Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


Flokkur: Veðurklúbbur

01.02.2008 11:16

Sjálvirk veðurspá- áfram frost.

Á vef veðurstofunar má nú finna sjálvirka veðurspá fyrir Eyrarbakka og er hægt að nálgast hana á myndrænan hátt hér. annars lítur spáin svona út.
Fös 1.feb  kl.12 Vindur: 5 m/s Hiti:-9°
Lau 2.feb  kl.12 Vindur: 11 m/s Hiti:-9°
Sun 3.feb  kl.12 Vindur: 11 m/s Hiti:-2°
Mán 4.feb kl.12 Vindur: 10 m/s Hiti:1°
Þri 5.feb   kl.12 Vindur: 7 m/s Hiti:1°
Mið 6.feb  kl.12 Vindur: 10 m/s Hiti:1°
Heildarúrkoma hvers sólarhrings:
Fös: 0 mm Lau: 0 mm Sun: 0 mm Mán: 1 mm Þri: 7 mm Mið: 5 mm

Búist er við mikilli heitavatnsnotkun nú um helgina í Árborg vegna kuldakastsins og hafa báðar sundlaugarnar í Árborg, það er að segja Sundhöll Selfoss og sundlaugin á Stokkseyri verið lokaðar í dag vegna heitavatnsskorts.
 Verður svo um óákveðinn tíma segir á vísir.is 

31.01.2008 21:45

Vonskuveður

Það er vonskuveður sögðu fréttirnar í dag og er það að sönnu, því þetta veðurlag er hrein og bein vonska!

Það hefur verið hvöss norðanátt á Bakkanum í dag og talsverður skafrenningur ofan til á Breiðumýri og lá kófið yfir hina nýju Tjarnarbyggð en þar liggur oft hvass vindstrengur í norðan og sunnanáttum. Frostið er að harðna og á Hveravöllum var komið -15°C kl.20 í kvöld.

Lægðin sem stjórnar þessu er nú á Norðursjó og veldur snarvitlausu veðri í Færeyjum og Danmörku en þar er veðrið verst á Vesturjyllandi en vindhraði hefur náð 24 m/s þar í kring. En okkur þykir það varla mikið, er það?

Í svona veðri er mikil vindkæling og samkvæmt danskri reiknisformúlu mv. frost -10°C og vind 10m/s sem er nokkurnvegin veðrið núna þá mun vindkælingin samsvara -20°C

Nokkuð er mismunandi hvernig vindkælingartöflur segja til um vindkælingu og gætu mismunandi þættir legið þar til grundvallar, einnig getur rakastig loftsins skipt miklu máli. það má gúggla ýmsar vindkælingartöflur á netinu og ef miðað er við eina slíka töflu þá mundi vindkælingin vera m.v. ofangreindar forsendur -29°C

Dönsku vindkælingarformúluna hef ég sett upp hér.

Heimskautafararnir Paul Allen Siple og Charles Passel fundu út hina upprunalegu formúlu fyrir vindkælingu árið 1939 sú formúla er hér.

Á netinu má einnig finna reikningsstokk þar sem vind og hitatölum er slegið inn eins og t.d. hér. ath. að hér þarf að breyta m/s í km/klst en 10 m/s eru 36km/klst.
 

27.01.2008 23:23

Það gustar um Þorra.

Það blés hressilega í dag á Bakkanum sem og annarstaðar á suðvestur horninu frá því kl 9 í morgun. Hér fór vindur mest í SV 27m/s um hádegisbilið og yfir 30 m/s í hviðum og hélst stormurinn við í allan dag. Snjó tók töluvert upp enda komst hitinn í +7°C um tíma. Lítil úrkoma féll þegar leið á dag eftir töluverða snjókomu í nótt og úrhellis rigningu undir morgun. Sjór hefur verið úfinn og risháar öldur og brimskaflar útifyrir ströndinni. Göturnar í þorpinu voru svellhálar og hefði verið full þörf á að sandbera þær.

19.01.2008 15:59

Vetur á Bakkanum.


Svona er veðrið á Bakkanum í dag, él og skafrenningur á köflum og yfir öllu liggur 35 cm. snjólag.
 Frostmet fyrir 19.janúar gerði kl.6 í morgun en þá var -19°C frost en svo snögghlýnaði um hádegisbil og hitastigið -1°C kl.15. Eldra dagsmetið er frá 1998 en þá gerði -15,7°C frost þennan dag. Þannig að með sanni má segja að allt hlýskeiðartalið sé fyrir bý þessa dagana.

30.10.2007 11:03

Vetrarríki


Flóinn klæðist hvítri dulu því nú ríkir vetur konungur og aðeins stráin standa upp úr mjöllini. Það er komin kafalds snjókoma og spáin hljóðar upp á umhleypingar næstu daga með rigningu,frosti og éljum.

Frostið fór mest upp í -4°C í gær á Bakkanum en heldur svalara var á Þingvöllum þar sem frostið náði -11°C í gærkvöldi og nótt.
Veðurlýsingin í hádeginu hljóðar svo: Eyrarbakki  ANA 7 m/s Snjókoma  Skyggni 0.6 km Dálítill sjór . 0,0°C 997,9 hPa og fallandi loftvog.

27.10.2007 22:39

Fyrsti vetrardagur

Það er fyrsti vetrardagur og orðið svalt í Flóanum og því vissara að vera við öllum veðrum búinn  með góða lambhúsettu og vetlinga eins og hann Eiki sem lætur ekkert á sig fá þó hvessi með skúrum og slydduéljum öðru hvoru.

Það hefur gránað í Sunnlensku fjöllin og vísast er að veturinn er að banka uppá hjá Flóamönnum.


Heldur er að draga úr briminu á Bakkanum sem hefur verið með mesta móti síðustu daga. Margir hafa lagt leið sína í fjöruna og upplifað hina ógnþrungu krafta ægis sem hér áður fyrr var sjómönnum mikill farartálmi  milli strandar og gjöfulla fiskimiða.

25.10.2007 09:11

Nesvað

það vex í Hópinu dag frá degi, enda hefur verið mjög úrkomusamt siðustu tvo mánuði. Í Hópið rann eitt sinn lækur sem hét Nesvað og frá því rann Háeyrará til sjávar en báðir lækirnir eru löngu horfnir og nú er aðeins regnvatnið sem safnast í þessa tjörn á haustin en yfir sumarið þornar hún upp. Á vetrum þegar frýs myndast þarna fyrirtaks skautasvell.

 Stórbrim er á Bakkanum þessa dagana og  sinfónía ægis ómar um allar eyrarbyggðir og slær Bethoven alveg út í kingimögnuðum leik sínum.

Nú er enn spáð stormi á þessum slóðum og má því búast við að faldar ægis feykist um.

23.10.2007 22:29

Kossar hafsins

Það gekk á með dimmum og hvössum skúrum í dag, eða með öðrum orðum "Leiðindartíð" Sjávarhæð er talsverð eftir beljandi sunnan storma að undanförnu. Þó enn séu nokkrir dagar í stórstreymi þá kyssir brimið gráan sjógarðinn þungum kossum enda stórbrim í dag.


14.10.2007 20:17

Stígvéladagar

Það hefur verið fremur blautt og vindasamt í Flóanum að undanförnu og töluvert brim úti fyrir. Úrkoma mældist 11 mm Eyrarbakka í dag sem er þó engin ósköp miðað við sl.föstudag (12/10), en þá heltust einir 26 mm ofan úr skýjunum í mæliglasið hjá veðurathugunarmanni okkar á Bakkanum og vantaði aðeins 4mm til að jafna dagsmetið frá 2004

það gæti látið nærri að það sem af er mánuðinum sé úrkoman yfir meðallagi,en það er þó ágiskun því meðaltalstölur fyrir Eyrarbakka eru ekki sérstaklega aðgengilegar.

11.10.2007 23:24

Margt býr í þokunni


Í morgun lá dularfull þokan dökk og dimm yfir Flóanum svo vart sá á milli húsa.Veðurspár höfðu gert ráð fyrir góðum degi með sól og blíðu hér sunnan heiða sem þó ekkert varð af því þokan þvöl læddist inn af hafi og þvældist upp í sveitir þögul og þung á brún eins og illur  fyrirboði um hverfuleika heimsinns.

Um síðir létti þokunni,en þá dró að bliku (einnig í pólitíkinni) með regni eins og það sé ekki komið nóg af þessum sudda! og nú er beðið enn eins stormsinns sem veðurstofan hefur verið að vara við í dag. Þetta fer nú að verða ansi leiðinlegt. 

01.10.2007 22:10

Hvasst og blautt-úrkomumet!

Það var víða hvassviðri í morgun og úrhellis rigning, einkum á vestanverðu landinu og Faxaflóa svæðinu. Hvassast var á Bakkanum kl. 5 í morgun þegar vindhviður náðu 21 m/s og sópuðu laufunum af trjánum sem eru nú flest að verða berstrýpuð.

Sólahringsúrkoma  dagsins var 42 mm sem er dagsmet fyrir úrkomu. Eldra dagsmetið var 33mm 1988
Þann 27 síðasta mánaðar var einig úrkomumet  þegar mældist 31 mm á stöð 923 en eldra met var frá 1993 þann 27 sept 30,9 mm

26.09.2007 21:26

Leiðindaveður.

Það sem menn kalla leiðindar veður hér um slóðir er þegar rigningin kemur flöt í andlitið í suðaustan strekkings vindi og þannig er veðrið núna,bara hund leiðinlegt. Töluvert hafrót og vaxandi brim er á Bakkanum í dag. Næstu daga er stórstreymt enda fullt tungl.Veðurspákonan í sjónvarpinu spáir áfram þessu hvassa blauta þúngbúna gráa slepjulega leiðindarveðri.

24.09.2007 12:02

Hvassviðrið


Það var ansi hvasst á landinu um helgina og hér sunnanlands fór meðalvindur upp í 34m/s á Stórhöfða um miðnætti aðfaranætur sunnudags með hviðum allt að 41m/s sem er 147,6 km/klst en það mundi nægja til að teljast styrkur 1.stigs fellibyls. En mesta hviðan var á bænum Steinum undir Eyjafjöllum þar sem vindur fór í 47 m/s á laugardagskvöldið. Á Bakkanum fóru hviður öðru hvoru upp í 20 m/s sem telst stormur en annars var allhvast eða strekkingsvindur.

Í dag eru tvö ár frá því að fellibylurinn Ríta gekk á land í Texas og varð 100 manns að bana. Fellibylurinn skildi eftir sig eiðileggingu upp á 5.8 billjón dollara í Texas og Louisana.Meðalvindhraði Rítu var um 192 km/klst sem svarar 53 m/s eða ríflega12 gömul vindstig.

18.09.2007 08:44

Skolmórautt síki, gruggað upp af gröfu.


Nú í rigningartíðinni hafa hálf uppgrónir skurðir vart haft undan að flytja regnvatnið til sjávar og því ekki úr vegi að stinga niður skóflu. þetta síki sem hér er verið að dýpkva er rétt norðan við Bakkan á svokölluðu "Flóðasvæði" eins og það heitir á skipulagi.

Veðurstofan spáir norðanátt næstu dægrin svo þá byrtir til hér syðra en norðanmenn fá þá blessuðu rigninguna.

13.09.2007 21:15

Rjúkandi brimstrókar.Það var með glæsilegasta móti brimið í dag þegar hvöss norðanáttin feykti brimlöðrinu á loft og myndaði fallega stróka,en það voru fáir aðrir en heimamenn sem nutu fegurðarinnar á Bakkanum í dag.

Vindrokurnar náðu mest upp í 25 m/s
.
Flettingar í dag: 463
Gestir í dag: 206
Flettingar í gær: 530
Gestir í gær: 227
Samtals flettingar: 2654204
Samtals gestir: 303172
Tölur uppfærðar: 29.9.2020 04:56:09


Sjólag og horfur

 

                                                                       BRIMSPÁIN - SMELLIÐ HÉR
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

eftir

2 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit