Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

10 daga

ALMANAKIÐ

F E B R Ú A R  M Á N I N N

          
 Fyrsta kvartil  1 Febrúar  2020  
 Fullt tungl  9 Febrúar  2020 Þorra tungl 
 Síðara kvartil  15 Febrúar  2020  
 Nýtt tungl  22 Febrúar  2020  Góa
  


Flokkur: Atvinnumál

28.05.2009 23:59

Útvarp Eyrarbakki

Morgunútvarp RUV heimsótti Bakkann í morgun og útvarpaði frá Gónhól. Áhugasamir geta hlustað á upptökuna Gónhóll
Frostfiskur
Leníngradsinfónían
Fangelsismál

03.05.2009 20:30

Humarbærinn- humarævintírið mikla

Hraðfrystistöð Eyrarbakka hf.Hraðfrystihús var byggt hér árið 1943. það tók við afla bátanna til verkunar og  kom sér upp aðstöðu til söltunar, skreiðaverkunar og lifrarbræðslu. Árið 1954 voru síðan hafnar tilraunir til humarveiða frá Eyrarbakka og voru upphafsmenn þess aðalega Sigurður Guðjónsson skipstjóri frá Litlu Háeyri sem tók á leigu Ófeig II  og Vigfús Jónsson oddviti og framkvæmdastjóri HE. Vigfús lét m.a. kanna markaði erlendis fyrir humarinn og var bandaríkjamarkaður heppilegastur í þessu tilliti.
 

Hugmyndir um humarveiðar vöknuðu hérlendis árið 1939 og lét þá fiskimálanefnd ásamt Sölusambandi íslenskra fiskframleiðenda (SÍF) kanna möguleg humarmið hér við land, en íslenskir togarar höfðu þá oft fengið svokallaðann leturhumar í trollin einkum suður af Reykjanesi og við Vestmannaeyjar, en í skólabókum þess tíma var leturhumar ekki talin til nytjadýra. Fram til ársins 1954 var hraðfrystihúsið í Höfnum lengst af  eitt um humarvinnslu hérlendis.


HumarUm sumarið 1954 hófu tveir bátar frá Eyrarbakka humarveiðar á Selvogsbanka og austur af Stokkseyri með ágætum árangri og fljótlega bættist þriðji báturinn við humarveiðiflotann. Í framhaldi þessa góða árangurs hófu Stokkseyringar og Þorlákshafnarbúar veiðar á humri. Þetta varð til þess að nýr atvinnuvegur þróaðist á Eyrarbakka og á Stokkseyri næstu ár. 50 til 60 skólabörn víða að fengu vinnu við humarvinnsluna á Eyrarbakka þá þrjá mánuði sem humarvertíðin stóð og annað eins á Stokkseyri. Humarmjöl var síðan framleitt úr úrganginum og þótti verðmætt í fóður. Þó humarveiðar og vinnsla séu nú aflögð á Bakkanum má enn fá ljúfenga humarmáltíð á Rauða húsinu á Eyrarbakka og á veitingastaðnum Við fjöruborðið á Stokkseyri.

14.03.2009 16:01

Aftur til fortíðar

Trönur á EyrarbakkaÞað eru nú all mörg ár síðan útgerð var og hét á Bakkanum og enn lengra síðan bændur á Suðurlandi hættu að sækja verslun sína á Eyrarbakka. Uppvaxandi kynslóð þekkir því aðeins þetta gamla verslunar og fiskveiðiþorp af  frásögn. En það er einmitt sú mikla saga sem er verðmætur menningararfur til næstu kynslóða. Þessa sögu er hvergi hægt að endurskapa nema hér á Eyrarbakka og gera hana þannig enn verðmætari.

 

Það yrði örugglega stórkostleg upplifun fyrir bæði innlenda sem erlenda ferðamenn, er þeir gengu um götur þorpsinns og findu angan af ilmandi engjaheyi þar sem sett yrði upp eftirliking engjaheyskapar með heysátum og lítilli tjaldborg, hrífum og ljáum og heyvögnum. Þá gætu kindur og kýr verið á beit og sett svip sinn á þorpið eins og forðum daga.

 

Fiskihjallar og árabátar myndu bera fyrir augu ferðamannsins og minnir hann á langa sögu fiskveiða frá Eyrarbakka. Þá kæmi hann að iðandi markaðstorginu þar sem bændur og handverksmenn væru með vörur sínar á boðstólnum og þar með endulífga forna verslunarhætti þar sem menn gætu prangað dálítið um verðið.

 

Að endurskapa sögu þorpsins er stórt tækifæri fyrir ferðaþjónustuaðila og menntastofnanir til að gera íslenskri menningararfleið hærra undir höfði en áður hefur tíðkast.

09.03.2009 12:39

Framtíðarsýn Eyrbekkinga byggir á ferðaþjónustu.

BúðarstígurÁ íbúafundi sem haldinn var í Gónhól sl. Laugardag kom fram sterkur vilji til að byggja upp ferðaþjónustutengdann atvinnuveg. Hið gamla 19.aldar söguþorp er sú umgjörð sem er aðlaðandi fyrir ferðamenn auk ósnortinnar náttúru í nágreni þorpsinns. Hinn sérstæði skerjagarður, brimið og fjölskrúðugt fuglalíf ásamt einstaklega fallegri götumynd með gömlum húsum til beggja hliða er það aðdráttarafl sem unnt er að virkja ásamt minjasöfnunum og hinni miklu sögu og listsköpun sem byggðinni tengist. Rauða húsið og Gallery Gónhóll hafa nú þegar skapað sér traustan sess á Eyrarbakka sem hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn njóta í þessu sérstæða þorpi.

Til þess að styðja við þessa uppbyggingu og nýsköpun í atvinnumálum sveitarfélagsins þarf bæjarstjórn Árborgar að tryggja greiðan aðgang að opinberri þjónustu og upplýsingum fyrir heimamenn,sumardvalargesti og ferðafólk. Þá er nauðsynlegt að hefja þá göngustígagerð sem lofuð hafði verið fyrir síðustu kosningar nú þegar á þessu vori. Bæta þarf aðstöðu fyrir húsbílafólk á tjaldstæði og koma fyrir snyrtiaðstöðu á fleiri stöðum ásamt bekkjum og borðum. Til lengri tíma þarf að huga að holræsamálum svo hægt sé að nýta ávaxta fjörunnar og gera hana aðlaðandi.

Þá liggja tækifæri einkaaðila í að koma upp gistiaðstöðu, fræðslu og menningarsetrum í tengslum við söfnin, strandmenninguna og fuglafriðlandið. Þá eru hugmyndir uppi um að halda festival á komandi sumri sem byggir á að færa þorpið í búning þess tíma þegar þorpið var höfuðstaður menningar og viðskipta. Tækifærin liggja víða og vonir manna standa til þess að unnt verði að byggja upp gömlu vesturbúðirnar og bryggjurnar. Þá gætu klappaveiðar skapað sérstöðu sem aðdráttarafl fyrir stangveiðimenn, en slíkar veiðar voru talsvert stundaðar á árunum áður.

Það er ljóst að mikill hugur býr í Eyrbekkingum sem láta nú engann bilbug á sér finna þrátt fyrir kreppu og þrengingar í efnahagslífinu, enda hafa Bakkamenn marga fjöruna sopið í þeim efnum.

12.01.2009 11:12

Þörungaeldsneyti

Mikið þang berst á fjörurnar á EyrarbakkaFyrir skömmu fór í loftið frá Bush alþjóðflugvellinum í Houston í Texas í Bandríkjunum  fyrsta farþegaþota heims af gerðinni Boeing 737-800 sem knúin er lífefnaeldsneytisblöndu sem búin er til með þörungum. þetta er annarrar kynslóðar eldsneyti sem unnið er úr endurnýjanlegum orkugjafa, sem hefur þann kost að hafa ekki áhrif á fæðuuppskeru eða vatnsnotkun eins og fyrri tilraunir með nýtingu á korni og öðrum lífmassa í eldsneytisgerð. Þörungana má nefnilega rækta í stórum stíl í stöðuvötnum eða jafnvel á sjó og þarf þá ekki að nota dýrmætt ræktunarland. Rannsóknir sem fram fóru með Boeing 747 þotum á Nýja Sjálandi sýna að hægt er að fljúga slíkum vélum á blöndu sem er að 50 hundraðshlutum lífefnaeldsneyti og venjulegt þotueldsneyti.

 

Það ætti ekki að vera erfitt fyrir Íslendinga að nýta sér þessa uppgötvun því viðast hvar með ströndum landsins vex mikið af þörungum og ekki síst út með ströndum Eyrarbakka og Stokkseyrar. Þegar gengnar eru fjörur má stundum sjá olíuna hreinlega vella undan þarabúnkum sem brimaldan hefur skolað á land og því ekki ósennilegt að úr þanginu mætti vinna verðmætt elsneyti.

Sjá frétt:  vb.is  

02.11.2008 22:19

Mórinn

BrauðgerðarhúsiðFraman af 20. öldinni voru allflest íbúðarhús hituð upp með kolum. Hitaveitudraumar voru enn víðs fjarri á landsbyggðinni og enn langt í að olíuhitun yrði almenn.

  Veturinn 1939 verður almenningi á Eyrarbakka ljóst að kol myndu hækka mikið í verði, enda kreppa í efnahagslífinu og að auki virtist heimstyrjöld vera að brjótast út. Varð það þá að ráði að verkamannafélagið Báran og Eyrarbakkahreppur hófust handa við móupptekt til eldsneytis fyrir hreppinn.

 

Það varð úr að stofna félag sem hét Mónám Eyrarbakka hf og lagði hver félagsmaður til 100 kr til fyrirtækisinns sem m.a. nota átti til kaupa á móvinnuvél sem áætlað var að mundi kosta 1000 kr. Fyrst varð þó að fá gott móland, en nægilegan mó var nefnilega ekki að finna á Eyrarbakka. Var því fenginn sérfróður maður til að finna besta mólandið í nágreni Eyrarbakka og reyndist það best í landi Árbæjar í Ölfusi í svonefndri Árbæjarmýri undir Ingólfsfjalli.

 

Félagið tók nú á leigu þrjá hektara af Ólafi Einarsyni bónda í Árbæ og hóf að framræsa landið til þurkunar enda blaut dýjamýri auk þess þurfti að leggja í tímafreka og kostnaðarsama vegagerð út á mótekjulandið. Mikil rigningartíð setti þó strik í reikninginn og menn horfðu uggandi i framtíðina. Fjöldi verkamanna voru ráðnir í mógröftinn og urðu þeir fyrst um sinn að hafast við án skjóls í hinum mislindu veðrum undir Ingólfsfjalli og söknuðu þeir þess að hafa ekki hinar fornu vatnsheldu heljarslóðar duggarabandspeysur sem voru nú löngu hættar að fást. En brátt fengu verkamennirnir skúr sem fyrirtækið keypti af vegagerðinni og var nú unnið að mótekjunni af fullum krafti.

 

Þetta fyrirtæki var þó ekki stofnað til langrar framtíðar, heldur til að mæta brýnni þörf og það væri kanski eitthvað til að hugsa um í kreppunni okkar þó við látum það nú vera að stinga upp mó.

Heimild: Byggt á grein eftir Þ.J. í Þjóðviljanum 29.júní 1940

11.02.2008 13:04

Snjórinn farinn og bjartsýni ríkir.

Það má heita orðið snjólaust á Bakkanum og aðeins stöku skafl sem lifir.

Það er óhætt að segja að Bakkinn dafni og fólki fjölgar, því á Eyrarbakka teljast nú 608 búandi. Nú stendur til að hefja framkvæmdir við stækkun Sólvalla. Dvalarheimilið Sólvellir var tekið í notkun 1.nóv.1987 fyrir forgöngu samtaka áhugamanna á Eyrarbakka um dvalarheimili, en sporgöngumaður þessara samtaka var Ási Markús Þórðarson. Gömul fiskvinnsluhús fá ný hlutverk, ný hús rísa og þau eldri fá andlitslyftingu og tækifærin liggja víða eins og frækorn sem bíður vorsins.

Nú eru uppi hugmyndir hjá athafnamönnum á Bakkanum um að taka upp gamla Bakk-öls þráðinn hans Sigurðar Þórarinssonar sem hugðist koma ölgerðarstofu á fót á Bakkanum árið 1927 en þá sögu má lesa á http://www.eyrarbakki.is/Um-Eyrarbakka/Frodleikskorn

11.11.2007 23:48

Tveggja gulltunna virði í flæðarmálinu.

Þangskurður á EyrarbakkaEinhver talaði um að af þessu væri fýla, en rétt nef gæti e.t.v. fundist það vera peningalykt.

Á Eyrarbakkafjöru vex mikið þang sem kann að vera vannýtt auðlind. Fyrr á öldum var þangið nýtt til sauðfjárbeitar, en einnig var það þurkað og brent til upphitunar í hallæri þegar erfitt var um kol eða mó. Hin síðari ár hefur þangið verið að nokkru nýtt sem áburður á kartöflugarða, en nú eru kartöflubændur aðeins örfáir eftir á Bakkanum og því rotnar þangið í fjörunni engum til gagns.

Árið 1853 var þangbrensluverksmiðja á Eyrarbakka og stóð hún þar sem nú stendur húsið Brenna, en það dregur einmitt nafn sitt af þangbrensluni. Úr þangöskunni var unnið joð og Glaubersalt (Sodium sulfate) sem þótti sérlega heilsusamlegt og voru bæði þessi efni notuð til lyfjagerðar og gáfust vel sem heinsandi efni. Árið 1854 var búið að framleiða eitt og hálft tonn af Glaubersalti sem flutt var til evrópu en einnig var Glaubersaltið selt hér innanlands og notað til lækninga bæði á dýrum og mönnum og var pundið selt á 32 skildinga.

Dr. J. Hjaltalín  stóð að þessu fyrirtæki og skrifaði hann ágæta grein í Þjóðólf 1854 um þangbrensluna á Eyrarbakka og það gagn sem af þessari auðlind má hafa. Þangbrensla var fyrst stunduð í verulegum mæli frá 1730-1830 á Bretlandseyjum, einkum Orkneyjum og Hjaltlanseyjum. Afurðirnar af þangbrensluni voru í fyrstu Lútarsalt (Natríum) til sápuframleiðslu, glersmíði og lyfjagerðar og lifðu af þessari framleiðslu um 80 þúsund manns í Bretlandi.

Um aldamótin 1800 ætlaði Skoti nokkur Mc Auly að nafni að kenna Íslendingum þessa framleiðslu en ríkistjórn Íslands í Kaupmannahöfn stóð í vegi fyrir því og mistu því Íslendingar af lestinni, en talið var að hagnaðurinn gæti numið tveim tunnum gulls á ári.

Árið 1807 lofaði ríkisstjórnin nokkrum áhugamönnum um þangbrenslu að gera tilraun með hana hér á landi og kom í því skyni hingað til lands danskur sápugerðarmaður nokkur Morten Reidt að nafni og brendi þang í Skildinganesi um mánaðar tíma og var sú framleiðsla um eitt tonn af þangösku sem úr mátti vinna Glaubersalt til sápu gerðar (Talsvert notað í sjampo). Ekkert var þó úr að raunveruleg framleiðsla hæfist hér á landi og fékk þangið að rotna í fjöruborðinu engum til gagns.

Árið 1830 fundu Frakkar aðferð til að vinna Natron beint úr sjávarsalti þá lækkaði verðið og framleiðslan úr þanginu varð því ekki eins arðbær og að lokum var framleiðslunni víða hætt í þessum tilgangi. En þá hafði efnafræðingur nokkur fundið aðferð til að vinna efni sem hann kallaði Joð úr þangöskunni sem mátti nota til lækninga. Þangtegundir eru þó misríkar af joði en þangið á Eyrarbakka virtist lofa góðu um Joð framleiðslu auk Glaubersaltsins (neft eftir Johann Rudolf Glauber) sem úr mátti gera góða heilsulind með því að blanda það hveravatni. Dæmi um þannig heilsulind er heilsubrunnurinn í Karlsbad í Þýskalandi.

Eina þangbrensla landsins í dag er þörungaverksmiðjan í Karlsey á Reykhólum þar sem framleitt er þangmjöl en úr því má vinna efni sem kallast alignöt og ensím til ýmiskonar efnaiðnaðar. Árið 1939 til 1941 var unnið að þangmjölframleiðslu í Hveragerði þar sem var notast við hverahita til fraleiðslunar eins og nú er gert á Reykhólum. Árið 1959 var svo gerð tilraun með þangmjölsframleiðslu í svokallaðri beinamjölsverksmiðju sem Eyrbekkingar og Stokkseyringar áttu og stendur á milli þorpana en sú verksmiðja er í dag auð og tóm.

01.09.2007 00:18

Sú var tíðin á ströndinni.


Á ströndinni þar sem brimið svarrar og tröllaukin úthafsaldan utan af Atlantshafi teygjir hvítfextan fald sinn á þessum fyrstu haustdögum standa sjávarþorpin Eyrarbakki og Stokkseyri eins og hljóð systkyni hlið við hlið og bíða þess að eftir þeim verði tekið.

Sú var tíðin að þessi þorp voru aðeins tvö í Flóanum og áttu sitt blómaskeið en svo kom tími hnignunar eins og hjá svo mörgum sjávarþorpunum nú til dags. Bakkinn var á sínum tíma snertipunktur Suðurlands við umheiminn. Þangað komu skip og þaðan fóru skip yfir Atlantsála suður til framandi landa og þar var miðstöð verslunar og viðskipta fram eftir öldum. Á Bakkanum er líka eina húsið á landinu sem skrifað er með stórum staf, þar stóð vagga menningar við músik og selskapslíf fína fólksinns. Á Stokkseyri bjó þá Þuríður formaður, Jón í Móhúsum og draugurinn Móri þar sem sjósókn, landbúnaður og verslun var stunduð af mikilli eljusemi.

Svo kom sá dagur að verslunin hvarf á braut til hins nýja staðar sem Selfoss heitir og þá hljóðnaði músikin í heilan mannsaldur frá píanóinu góða í Húsinu. En þorpsbúar lögðu ekki árar í bát heldur efldust í útgerð og fiskvinnslu, byggðu höfn og frystihús og virtust bara geta horft björtum augum til framtíðar, en svo fór allt öðruvísi en ætlað var og þessi undirstöðu atvinnuvegur þorpana hvarf í kalda brimöldu kvótakerfis og uppkaupa Sægreifa.

Þá var brugðið á það ráð að sameina Flóafjölskylduna í það sem Árborg heitir í von um að hefja mætti þessi þorp til vegs og virðingar á ný og á meðan brimið þvær hin skreypu sker tóku heimamenn, einkum á Stokkseyri að sækja ný mið sem byggir á ferðaþjónustu. Þar er Töfragarðurinn og Drauga og álfasafn svo eitthvað sé nefnt og á báðum stöðum eru eftirtektaverðir veitingastaðir og ekki má gleima Húsinu með stórum staf og Sjóminjasafninu á Bakkanum.

Þorpin sjálf eru þó mesta aðdráttaraflið, gömlu húsin, sjóvarnargarðurinn, fjaran og brimið og þennan vísir að ferðamannaiðnaði þarf að hlúa að og byggja undir. Það sem hér þarf að rísa er ferðamannamiðstöð þar sem ferðafólk getur haft athvarf, hreinlætisaðstöðu og fengið upplýsingar um það sem þorpin hafa upp á að bjóða, merkja gönguleiðir og sögulega staði annara en Hússins og Þuriðarbúðar sem nú þegar eru gerð góð skil og mætti nefna þar til Sandvarnargarðinn, höfnina fornu, sjógarðinn og þau hús sem hafa sögulega tilvísun ásamt helstu örnefnum á gönguleiðum og stígunum sem var eitt sinn lofað. Nú mættu forsvarsmenn sveitarfélagsinns líta upp frá þungbæru miðbæjarskipulagi Selfoss litla stund og koma að þessu máli og hrinda í framkvæmd.

29.03.2007 10:25

Hin græna stóriðja.

það er undarlegt að maður skuli hvergi rekast á skoðanir sunnlennskra stjórnmálamanna á verðlagningu raforku til hinnar Sunnlensku stóriðju sem er grænmetisiðnaðurinn. Hversvegna sitja græmetisframleiðendur ekki við sama borð og álverin í þessum efnum? Íslenskt grænmeti er sagt betra að gæðum en annarstaðar í heiminum og ætti góða möguleika á að verða eftirsótt útflutningsvara ef framleiðslukostnaður væri samkeppnisfær við erlenda framleiðslu. Forsenda þess hlýtur að vera ódýrari raforka!

það er í hæsta máta óeðlilegt í þessu ljósi að virkja sunnlensk vatnsföll til að efla atvinnuveg í öðrum landshlutum meðan hin sunnlensk héruð hljóta skarðan hlut frá borði, en ættu öllu heldur að njóta ávaxta egin vatnsfalla
.

Stjórnmálamenn okkar sem virðast hafa mestan áhuga á að tjá skoðanir sínar á klámráðstefnum og bjór í búðum ættu nú að snúa sér að alvörumálum eins og t.d. þessu.

14.03.2007 15:34

Alpan


Núr er er liðið rétt um eitt ár frá því rekstri Alpans h/f var hætt á Eyrarbakka og því væri fróðlegt að vita hvernig íslensku álpönnuverksmiðjunni vegnaði í Targoviste í Rúmeníu og fann ég grein um þetta efni í viðskiptablaðinu sem er svo hljóðandi:

Íslensk álpönnuverksmiðja hefur framleiðslu í Rúmeníu
Framleiðsla er hafin á álpönnum í verksmiðju LOOK Cookware Ísland ehf. í Rúmeníu. Að sögn Ingimundar Helgasonar, stjórnarformanns félagsins, horfir ágætlega með reksturinn eftir nokkra byrjunarerfiðleika við að koma framleiðslunni af stað. Verksmiðjan hefur náð sölusamningi sem tryggir ákveðna grunnstarfsemi hjá fyrirtækinu næstu fimm ár og sagði Ingimundur að viðbrögð á nýlegri sýningu hefðu aukið mönnum bjartsýni.

Verksmiðjan í Rúmeníu er í grunninn sú starfsemi sem var á vegum Alpan hf. á Eyrarbakka um árabil. Eftir langvarandi erfiðleika í rekstri hér á Íslandi var ákveðið í lok árs 2005 að færa verksmiðjuna til Rúmeníu en samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er framleiðslukostnaðurinn um það bil helmingi lægri þar en á Íslandi og í Danmörku, en þar í landi er helsti samkeppnisaðili verksmiðjunnar. Einnig skipti miklu máli varðandi flutninginn út að ekki fékkst starfsfólk til starfa á Eyrarbakka. Þá er verksmiðjan í Rúmeníu nær mörkuðum og hráefni.

Ingimundur sagði að það hefði verið kostnaðarfrekt að fara með verksmiðjuna út en nú horfði ágætlega með rekstur hennar. Verksmiðjan er í 4.800 fermetra húsnæði í borginni Targoviste og sagði Ingimundur að hún væri miklu betur búin en verksmiðjan á Eyrarbakka. Þannig væri skipulag og tækjakostur mun betra sem yki mönnum bjartsýni á reksturinn. "Við erum að þjálfa starfsfólk og því fylgja ákveðnir byrjunarörðugleikar. Öll aðstaða starfsfólks er miklu betri en hún var nokkurn tímann hér heima. Við erum í húsnæði sem er búið að endurnýja frá grunni og við erum vonandi búnir að búa þessu þann farveg að þetta geti gengið," sagði Ingimundur en hann benti á að næstu mánuðir væru mikilvægir fyrir framhaldið. www.vb.is
09.02.2007 10:56

Bakkamenn byggja.

Talsverðar byggingarframkvæmdir standa yfir á Bakkanum þessa dagana og ný hús dúkka upp hér og hvar í þorpinu. Í gær hélt Klaudiuzs reisugildi á "Figlarskistöðum" og óskar Nýtt Brim honum til hamingju.

Í hinum enda þorpsinns er Halldór Forni að gera sinn "Fornalund" fokheldann.Þetta er reisulegt hús sem Forni hefur byggt upp á egin spítur.

Við "Bráðræði" er verið að byggja í stíl úr stáli og staurum en í engu bráðræði.

Nú er búið að selja Álaborgina til Eyja og er þá útséð með það að útgerð og fiskvinnsla á Eyrarbakka heyrir nú sögunni til. Það eru breyttir tímar og tækifærin liggja nú á öðrum sviðum.

Tíðin:

Bjart en en dálítið frost með norðlægum áttum.

23.02.2006 12:53

Verstöðin þagnar

Frystihúsið er nú til Sölu Ísfold, áður Bakkafiskur og þar áður Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Í frystihúsinu var nú líf og fjör í den! eða allt frá því árið 1944. Fiskilyktin, amoniakbrælan og suðið í frystivélunum var eðlilegur þáttur í umhverfi Eyrbekkinga á árunum áður að ógleymdum máfunum sem settu stóran svip á umhverfið með hringflugi og gargi. Nú er öldin önnur, fiskilyktin og máfarnir löngu horfnir og yfir þessari verstöð ríkir nú þögnin ein. Kanski verður þessum byggingum breytt í íbúðir eins og Kaupfélagshúsinu eða við tökum upp Stokkseyrískan sið og þarna verði sett upp menningarsetur ósýnileikanns af einhverju húsdýravinafélagi í líkingu við Hrútavinafélagið. 

Flettingar í dag: 1968
Gestir í dag: 381
Flettingar í gær: 2778
Gestir í gær: 622
Samtals flettingar: 2488840
Samtals gestir: 276677
Tölur uppfærðar: 28.2.2020 12:04:03


Sjólag og horfur

 

 
 
 Ölduspá 24. 2. 2020Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit