Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

20 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


Flokkur: Dagbókin

06.04.2010 15:49

Skjálfti 3.6

Snarpur skjálfti í Eyjafjallajöklihttp://www.vedur.is/skjalftar-og-eldgos/jardskjalftar/myrdalsjokull/#view=map
Eyjafjallajökull í kröppum dansi
15:32:19 ML 3,6

Bullandi kvika þarna undir og mikil læti, bara tímaspursmál hvenær þetta bræðir sig upp styðstu leið að mínu mati. Þarf ekki að vera að það geri frekari boð á undan sér fremur en fyrri daginn.

05.04.2010 00:21

Þá fóru allir í sauna

Finnskt sauna frá fyrri tíð."Á Eyrarbakka hefir verið opnuð gufubaðstofa á vegum Ungmennafélagsins á staðnum". Svo hljóðandi fyrirsagnir mátti finna í víðlesnustu blöðum landsins árið 1940. Gufubaðstofa þessi var byggð haustið 1939 fast við samkomuhúsið Fjöni og var þetta baðhús einkum í tengslum við leikfimisalinn. Baðstofan var 22 fermetrar og innréttuð á þrem pöllum að hætti finnskra baðhúsa eða Sauna. Ofninn var einnig af finnskri gerð sem hitar grjót, sem vatni er síðan stökkt á. Þá var í húsinu aðstaða fyrir gæslumann. Baðhúsið var fjármagnað með styrkjum og samskotafé. Í forustu fyrir þessu framtaki voru að öðrum ólöstuðum, hinir drífandi ungu menn Vigfús Jónsson og Bergsteinn Sveinsson.

Þessi mynd er af ofninum og blásara, sem Haukur Magnússon í Reynisdal smíðaði úr strandjárni og var í baðstofunni í MýrdalViða tíðkuðust gufuböð á vegum ungmennafélaga í tengslum við héraðsskólanna þar sem aðgangur var að heitu vatni, svo sem á Laugarvatni, en sennilega var gufubaðstofan í Reynishverfi í  Mýrdal sú fyrsta hérlendis að finnskum hætti, eðaTeikning af gufubaðstofu UMFE a.m.k. til almenningsnota og naut hún mikilla vinsælda. Var sú baðstofa  tekin í notkun 1939, en ungmennafélagið Reynir stóð að gerð hennar og var hún byggð við barnaskóla sveitarinnar.

Hér má sjá uppdrátt af saunabaði UMFE sem var áfast samkomuhúsinu Fjölni.

27.03.2010 00:28

Fer Katla á kreik ?

Elstöðin á Fimmvörðuhálsi, Höfundur myndar Steinþór GíslasonKötlugosið 1625 mun vera það sem glöggar sagnir eru um, en af heimildum má ráða, að Katla hafi oft gosið áður eftir að land var numið. Fyrsta hlaupið niður Mýrdalssand eftir að land byggðist hefur trúlega orðið árið 1000. Sigurður Þórarinsson hefur i ritinu Jökli 1959 gert yfírlit yfir þau Kötlugos, sem sennilegt er að hafi orðið en tiltekur þó ekki gos árið 1000.
Fyrsta hlaupið, sem söguleg vissa er fyrir að farið hafi niður Mýrdalssand, mun hafa orðið laust fyrir árið 1179. Eitt þeirra Kötlugosa, sem óglögglegar heimildir eru um, er gos sem olli svonefndu "Sturluhlaupi" árið 1311. Um það segir m.a.: "að tók af alla byggðina, sem eftir var á Mýrdalssandi. Það svæði var kallað Lágeyjarhverfi". "Um vorið var farið að leita, þar sem bæirnir höfðu staðið, því að hlaupið hafði svo gersamlega sópað burtu bæjum, húsum, engjum og högum, mönnum og öllum fénaði, að það sást ekki að þar hefði nokkurntíma byggð verið, heldur aðeins eyðimörk, hulin sandi og vikri, marga faðma djúpt niður".


