjaði um allt Ísland og var mannskæð farsótt sem barst um land allt árið 1707.

 

220 ár frá því að einokun á verslun var aflétt.

 

110 ár eru liðin frá því að Eyrarbakkahreppur og Búnaðarfélag Eyrarbakkahrepps var stofnað.

 

90 ár eru síðan hinn þekkti kaupmaður Guðlaugur Pálsson hóf verslunarrekstur á Eyrarbakka.

 

80 ár frá því að Sæfari ÁR fórst á Bússusundi.

 

60 ár frá stofnun ræktunarsambands Eyrbyggja.

 

50 ár frá því að Eyrbekkingar eignuðust fyrsta slökkvibílinn.

 

30 ár frá Aðventuflóðinu svokallaða árið1977 þegar Eyrbekkingar og Stokkseyringar urðu fyrir stórtjóni af völdum sjávarflóða. Einnig eru 30 ár frá því að fyrsti og eini togari Eyrbekkinga og nágranabyggðalaga Bjarni Herjólfsson var vígður.

 

20 ár frá því að dvalarheimili aldraðra að Sólvöllum var tekið í notkun.

 

10 ár frá því að framkvæmdum lauk við hina nýju sjógarða.

28.01.2007 17:18

Íslands forni fjandi.

Þeir fréttir berast nú á netmiðlum að hafís fyllir nú Dýrafjörð á Vestfjörðum og nær hann langt inn fyrir Þingeyri og hamlar siglingum og sjósókn. Slíkt hefur ekki gerst svo lengi sem allra elstu menn muna á þessum slóðum. Þessu veldur öflug hæð suður af landinu sem orsakað hefur stöðugar suðvestanáttir að undanförnu.

 

Það er hinsvegar 313 ár síðan  eða árið 1694 sem fyrst er heimilda getið um svo mikinn hafís að hann náði inn á Eyrarbakka og suður fyrir Vestmannaeyjar og kom í veg fyrir að vorskipin kæmust með varning sinn til Eyrarbakka. Ekki var orðið skipafært inn á Einarshöfn fyrr en um Jónsmessu það ár og líklega hafa Íslendingar þá mátt þreyja Þorran og Góuna og gera sér súpu úr handritum og skinnskóm.

 

Tíðin.

Hér á Bakkanum hefur  tíðin verið mild, hiti frá 3-6 °C og hægar vestanáttir með þokusúld. Einungis stæðstu skaflar og snjóruðningar standa eftir hér og hvar og jörð virðist koma vel undan snjó.

 

Úr þorpinu.

Eyrbekkingar héldu sítt árlega þorrablót nú um helgina og ku hafa verið uppselt á þann vinsæla mannfögnuð nú sem endranær og þeir Skúmstæðingar sem héldu sig heima við máttu heyra óm af gleði og söng bergmála um hverfið. Væntanlega munu einhverjar fréttir af þessari Jöfragleði upplýsast á Eyrarbakki.is

08.01.2007 12:37

Halastjarna!

Dularfullt ljós á himni, hélt það væri háfleyg risaþota en þarna er á ferðinni halastjarnan  McNaught. Hægt er að sjá hana bjarta og skæra í suð austri snemma morguns. Það var ástralski stjörnufræðingurinn Robert McNaught sem uppgötvaði stjörnuna og er hún kennd við hann. Hann sá hana 7. ágúst í fyrra á mynd sem tekin var með stjörnusjónauka í Ástralíu. Þá var stjarnan of dauf til að sjást með berum augum, en síðan hefur braut hennar legið inn í sólkerfið og eftir því sem hún hefur nálgast sólina hefur hún orðið bjartari.

 

Elstu heimildir um halastjörnu er að finna í kínverskri bók frá 1057 f.Kr. Árið 66 e.Kr. skrifar sagnaritarinn Jósefus um halastjörnu sem hékk á himninum yfir Jerúsalem eins og glóandi sverð í heilt ár. Þúsund árum síðar, árið 1066, sáu normenn halastjörnu á himinum og töldu hana boða fall einhvers konungsdæmis.

 

Haldið þið nokkuð að bæjarstjórnin í Árborg sé  í fallhættu?

Í sögu jarðar kom oft fyrir að halastjörnur rákust á jörðina. Slíkir árekstrar léku stórt hlutverk í þróun jarðar, sér í lagi snemma í sögu hennar, fyrir milljörðum ára. Margir vísindamenn telja að vatnið á jörðinni og lífræn efnasambönd sem komu lífinu af stað hafi að hluta til komið frá halastjörnum. Þetta er ein helsta ástæðan fyrir því hve vísindamenn eru spenntir fyrir því að rannsaka halastjörnur. Af sömu ástæðu er líklegt að einhverskonar lífræn efnasambönd eða lífsform hafi tekið sér bólfestu á öðrum plánetum t.d. á Mars. Vísindamenn telja meira að segja að lífsform í míkró formi hafi þrifist á Mars fram til ársins 1976 þegar plánetan var heimsótt af  Víking farinu sem átti að finna jarðlíkar lífverur á Mars en gerðu ekki ráð fyrir að hugsanlega þrifist þar lífverur í míkró formi. Nú telja sumir vísindamenn eins og Dirk Schulze-Makuch prófisor við Washington State University að NASA hafi eitt öllu lífi á plánetuni Mars með því að senda þangað "Viking" geimfarið.


Nasa found life on Mars and killed it

 

21.12.2006 12:37

Flóð í beinni!

Ölfusá í hamÖlfusá er í miklum ham þessa stundina! mbl.is var í dag með vefmyndavél við Ölfusárbrú þar sem sjá mátti ána belgja sig út yfir árbakkann.

http://www.mbl.is/mm/frettir/frett.html?nid=1243009    Sjá myndir arborg.is
Nú er versnandi veður og gengur á með hvössum éljum í Flóanum.

