27.01.2008 23:23

Það gustar um Þorra.

Það blés hressilega í dag á Bakkanum sem og annarstaðar á suðvestur horninu frá því kl 9 í morgun. Hér fór vindur mest í SV 27m/s um hádegisbilið og yfir 30 m/s í hviðum og hélst stormurinn við í allan dag. Snjó tók töluvert upp enda komst hitinn í +7°C um tíma. Lítil úrkoma féll þegar leið á dag eftir töluverða snjókomu í nótt og úrhellis rigningu undir morgun. Sjór hefur verið úfinn og risháar öldur og brimskaflar útifyrir ströndinni. Göturnar í þorpinu voru svellhálar og hefði verið full þörf á að sandbera þær.

Flettingar í dag: 700
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502716
Samtals gestir: 48599
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 23:27:56