31.10.2009 21:38

Þangvinnslan

Þangskurður á EyrarbakkaSumarið 1960 hófu Eyrbekkingar að vinna þang af fullum krafti. Óskar Sveinbjörnsson forstjóri Korkiðjunnar í Reykjavík, og Plastiðjunnar HFá Eyrarbakka tók að sér vinnsluna til að byrja með. Höfðu 15 manns atvinnu af þangskurðinum, þar af 4 menn við mölun í beinamjölsverksmiðjunni og tveir bílstjórar sem óku þanginu úr fjöru. Afraksturinn gat orðið 10,5 tonn af þangi á dag, en til þangskurðarinns voru notaðar sveðjur og þanginu fleytt í net. Þangskurðamennirnir höfðu til umráða eina trillu og minni róðrabát. Úr hverju tonni mátti vinna rúm 200 kg af þangmjöli sem selt var á erlendan markað. Mjölgerðin fór fram yfir sumartímann á meðan lítið hráefni barst frá fiskvinnsluhúsunum. Búið var til sérstakt fyrirtæki um þangmjölsframleiðsluna, Þörungur H.F. en aldrei kom þó til þess að byggð yrði sérsök þangvinnsluverksmiðja á Eyrarbakka, en fyrir mörgum árum hófst þangvinnsla á Reykhólum í Breiðafirði og starfar sú verksmiðja enn. Ströndin við Eyrarbakka og Stokkseyri eru einhverjar mestu þangfjörur í evrópu og hefur sú auðlind staðið ónýtt í hálfa öld.


Þörungaeldsneyti ()
Fjörugögn.
Gvendargrös ()

Þann 9. ágúst 1961 brann mjölverksmiðjan til kaldra kola.

Flettingar í dag: 559
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 519
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 514797
Samtals gestir: 49184
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 21:49:39