Kötlugosið 1918 er líklega eitt mesta eldgos, sem orðið hefir hér á landi síðan 1875. Laust eftir hádegi laugardaginn 12. okt. 1918 fundust snarpir jarðskjálftakippir í Mýrdal, og litlu síðar sást mökkur yfir Mýrdalsjökli. Var hann hvítleitur í fyrstu, en sortnaði síðan, og þótti mönnum þá augljóst, að Katla væri komin á stúfana. Um nónbil hljóp jökullinn. Kom vatnið fram í tveim stöðum: austast og vestast á sandinum. Vestara hlaupið braust fram milli Hafurseyjar og Höfðabrekkuafréttar, uns það skall á Selfjalli. Féll þá nokkur hluti þess yfir í farveg Múlakvíslar og eftir honum til sjávar, en meginfóðið ruddist suður sandinn, milli Selfjalls og Hafurseyjar, og á haf út beggja megin við Hjörleifshöfða. Náði það, að sögn, frá hæð þeirri á sandinum, sem Lambajökull nefnist, og vestur undir Múlakvísl, svo að þessi hluti hlaupsins hefir verið um 12 km. á breidd við fjörur frammi. Austara hlaupið féll fram úr jöklinum nálægt Sandfelli. Lagði það undir sig austanverðan sandinn og klofnaði í ýmsar kvíslar um öldur og fell. Nyrsta kvíslin féll í Hólmsá, fyllti gljúfur hennar og svipti burt brúnni, en aðalvatnið tók stefnu á Álftaverið, og féll sumt fram yfir það og út í Kúðafljót, einkum eftir farvegum Skálmar og Landbrotsár, en sumt rann beint út í sjó vesur af Álftaveri, og er talið, að það hafi náð vestur að svonefndu Dýralækjarskeri.


Sagan kennir okkur að gos í Kötlu koma jafnan eftir gos í Eyjafjallajökli. En hvort gosið á Fimmvörðuhálsi sé undantekning er alveg óvíst.

Heimild: Tíminn Sunnudagsblað , 5. tölublað 1969- Náttúrufræðingurinn 1-3 tbl 1934

14.03.2010 00:09

Þennan dag 1968

Fjalar ÁR 22
Á þessum degi: 14. mars 1968  Mb Fjalar ÁR 22 frá Eyrarbakka rak upp í fjöru eftir að vél bátsins bilaði. Engann mann sakaði enda gott veður þegar strandið varð. Gert var við bátinn í fjörunni og hann síðan sjósettur. Fjalar var 49 tonna eikarbátur. Eyrar hf gerðu bátinn út.

24.02.2010 23:21

Skírnarvatnið sótt í brunn á Eyrarbakka

Pálína og Sigurður sækja vatn í brunninn. (mynd morgunbl.1970)Þegar Árni Ricther ferjubóndi á hinni amerísku Washingtoneyju í Michiganvatni tók í notkun nýja ferju árið 1970 var skírnarvatnið sótt í gamlann brunninn við Nýjabæ á Eyrarbakka. Ferjan fékk svo nafn með rentu, nefnilega Eyrarbakki(mynd). Það voru þau Sigurður Magnússon frá Loftleiðum og Pálína Pálsdóttir í Hraungerði sem sáu um að sækja vatnið í brunninn góða, en sú sem fékk þann heiður að skíra ferjuna þessu góða nafni var fyrsta barnið sem fæddist á eyjunni "Amma Geirþrúður" fædd 1874. Árni ferjubóndi á ættir að rekja til Eyrarbakka, en saga íslendingabyggðarinnar á Washingtoneyju hófst á Eyrarbakka um 1865.

Vesturfarar

Heimild: Morgunbl.149/167 tbl 1970, Washington Island Ferry Line. http://www.boatinfoworld.com/registration.asp?vn=205842 http://www.inl.is/eggjaskur.htm
 
Þennan dag: 1980 Eldingaveður og stórhagl (0,7mmØ)

13.01.2010 21:30

Glettur

Sveinn silkivefari átti heima á Eyrarbakka. Ekki var hann í tölu ríkismanna, en var öðrum mönnum fremri við vefstólínn. Sveinn tók til sín stúlku úr átthögum sínum, Hvolhreppi í Rangárvallasýslu, og leið ekki á löngu, áður en hann hafði gert henni barn. Hreppsnefndinni leist ekki á þetta háttalag, og gerði hún silkivefaranum heimsókn. Sveinn vissi upp á sig skömmina og þótist þurfa að bera í bætifláka fyrir sig og stúlkuna:

"Fyrst lét ég hana sofa í beddanum", sagði hann, "og henni leiddist það, vesalingum. Þá lét ég hana sofa hælfætis, en þar kunni hún ekki við sig. Þá lét ég hana sofa uppi í til en þá gat ég ekki að mér gert."

Heimild: Tíminn 1.tbl 1964

Þennan dag:1975 Aftaka veður.

12.01.2010 22:18

Glettur

Furðulaxinn í ÖlfusárósiMagnús Magnússon í Laufási veiddi sumarið 1963 furðulax í net sitt í Ölfusárósum. Laxinn var hængur og vóg 1250 gr. og var 40 cm. á lengd. Furðulaxinn var sendur veiðimálastofnun til ransóknar. Mönnu þótti það einkennilegt að fiskurinn hafði laxa haus og laxa sporð, en búkurinn væri annarar tegundar.

[Líklega var Gulllax hér á ferð]

Á þessum degi: 1913 Lognflóðið. Sjógarðar brotna.

11.01.2010 22:54

Glettur

Einar Ingimundarson umboðsmaður í Kaldaðarnesi var nokkuð vínhneigður og þótti fullhressilegur í tali, þegar hann var ölvaður. Lét hann þá stundum meira yfir sínu en efni stóðu til. Eitt sinn var Einar í Eyrarbakkabúð um miðsumarleyti og vildi fá vöru í reikning sinn, en Nielsen verslunarstjóri færðist undan og bar því við að uppgjör stæði fyrir dyrum.

Þá mælti Einar: "Ég er umboðsmaður og hef yfir mönnum að segja, og þegar ég býð einum að fara, þá fer hann, og öðrum að koma, þá kemur hann, og ef ég fæ hér ekki það, sem ég þarf, sleppi ég af ykkur hendinni. Þið getið farið á hausinn fyrir mér, og réttast væri, að ég ræki fimmtíu naut suður á morgun".

Þennan dag: 1993 Ófært í þorpinu vegna snjóa.

10.01.2010 21:47

Glettur

Ari í Stöðlakoti á Eyrarbakka hlýddi eitt sinn á, er menn ræddu um kvensemi. Vildi hann leggja orð í belg og segir: "Ja, kvenskur er ég, en kvenskari er þó konan mín" emoticon

Jón Magnússon átti heima í Mundakoti á Eyrarbakka. Bústýra hans hét Guðbjörg Jónsdóttir. Jón sló ekki hendinni á móti áfengi, en Guðbjörgu var mjög á móti skapi, að hann drykki.  Svo var það á páskadagsmorgun, að Jón fékk sér allríflega hressingu og  var hann alldrukkinn orðinn þegar um hádegi. Sló þá í brýnu með þeim Guðbjörgu. Eftir nokkurt hnotabit mælti Jón: "Það er ekki annað eins drægsli á  hnettinum og þú". Guðbjörg svaraði: "Þú útvaldir þér þó þessa faldaeyju".emoticon

Þennan dag:  1967 flæddi inn úr sjógarðshliðum í stórveltubrimi. 2000 Ofsaveður og stórsjór gekk á land. Miklir sjávarskaðar á Stokkseyri og Grindavík.  

09.01.2010 14:18

Hlýindi

Ísrek og brim á BakkanumSamfelldum frostakafla frá því fyrir jól er nú lokið og kominn 6 stiga hiti með suðlægum áttum og súld. Jörð er nú alauð og brimið svarrar útifyrir. Kuldaboli leikur hinsvegar enn um norðurlönd og var t.d. -40,5°C í norður Noregi á dögunum og hefur aldrei áður mælst þvílíkt frost á þeim slóðum.

Mesti hiti sem mælst hefur á Eyrarbakka á þessum degi var 7,8°C 1973. Hlýjasti janúardagur var þann 12. 1985 þegar mældist 8,5°C.

Á þessum degi: 1799 Aldamótaflóðið mikla eða Básendaflóðið svokallaða. 1990 Stormflóðið, en þá gekk mikill sjór inn á suðurströndina í kjölfar ofsaveðurs sem þá gekk yfir landið og urðu þorpin Eyrarbakki og Stokkseyri verst úti í þessum hamförum veðurofsans þegar ein dýpsta lægð sem mælst hefur á síðustu áratugum rann upp að suðurströndinni. Þá má geta þess að á háflóði 10 janúar árið 2000 gekk mikið sjóveður yfir á Eyrarbakka og Stokkseyri.

06.01.2010 23:00

Vesturfarar

Myndin er búin til.Í kreppum fyrri tíma héldu margir íslendingar út í atvinnuleit rétt eins og um þessar mundir.

Saga Íslendingabyggðarinnar á Washingtoneyju í Michigan vatni USA  hófst á Eyrarbakka um 1865. Þá er á Eyrarbakka kaupmaðurinn Guðmundur Thorgrímsen og í þjónustu hans dani nokkur, William Wickman að nafni. Guðmundur studdi Wickman til ferðar vestur um haf til að kynnast landkostum. Wickman fer til Wisconsin og af einhverjum ókunnum ástæðum lendir hann á Washingtoneyju. Þar bjuggu þá aðallega Indíánar og nokkrar danskar og norskar fjölskyldur.

Mikil fiskveiði var þá í Michiganvatni og mun Wickman hafa skrifað um það heim til Eyrarbakka. Aldrei sneri hann aftur til íslands en ílentist á Washingtotieyju og bjó þar til dauðadags.

Árið 1870 flytjast svo fjórir einhleypingar frá Eyrarbakka til Washingtoneyjar og næstu ár þar á eftir er straumur íslendinga um Milwaukee til eyjarinnar m.a.14 frá Eyrarbakka 1872. Svo margir íslendingar fluttust á þessar slóðir á þeim árum að  níu árum eftir að Wickman fór vestur um haf, héldu íslendingar samkomu í Milwaukee til að fagna 1000 ára afmæli íslandsbyggðar árið 1874 og voru þar saman komnir um 200 manns.

Meðal þeirra Eyrbekkinga sem fóru til Washingtoneyju voru Teitur Teitsson, hafnsögumaður og faðir hans Teitur Helgason, Ólafur Hannesson, sonur Hannesar Sigurðssonar og konu hans Guðrúnar Jónsdóttur á Litlu-háeyri. Björn Verharðsson, Sigurður Sigurðsson, Magnús Jónsson, Bárður Nikulásson og Þorgeir Einarsson.

Heimild: http://www.vesturfarinn.is/iwashisl.html Þjóðviljinn 219.tbl.1961

Þennan dag: 1966 komu hingað 20 færeyingar til að manna Bakkabátana.

11.12.2009 23:35

Dægurmet slegið

Í dag komst hitinn í 9,3°C og sló út 8,4°metinu frá 1978 fyrir þennan dag. Þessi dagur hefur hinsvegar orðið kaldastur -17,2° árið 1969 en kaldasti desemberdagur var sá 13. 1964 með -19,8°C.
 Þennann dag 1999 kom mesti snjór sem þá hafði sést í áratugi. En snjóþungt var einnig um þetta leiti árið 1972.

Í dag hefur verið hvasst, rigningasamt og allmikið brim.

09.12.2009 23:16

þrjátíu ár frá endurvígslu Eyrarbakkakirkju

Hin 123 ára Eyrarbakkakirkja eftir endurbæturþennan dag 1979 var Eyrarbakkakirkja endurvígð eftir gagngerar endurbætur. Kirkjan var upphaflega vígð í desember 1890 eða fyrir 119 árum. Hún var teiknuð af Jóhanni Fr. Jónssyni og hófst bygging hennar árið 1886 og var yfirsmiður hennar Jón Þórhallson snikkari.( Jón sigldi síðan vestur um haf.) Bygging Eyrarbakkakirkju var að mestu kostuð af gjafafé og samskotum. Áður höfðu Eyrbekkingar átt sókn í Stokkseyrarkirkju.

Í dag var talsvert brim á Bakkanum. Dagsmet 7.7 °C frá 1987 var jafnað í nótt leið.

01.12.2009 12:02

Skafrenningur

SkafrenningurNokkurn skafrenning gerði í þorpinu í nótt og voru flestar götur orðnar þungfærar í morgunsárið. Búast má við áframhaldandi skafrenningi fram eftir morgundeginum og líklegt að heldur bæti í, meðan einhver snjór er eftir á mýrunum.

Á þessum degi 1993  var U.M.F.E. endurreist.

28.11.2009 00:21

Frost í sólarhring

Síðasti sólahringur var sá fyrsti í vetur með samfeldu frosti í 24 tíma. Mesta frost í nóvember var þann 26. árið 1978 -17.9°C. Þennan dag 1965 var óvenju mikill snjór og ófærð í þorpinu.
Flettingar í dag: 2659
Gestir í dag: 395
Flettingar í gær: 1026
Gestir í gær: 316
Samtals flettingar: 2618514
Samtals gestir: 292960
Tölur uppfærðar: 13.8.2020 23:35:10


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit