26.09.2008 11:03

Rigning,rigning,rigning.

Hundatíð.Ekkert lát er á rigningartíðinni og fólk er orðið hundleitt á veðurlaginu þessar vikurnar og víst að tíðarfarið leggst illa í sálina á fólki, svona til viðbótar við óhuggulegt efnahagsástandið. Dumbungur í lofti alla daga svo vart sést sólarglæta svo vikum skipti. þó má búast við smá sólarglætu snemma á laugardagsmorgun segja spárnar en aðeins litla stund því skjótt mun aftur draga fyrir og sama veðurlagið tekur við langt fram í næstu viku. Það sem verra er að með hverjum deginum sígur hitamælirinn nær og nær bláu tölunum þannig að um miðja vikuna gæti farið að grána í fjöllin. Já vetur konungur er að læðast að okkur með sinn hvíta her.emoticon

Flettingar í dag: 732
Gestir í dag: 7
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517940
Samtals gestir: 49440
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 01:45:08