 

 

21.12.2006 09:32

Þrumuveður.

Þrumuveður er nú úti með suðurströndinni og getur það hæglega borist inn á landið.

Annars hljóðar veðurspáin fyrir suðurland frá Veðurstofu Íslands svo: Vaxandi suðvestanátt og él, 18-23 m/s síðdegis. Kólnandi, hiti nálægt frostmarki í kvöld. Mun hægari og úrkomulítið á morgun, en allhvöss suðaustanátt með rigningu eða slyddu síðdegis.

Skilyrði til sjávarflóða með suðurströndinni eru að nokkru fyrir hendi en þar sem loftþrýstingur fer hækkandi síðar í dag, eru líkurnar á sjávarflóðum minkandi. Stórstreymt er og verður háflóð um kl. 19:00 í kvöld með öldu hæð á bilinu 10-13 metrar úti á rúmsjó.


Ölfusá flæðir yfir bakka sína við Nóatún á Selfossi og er enn í vexti.

http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

20.12.2006 12:46

Flóðahætta á Selfossi.

það hefur mikið rignt undanfarna daga og leysingar eru nú í hámarki, hitinn er 9°C sem er nánast eins og meðalhiti í júní mánuði. þetta veldur gífurlegum vatnavöxtum í ám á Suðurlandi og er Ölfusá að verða bakkafull við Selfoss og meiri vatnselgur á leiðinni ofan af hálendinu. liklegt er talið að Hvítá flæði við Hestfjall siðar í dag og ekki er útilokað að flætt geti við Brúnastaði.

 

Það getur aukið á vandann að nú er stórstreymt sem þýðir að Ölfusárós fyllist og getur það valdið vandræðum í Ölfusinu og á Óseyrarnesi en þar er að auki vaxandi brim og vindátt óhagstæð. Versnandi veður getur einnig valdið talsverðu sand og særoki á þeim slóðum.

 

Á morgun er spáð allt að 13 metra ölduhæð í Eyrarbakkabaug og er vissara að vera vel á verði gagnvart sjávarflóðum við Ölfusárósa, en háflóð er um kl 7:00 að morgni og 20:00 að kvöldi. Þetta sjólag mun heldur ekki hjálpa mönnum sem vinna við strandstað Wilson Muuga í Sandgerði.

 

http://www.almannavarnir.is/  http://www.logreglan.is/embaettin.asp?cat_id=38

12.12.2006 08:15

Brimskaflar


Margra metra háir brimskaflar rúlla í átt til lands eftir óveðrið um liðna helgi.

10.12.2006 15:46

þrumur og eldingar

Mikið eldingaveður er nú sunnanlands vestan við Eyrarbakka og bjartir blossar byrtast með fárra mínúta millibili með tilheyrandi þrumum. Vart er smávægilegra rafmagnstruflana, en ljós hafa blikkað samfara þrumuveðrinu.

08.12.2006 23:05

Meira brim

Búast má við miklu brimi á Bakkanum á sunnudaginn í kjölfar krapprar lægðar, en á hádegi þann dag  spáir siglingastofnun 8 metra ölduhæð úti fyrir Eyrarbakkabaug. Ekki eru miklar líkur á sjávarflóðum á Bakkanum í kjölfar lægðarinnar þar sem nokkuð er liðið frá stórstreymi en þó mun verða hátt í sjó vegna veðurs. Á síðdegisfóðinu á laugardag kl.21:00 verður sjávarhæðin um 2,80 metrar en rúmir 3 metrar á morgunflóðinu kl.10:00 á sunnudag samkv. tölvureiknum Siglingastofnunar, sem er mun minna en í venjulegu stórstreymi. (sjá töflu)   Vindur verður að SA 15-25 m/s eða Stormur, en jafnvel  hvassari út af Vestfjörðum en mesta úrkoman sunnan til. Veðurspáin á NFS í kvöld var hinsvegar meira ógnvekjandi fyrir suðurströndina en má ætla af tölvuspám.

23.11.2006 13:09

Stórveltu brim

Bylgiur og brim þessa heims veltast um og brotna á Bakkanum. Nú er upplagt að fara í fjöru, horfa og ekki síst hlusta á þessa jötna hafsinns.

29.08.2006 18:20

Höfuðdagur

Þennan dag á Heródes konungur að hafa látið eftir konu sinni Salóme að Jóhannes skírari skyldi hálshöggvinn. Hvað gerir maður svo sem ekki fyrir konuna sína??

 

Eitt ár er nú liðið frá því að fellibylurinn Katrina: lagði borgina New Orleans USA í rúst og varð 1350 manns að fjörtjóni. Mánuði síðar heimsótti fellibylurinn Ríta þá Orleansbúa sem eftir voru í ringulreiðinni eftir Katarínu.

 

Hjátrú segir að veður næstu þriggja vikna muni vera eins og á höfuðdegi. Svo er bara að sjá hvort það standist!

 

20.01.2006 08:31

Bóndadagur

Nú í ár ber mikinn merkisdag upp á 20. janúar, en þá hefst þorri. Þorri er gamalt íslenskt mánaðaheiti. Nú á dögum könnumst við við þetta heiti úr hugtökum eins og þorramatur og þorrablót. Þessi dagur kallast líka bóndadagur og einmitt þennan dag er líka mið vetur. Veturinn er s.s. hálfnaður.

Ýmsir merkisdagar /Námsgagnastofnun

Flettingar í dag: 2659
Gestir í dag: 395
Flettingar í gær: 1026
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 2618514
Samtals gestir: 292960
Tölur uppfærðar: 13.8.2020 23:35:10


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit