Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

20 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


Flokkur: Dagbókin

04.03.2012 00:24

Ferskfisk-flutningurinn

Notaðir voru 2-3 tonna vörubílarEinu sinni sem oftar var talsvert atvinnuleysi á Eyrarbakka  vegna fiskleysis, en 30 manns störfuðu jafnan við fiskvinslu í frystihúsinu á fyrstu árum þess. Til að bregðast við vandanum tóku Eyrbekkingar upp á því haustið 1954 að kaupa togarafisk úr Reykjavík og fluttu hann austur yfir Hellisheiði til vinnslu í frystihúsinu á Eyrarbakka. Að öllum líkindum var þetta í fyrsta sinn sem flutningar á ferskum fiski fór fram á þjóðvegi  milli landshluta. Til flutninganna voru notaðir 2-3 tonna vörubifreiðar. Ekki máttu Eyrbekkingar  alfarið sjá um þessa flutninga, þar sem bifreiðastjórafélagið "Þróttur" í Reykjavík kom í veg fyrir það. Var það því að samkomulagi að flutningunum yrði skipt jafnt á bifreiðastjóra frá Eyrarbakka og Reykjavík og var venjulega flutt 15-20 tonn í einu. Ekki höfðu Eyrbekkingar þó stöðuga atvinnu af þessu fyrirtæki, þar sem togarafiskurinn fékkst ekki keyptur, nema þegar þannig stóð á að fiskvinnslur í Reykjavík hefðu ekki undan að vinna afla sem barst á land. Flutningarnir þóttu þó það kosnaðarsamir að vinnslan gerði ekki meira en að standa undir sér. Síðarmeir var ekki óalgengt að fiskur væri sóttur suður til Hafnafjarðar og lengri leiðir til vinnslu á Eyrarbakka.

Heimild: Morgunblaðið 19.02.1954

21.02.2012 23:15

Egill og klaufjárnið

Teiknimyndin sem byrtist í "Speglinum" 1950 sýnir Egil Thorarinsen kaupfélagsstjóra í Sigtúnum munda kúbeinið að einu af mestu fornminjum Íslandssögunnar, þ,e, "Vesturbúðunum". Heimamenn háðu harða baráttu  fyrir verndun húsanna og leituðu m.a. til Kristjáns Eldjárns þáverandi þjóðminjavaðrar og hétu á hann til liðveislu. En allt kom fyrir ekki, svo bardagalokin milli Eldjárns og klaufjárns urðu á þann veg, að kaupfélagsvaldið hafði sitt fram. Íslendingar stóðu fátækari eftir en nokkru sinni, síðan handritin voru rituð, hvað varðar sögu og menningu þjóðarinnar þegar Vesturbúðirnar hurfu af þessum forna verslunarstað fyrir fullt og allt.

18.02.2012 23:37

Undir árum

"Þuríður Einarsdóttir hét á Strandakirkju. Hún var mörg ár formaður í brimhöfnum (á Eyrarbakka, Stokkseyri og Þorlákshöfn) á stórskipum og bát, þar til hún var fult sextug; fiskaði bæði og fórst vel".
-----------------
Bjarni bóndi Jónsson í Garðbæ á Eyrarbakka gaf Strandakirkju 1813 hökul "saminn af list" "með silfurskildi" og á letrað: "haf i minni á krossi Krist".

-----------------
Þeir frændur Sigurður Ísleifsson trésmiður á Eyrarbakka og Þorleifur  á Garði Guðmundsson Ísleifssonar á Háeyri áttu saman mótorbátinn "Höfrungur" sem gerður var út frá Þorlákshöfn 1914 og var þá nýr, en veigalítll súðbyrtur með trekvartommu furuborðum. Í óveðri sem gekk yfir aðfararnótt 27. ágúst 1914 sökk vélbáturinn, en 30 ára gamall feyskinn uppskipunarbátur frá Vesturbúð sem hafði verið festur við mótorbátinn hélst á floti. Daginn eftir skaut "Höfrungi" upp úr kafinu en þá var vélin gengin úr bátnum. (Þorleifur Guðmundsson var þingmaður Árnesinga um skeið fyrir Framsóknarflokkinn.)
--------------------------

Engjavegurinn varð bílfær 1928 fyrir tilstilli Bjarna Eggertsssonar.

--------------------------
Flugvélaplágan 1944 "Við höfum átt því að venjast um alllangt skeið, að ungir flugvélaglannar leiki sér hérna yfir þorpinu í silfurfuglum sínum og eru þeir svo nærgöngulir að þeir strjúkast við húsaþökin eða yfir höfðum okkar, þar sem við erum að vinna í görðum og á túnum., Hér er bersýnilega um algeran leik að ræða hjá hinum ungu flugmönnum en enga nauðsyn og skiljum við ekki í öðru en að herstjórnin myndi banna þetta ef hún vissi um þetta gráa gaman flugmannanna." < "Við hérna þökkum þér fyrir bréfið um daginn um flugvélapláguna. En því miður hefur þetta ekki borið árangur. Flugvélarnar hendast hérna fram og aftur yfir reykháfunum og stríða okkur og egna ,til reiði eftir öllum kúnstarinnar reglum. Það virðíst sannarlega svo að það þurfi önnur og bitmeiri vopn en penna til að kenna þessum herrum."

---------------
Eyrbekkingurinn, Tómas Vigfússon, formaður fyrir verslunarstjóra P. Nielsen, dró þorsk á vertíðinni 1907, sem vóg 72 pund óslægður (144 kg.). Hausinn var 12 '/2 pnd., hrognin 9 pd., lifrin 5,'/2 pd. og fiskurinnflattur og dálklaus 37 pd
----------------
Lomber, "9 matadora" í laufi, keypti fyrv. verslunarstjóri P. Nielsen eitt kvöld (7.des.1923). Var það í sjötta sinn síðan í ársbyrjun 1912, að slíkt fyrirbrigði kom fyrir við hans spilaborð, og í annað sinn, sem hann fékk þá sjálfur. Á undangengnum 12 árum mun hann hafa spilað nálægt 160000 spil.
---------------- 

08.12.2011 21:57

Lyfjabúðin auglýsir

Eyrarbakka apotek
Um 1930 rak Lárus Böðvarsson apotekið á Eyrarbakka, en áratug  áður, 1919 var stofnuð fyrsta  lyfjabúðin á Eyrarbakka sem þjónaði sunnlendingum nær og fjær um árabil. Lyfsalinn K.C. Petersen var danskur og hafði áður verið við Apotek Reykjavíkur um nokkur ár, þar til hann flutti á Bakkann. Keypti hann Þá gömlu Heklu húsin, (Kf.Hekla)og lét breyta þeim að innan samkvæmt nýjustu týsku þess tíma. Árið 1928 varð lyfjaverslunin gjaldþrota og var henni þá lokað að kröfu erlends lánadrottins. Meðal þess sem var til sölu í lyfjabúðinni á Eyrarbakka var: Gerpúlver í bréfum og lausri vígt. Eggjaduft, sem var á við 6 egg. Sitrondropa. Vanilledropa. Möndludropa. Krydd allskonar í bréfum og Sodapulver.

Lyfjavörur: Álún. Borax. Kolodinm. Glycerin. Heftiplástur. Flugnalím. Magnesia. Kamillute. Kúrneti. Einiber. Vaselin o. fl. Meltingar- og styrkjaudi lyf: Barnamél. Agernkacao. Maltsaft, Lýsi. Hunang o. fl.
Sóttvarnarlyf: Klórkaik. Kreolin. Lysol. Blývatn. o. fl. - ilástalyf: Lakríslíkjör. Mentholtöblur. Montreuxpastillur. Terpinoltablettur. Sen Sen.
Tyggegumi o. fl.
Hreinlætisvörur: Tannpasta. Coldcream. Varasmyrsl. Kolodonia. Arnickiglycarín. Hárspiritus. Eau de Cologne. Frönsk ilmvötn. Handsápur o. fl.
Hjúkrunarvörur: Gumiléreft, Bómull. Sjúkrabindi. Kviðslitsbindi. Skolunaráhöld. Hitamælar. Greiður. Svampar. Sprautur. Tannburstar o. fl.
Tekniskar vörur: Brennisteinssýra. Saltsýra. Salmiakspirítus. Brennisteinn. Talcum. Viðarkvoða. Schellak. Krít. Gips. Linolía. Bæs. Terpentínolia. Suðuspiritus o. fl. - Sadol, aesti pólitúr á húsgögn,- hljóðfæri, ramma o. þ. h.
Ratín: Besta rottueitur; drepur aðeins rottur og mýs.
Einnig: Suðufsúkkulaði. Átsúkkulaði. Konfect. Brjóstsykur. Piparmintur. Af af bestu tegund. Lit í pökkum til ½ °og 1 punds. - Málningarvörur allskonar. Pensla af öllum stærðum. Niðursoðið, svo sem: Leverpostej. Kjötbollur. Fiskibollur. Soya. o. fl. Skósvertu. Fitusvertu. Ofnsvertu. Fægiefni. Bláma. - Flugnanet. Kraftskurepuiver o. fl. o, fl. Munntóbak. Vindlar. Cigarettur og Reyktóbak.

Heimild: Þjóðólfur 03.11.1919/ Skinfaxi 21.arg.1930 /Árb. HSK 4.arg.1929 <Timarit.is

04.10.2011 21:39

Horfinn tími, Eyrarbakki 1972

Einarshafnarhverfi
Bifreiðaverkstæðið
Þessar myndir verða ekki teknar aftur, en þær segja sögu horfins tíma á Bakkanum. Myndirnar tók Stefán Nikulásson 1972 fyrir Tímann. (Stefán var blaðaljósmyndari, fæddur í Vestmannaeyjum 1915).

21.01.2011 00:15

Kirkjan fyrir 120 árum

 Eyrarbakkakirkja skömmu fyrir aldamótin 1900
Eyrarbakkakirkja 1890Kirkjan á Eyrarbakka var byggð 1890 og eru þessar myndir frá þeim tíma. Hún var því 120 ára í desember sl. Járnblómið komið á turnspýrunna. Í bakgrunni er Vesturbúðin og barnaskólinn, bakaríið og nokkur bæjarhús, (líklega hjáleigur frá Skúmstöðum) Búðarstígur óbyggður enn. Neðri myndin sýnir lestarhesta með heyfeng ofan af engjum við kirkjuna sem er með vinnupall umhverfis turninn í byggingu.

 • Vesturbúðirnar Kirkjan Endurbætur á kirkjunni
 • Heimild: Saga Eyrarbakka.
 • 21.12.2010 00:52

  "Landaflugur" af fiski

  Það dró heldur betur til tíðinda á Bakkanum í byrjun mars 1950. Þann 1. og 2. mars hafði verið foráttubrim á Eyrarbakka með strekkings sunnanátt. Urðu menn þess þá varir að fisk var farið að reka í talsverðu magni á fjörurnar. Þegar farið var að gefa þessum reka frekari gætur kom það í ljós að lygnan inn af brimgarðinum var vaðandi í fiski sem óð lifandi á land og menn gogguðu hann hreinlega í fjöruborðinu. "Öfluðu" menn nálega  200 rígaþorska án þess að setja út bát eða veiðarfæri. Bakkamenn kölluðu þetta "landaflugur" og sennilegast þótti að fiskitorfan hafi verið á eftir síli sem skolaði inn fyrir brimgarðinn. Ekki er vitað til þess að sambærilegt atvik hafi orðið síðan.

  04.12.2010 22:46

  Leikfélagið á Eyrarbakka

  Úr Manni og Konu, Guðrún, Sigurveig og Kjartan.Leikfélag var stofnað formlega á Eyrarbakka 1943. Þetta var áhugamannaleikhús með 9 leikurum, 5 körlum og 4 konum. Meðal leikara og vildarvina Leikfélagsins voru Guðrún Bjarnfinnsdóttir, Kjartan Ólafsson, Sigurveig Þórarinsdóttir, Guðmundur Þorvaldsson, Helga Guðjónsdóttir, Kristján Guðmundsson og Lárus Andersen. Félagið var mjög virkt fram á 6. áratug síðustu aldar.

  Með vinsælustu sýningum félagsins var "Lénharður fógeti" eftir Einar H Kvaran og undir leikstjórn Ævars Kvaran. Aðstaða  leikfélagsins var í samkomuhúsinu "Fjölni" á Eyrarbakka. Leiklist ýmiskonar var þó stunduð á Bakkanum löngu fyrr eða frá 1880.
  sr. Þorvarður Þorvarðsson síðar prófastur í Vík, dvaldi á Eyrarbakka um eða fyrir 1890 og stóð þá að sjónleikjahaldi á Bakkanum og samdi sjálfur leikrit.

  22.11.2010 01:37

  Ýlir eða Frermánuður

  gamalt jólakort (1927)Annar mánuður vetrar heitir Ýlir (um tíma nefndur Ýlir hinn fyrri) og hefst alltaf á mánudegi. er talið af sumum að nafnið sé dregið af gotneska orðinu "Jiuleis", sem er skylt orðinu" jól" eða Jólmánuður sem endar á "höggunótt" þ,e, aðfararnótt "Þorra". Þannig að 2 og 3 mánuður vetrar hafa um tíma borið sama nafn og er sá ruglingur líklega til orðin vegna tilfærslu jólanna eftir krisnitöku. Í Heiðni heitir 3. mánuður vetrar "Ýlir" (um tíma Ýlir hinn síðari) og endar á höggunótt en einnig nefndur "Mörsugur". Í Eddu heitir 2. mánuður vetrar "Frermánuður" þ.e. frostmánuður.

  Heimild Reykjavík 9.árg.1908/Ingólfur 7.tbl 1909/Wikipedia

  12.10.2010 23:50

  Blómstrandi Oktober

  Garðasól
  Þessi Garðasól kærir sig kollótta um almanakið.

  þetta blóm reynir að ná upp til síðustu sólargeisla dagsins.

  Snjóberjaplantan gefur hinum ekkert eftir og býst ekki við snjóum í bráð.

  29.08.2010 23:48

  Uppskeran með besta móti

  Ingibjörg Jónsdóttir kaupmannsfú með nýuppteknar kartöflurKartöflu uppskeran er með besta móti í ár, enda hefur tíðarfarið verið með ágætum í sumar til hverskonar ræktunar og ekki er ósennilegt að aska frá Eyjafjallajökkli hafi auk þess bætt jarðveginn hér sunnanlands. Þó ekki sé lengur stunduð jafn stórtæk kartöflurækt og áður fyrr, þá eru enn ræktaðar kartöflur víða í görðum hér á Bakkanum og þykir mikil búbót af því. Saga kartöflunar á Eyrarbakka er líklega orðin 166 ára gömul, en það var Hafliði Guðmundsson, einn Kambránsmanna sem sat af sér dóm á Brimarhólmi og kom hann að utan með kartöflur í farteskinu árið 1844 og hóf að rækta þær í garði sínum á Eyrarbakka eftir heimkomuna. Nefdist sá garður "Hafliðagarður" Sagt er að refsifangar á Brimarhólmi hafi ekki fengið annað að éta en kartöflur, en þær þykja nú sjálfsagðar í hvert mál. Það var svo í kreppu millistríðsáranna sem stórtæk karöfluræktun hófst á Eyrarbakka og ekki síst fyrir tilstuðlan Bjarna Eggertssonar búfræðings.

  Best er að geyma kartöflur á þurrum og dimmum stað, því þær þola illa dagsbirtu eða sterkt rafljós. Kartöflur þurfa góða öndun, þannig að forðast ætti að geima kartöflur í plasti eða lokuðum ílátum. kartöflur þola ekki að frjósa, en ekki er heldur gott að hafa þær í miklum hita, því þá er þeim hætt við að ofþorna. Hiti á bilinu 5-10° er ágætur geimsluhiti.

  26.07.2010 10:14

  Tundurdufl gert óvirkt á Eyrarbakka

  Tundurduflið á EyrarbakkaÍ sunnanátt og nokkru hafróti að kvöldi hins 29. oktober 1946 rak tundurdufl upp í fjöru inni í kauptúninu á Eyrarbakka, og var mkil vá fyrir dyrum af þessum ástæðum. En um kvöldið á fyrstu fjöru, sem duflið kenndi grunns, kom á vettvang kunnáttumaðurinn Árni SigurJónsson frá Vík í Mýrdal og gerði duflið óvirkt. Duflið var breskt seguldufl. Sami Árni Sigurjónsson hafði auk þessa dufls í þessum sama mánuði gert óvlrk tvö samskonar tundurdufl, annað á Bryggnafjöru í Landeyjum og hitt á Klaustursfjöru undan Alviðruhömrum. 

  Ekki er ósennilegt að hér sé um að ræða duflið sem síðar var notað sem olíutankur á Símstöðinni á Eyrarbakka (Mörk) og er nú í eigu byggðasafns Árnesinga. Duflið er nú til sýnis við Sjóminnjasafnið á Eyrarbakka. Duflið svipar mjög til dufla sem notuð voru í fyrri heimstyrjöldinni, en sennilegast er að því hafi verið plantað í byrjun seinni heimstyrjaldarinnar 1939 eða 1940.

  Um  líkt leiti, eða miðja síðustu öld rak tundurdufl á Gamlahraunsfjörur. Helgi Þorvaldsson á Gamla -Hrauni ( í vestur bænum) gerði duflið óvirkt og nýtti það sem olíutank.


  Í byrjun september 1946 rak tundurdufl upp í sker á Stokkseyri, það var einnig breskt seguldufl eins og duflið sem rak upp á Bakkanum. Haraldur Guðjónsson duflabani  úr Reykjavík gerði það dufl óvirkt.

  Tundurdufl eða hlutir úr þeim hafa stundum komið upp í dragnót skipa. Þannig kom sprengitunna úr tundurdufli í dragnót Aðalbjörgu RE-5 út af Þorlákshöfn sumarið 2005 og Ævarr Erlingsson á Eyrúnu ÁR 66 fekk eitt dufl í nótina suður af Krísuvíkurbjargi 1997.  Bendir það til þess að fjöldi tundurdufla hafi verið lögð á siglingaleiðum á þessum slóðum í heimstyrjöldinni síðari.

  Í tundurdufli geta verið meira en 200 kg. af sprengiefni. Áætlað er að á fyrstu 3 árum styrjaldarinnar hafi bretar lagt um 110.000 tundurdufl á siglingaleiðum umhverfis Færeyjar og Ísland.


  Heimild Tíminn 209.tbl.1947. Ársæll Þórðarson frá Borg.

  Fréttablaðið 168.tbl.2005 ofl.


  Fyrrverandi tundurdufl fær uppreist æru! (23.4.2007 12:45:29)

  06.06.2010 14:47

  Björgunarsveitin með nýjan bát

  Gömul sjómannadagsmyndBjörgunarsveitin Björg á Eyrarbakka hefur keypt notaðn björgunarbát frá Konunglega breska sjóbjörgunarfélaginu (RNLI) en Landsbjörg hefur keypt báta frá félaginu síðan árið 1929.
  Hér á myndinni er hinsvegar einnn elsti Zodiac bátur sveitarinnar.

  12.04.2010 23:20

  Um Helský

  Mikil öskugos geta orðið í HekluMestu eldgos á jörðinn eru sprengigos sem framleiða gjóskuflóð eða helský. Fundist hafa forn gjóskuflóð í Þórsmörk úr Tindfjöllum o.fl. stöðum sem benda til gosa af þessari gerð. Helský valda gjöreyðingu þar sem þau flæða yfir en yfirleitt eru íslensk þeytigos of kraftlítil til að fara í þennan ham. Helský getur orðið til ef gjóska streymir með svo miklum hraða í stróknum sem stendur upp úr gígnum að hún nær ekki að blandast andrúmslofti, og fær því ekki lyftingu við að hita loftið, heldur þeytist skammt upp eins og í gosbrunni og fellur síðan til jarðar umhverfis gíginn eins og glóðandi snjóflóð.

  Þegar gjóskuflóð renna yfir land rýkur úr þeim fín aska, gas og heitt loft og rís því mikill mökkur upp frá yfirborði flóðsins. Það er þó einungis fínasta askan sem losnar úr flóðinu og myndar stóran gjóskustrók upp í 20 til 50 km hæð, strók sem á rætur sínar í flóðinu en ekki yfir gígnum.

  Ekki ljóst hvaða þættir stjórna krafti þeytigosa en margt bendir til að þar ráði stærð kvikuþróar mestu, því sterk fylgni er milli heildargosmagns og streymishraða í sprengigosum.

  Heklugosið 1980 ÖskustrókurHelstu dæmin um helský eru þegar Mount St Helens sprakk 1980 og Mount Pelee á Martinique eyju sem gaus árið 1902 og varð 28.000 manns að aldurtila á einu auga bragði, og einnig gosið í Pinatubo á Filippseyjum 1991 sem var næstmesta gos á 20. öldinni. Mesta gos á síðustu öld var sprengigosið í  Movarupta í Alaska 1912 og heyrðist sprengidrunan í 750 km fjarlægð. Öskuflóðið lagði allt í rúst í 30 km. fjarlægð. Samskonar gos varð í eldfjallinu Tambora á eyjunni Jövu 1815. Þessi eldfjöll eiga það allt sameginlegt að vera ævagömul og með afarstóra kvikuþró.


  Heim.:Haraldur Sigursson, Náttúrufr.63, 1993/ publicbookshelf.com/ geology.com > Geology Articles

  Flettingar í dag: 2644
  Gestir í dag: 392
  Flettingar í gær: 1026
  Gestir í gær: 316
  Samtals flettingar: 2618499
  Samtals gestir: 292957
  Tölur uppfærðar: 13.8.2020 23:02:46


  Sjólag og horfur

   

  The surf season is over
   
   
   Eyrarbakki Iceland  Veðrið á Bakkanum í dag

  Tilkynningar

  Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
  @gamlirdagar
         

  Brimið á Bakkanum

  Farsími:

  8621944

  Staðsetning:

  Eyrarbakki

  Vefmyndavélar

  http://www.vegagerdin.is/
   

  Ráðhús-Árborgar við Austurveg

  Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                             Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

  Eldra efni

  Tenglar


  Icelandic surf

  Veðurgögn Eyrarbakki

  5 daga yfirlit