06.01.2009 23:55

Gvendargrös

Chondrus Crispus Seaweed - source www.algaebase.orgGvendargras (Chondrus crispus) er sæjurt sem talsvert var höfð til matar fyrr á öldum og kom þessi jurt næst á eftir söl að vinsældum. Jurtin líkist fjallagrösum sem kölluð voru "Klóung". Sala á Gvendargrasi var einungis stunduð á Eyrarbakka en hún vex líka við Vestmannaeyjar og var talsvert nýtt af eyjarskeggjum. Þessi grös voru fyrst þurkuð og síðan látin í tunnur og selt þannig. Kostaði hver fjórðungur úr tunnu 5 fiska. Gvendargras gefur hinsvegar ekki hneitu (sykurhúð) eins og sölin. Gvendargrösin voru svo soðin í þykkan límkendan graut sem er síðan lagður í vatn og útbleyttur. Grauturinn var síðan soðin í mjólk með dálitlu mjöli eða bygggrjónum og borðaður með rjóma og þótti góður.

 

Heimild: Íslendingur 1862

Flettingar í dag: 541
Gestir í dag: 67
Flettingar í gær: 1143
Gestir í gær: 110
Samtals flettingar: 513197
Samtals gestir: 49090
Tölur uppfærðar: 13.7.2025 10:28:11