30.10.2007 11:03

Vetrarríki


Flóinn klæðist hvítri dulu því nú ríkir vetur konungur og aðeins stráin standa upp úr mjöllini. Það er komin kafalds snjókoma og spáin hljóðar upp á umhleypingar næstu daga með rigningu,frosti og éljum.

Frostið fór mest upp í -4°C í gær á Bakkanum en heldur svalara var á Þingvöllum þar sem frostið náði -11°C í gærkvöldi og nótt.
Veðurlýsingin í hádeginu hljóðar svo: Eyrarbakki  ANA 7 m/s Snjókoma  Skyggni 0.6 km Dálítill sjór . 0,0°C 997,9 hPa og fallandi loftvog.

Flettingar í dag: 140
Gestir í dag: 4
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517348
Samtals gestir: 49437
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 00:41:28