Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

13 daga

ALMANAKIÐ

F E B R Ú A R  M Á N I N N

          
 Fyrsta kvartil  1 Febrúar  2020  
 Fullt tungl  9 Febrúar  2020 Þorra tungl 
 Síðara kvartil  15 Febrúar  2020  
 Nýtt tungl  22 Febrúar  2020  Góa
  


Flokkur: Fréttir

25.04.2010 20:41

Fuglaskoðunarskýli vígt

Fuglaskoðunarskýli FuglaverndarÍ dag 25. apríl, á degi umhverfisins, var Fuglavernd með hátíðlega uppákomu ásamt sveitarfélaginu Árborg í fuglafriðlandinu í Flóa. Undirritaður nýr samningur sveitarfélagsins við Fuglaverndarfélag Íslands um umsjón og uppbyggingu í fuglafriðlandinu og fuglaskoðunarskýli Fuglaverndar var formlega tekið í notkun. Fuglavernd var síðan með leiðsögn og upplýsingar á staðnum. Í tilefni dagsins veitti umhverfis- og skipulagsnefnd Árborgar umhverfisverðlaun fyrir árið 2010 og var það Mjólkurbú Flóamanna sem hlaut þau að þessu sinni.

04.01.2010 22:36

Skúta í hrakningum

Þýska skútan VikingAð kvöldi þjóðhátíðardagsins 17. júní 1961 urðu menn á Eyrarbakka þess varir að skúta nokkur var að hrekjast upp í skerjagarðinn. Áhöfn skútunnar skaut upp neyðarblysum og virtust mönnum líklegast að hún myndi stranda. Skipverjar skútunnar töldu að þeir gætu siglt inn til hafnar á Eyrarbakka, en var alls ókunnugt um siglingaleiðina auk þess sem ekki var mögulegt fyrir hana að leggjast við bryggju. Skipstjórarnir Sigurður Guðmundsson og Sigurður Guðjónsson fóru út á fiskibátnum Birninum ásamt nokkrum öðrum til móts viðÁhöfnin á Viking fá A-Berlín skútuna og lóðsuðu hana til Þorlákshafnar þar sem hafnarskilyrði voru betri. Skútan var á leið til Reykjavíkur en varð að snúa við út af Reykjanesi vegna veðurs.

Hér var um að ræða 15 lesta þýska skútu búna hjálparmótor. Hún var frá Austur Berlín og bar nafnið Viking. Áhöfnin var að æfa sig undir kappsiglingu á Atlantshafi, en þetta fólk 6 karlar og ein kona voru meðlimir siglingaklúbbs í A Berlín. Leið þeirra lá þaðan til Hamborgar og síðan Færeyjar og lentu þau síðan í hrakningum í brimgarðinum vegna óhagstæðra vinda. Skútan komst síðan til Reykjavíkur 24 júní. Þetta var í fyrsta skipti sem skútunni var lagt á Atlantshaf.

Heimild: Alþýðubl.136-139 tbl. og Morgunbl.135.tbl

Þennan dag: 1965 var mikil ófærð í þorpinu vegna snjóa.

29.12.2009 14:01

Vatnagarður tekinn niður

Vatnagarðurþessa dagana er verið að rífa Vatnagarð, en húsið fór illa í Suðurlandsskjálftanum 29. maí 2008. Vatnagarður er 7. húsið sem rifið er á Bakkanum af þessum sökum. Húsið er holsteinshús eins og flest þau hús sem skemdust í hamförunum. Vatnagarður hefur sennilega verið byggður seint á 4. eða snemma 5. áratug síðustu aldar. Fyrrum eigendur hússins voru Gróa Jakopsdóttir formaður S.V.F.Í á Eyrarbakka og Steinn Einarsson. Einn tilkomumesti rósagarður  þorpsins og þó víðar væri leitað var við Vatnagarð á þeirri tíð.

Suðurlandsskjálftar. (30.5.2008 00:29:07)

15.10.2009 22:21

Bólstaður hverfur

BólstaðurÞessa daganna er verið að brjóta niður enn eitt jarðskjálftahúsið sem eyðilagðist í Suðurlandsskjálftanum 2008. Nú er það Bólstaður sem lokið hefur sínu hlutverki. Það er rétt eins og önnur slík byggt úr holsteini á 6.áratug síðustu aldar. Bólstaður er  6. íbúðarhúsið á Eyrarbakka sem hlýtur þessi dapurlegu örlög.

Þennan dag:1969 Frímerkjafélag UMFE stofnað.

09.10.2009 09:21

Stormur á

Það var um 21 m/s á EyrarbakkaÞað var víða hvasst í morgun. Mesti vindur á láglendi var á  Stórhöfða sjálfvirk stöð 44,6 m/s Sámsstaðir 31,9 m/s  Surtsey 29,3 m/s. og Steinar undir Eyjafjöllum 29,1 m/s. Þá er stormur á Sandskeiði og óveður á Kjalarnesi. Á Bakkanum kl.9 var hámarksvindur  20.8 m/s en í mestu hviðum í morgun náði vindhraðinn 27.9 m/s. Ekki er búist við að fari að lægja verulega fyrr en seint í kvöld en storminnum ætti að slota á þessum slóðum um hádegisbil. 

Björgunarsveitinn Björg á Eyrarbakka hefur verið á vaktinni og sinnt útköllum vegna lausra þakplatna.

05.10.2009 11:09

Stjörnuhrap

Mynd.RUVLögreglumenn á leið um Eyrarbakkaveg náðu mynd af loftsteini sem féll til jarðar einhverstaðar í Ölfusi liðna nótt. Nánar er sagt frá þessu á RUV

Á Wikipedia segir að loftsteinar séu efnisagnir utan úr geimnum sem dragst inn í gufuhvolfið vegna aðdráttarafls jarðar. Þegar þeir falla í átt til jarðar á leið sinnni gegnum gufuhvolfið, verða þeir glóandi af hitanum sem myndast vegna loftmótstöðunnar sem þeir verða fyrir.

Flestir loftsteinar eru taldir mjög litlir, aðeins nokkur grömm. Þar af leiðandi brenna flestir þeirra upp í andrúmsloftinu á leið sinni til jarðar. Einstaka sinnum er loftsteinn það stór að hluti af honum kemst klakklaust gegnum allt gufuhvolfið og fellur á jörðina. Nokkrir slíkir hafa fundist og eru varðveittir á söfnum eða jafnvel þar sem þeir lentu.

Það er gömul trú að þeir sem verða vitni að stjörnuhrapi fái eina ósk uppfyllta, en ekki fylgir sögunni hvers lögreglumennirnir óskuðu sér á næturrúntinum.

Sjá einnig: http://stjornuskodun.blog.is/blog/stjornuskodun/entry/959841/

30.08.2009 20:30

Berjatíminn

Bláber Talsvert var um það í dag að fólk færi í berjatínslu upp í fjallshíðar, enda veðrið til þess hið ákjósanlegasta. Flest ber eru orðin vel þroskuð og víða krökt af þeim. Berjasprettan virðist góð þetta árið, en í fyrra var metár í berjasprettu sunnanlands.

Í dag fór hitinn hér upp í 17,4 °C og hlýjast á landinu eins og svo oft  í sumar og að auki dagsmet  á Eyrarbakka. Eldra dagsmet er frá 1984 14.5°C

24.08.2009 13:00

Bill missir afl

Ofurstormurinn BillUm kl. 9 í morgun var Bill staddur 305 km. NA af Cape Race á Nýfundnalandi og stefnir ANA á 69 km/klst og mun auka hraðann á næstu 1 til 2 dögum. Vindhraðinn er nú 110 km/klst, en með hvassari hviðum. Gert er ráð fyrir að stormurinn veikist frekar á næstu dögum. Bill er nú skilgreindur sem mjög öflugur stormur 980 mb. með ofsaveðri á köflum og verður svo næstu tvo daga. Veðuráhrif stormsins ná nú 510 km. út frá miðju hans.

23.08.2009 21:46

Fréttir af Bill

Fellibylurinn Bill

Stormurinn Bill er nú við Nova Scotia og telst vera 1. stigs fellibylur. Hann mun fara yfir Nýfundnaland í nótt. Stefnan er NA á 56 km.hraða. Vindhraðinn er 120 km/klst en hvassari í hviðum.Loftþrýstingur er nú 970 mb. Veðuráhrif frá fellibylnum nær yfir 465 km út frá miðju og fylgir honum mikil úrkoma. Allt bendir til þess að hann muni þvera Atlantshafið og fara yfir Skotland og þaðan til Noregs.

21.07.2009 11:22

Höfn horfið

Höfn
Húsið Höfn í Einarshafnarhverfi var rifið nú í vikunni og er það fimmta jarðskjálftahúsið í þorpinu sem hlýtur þau örlög. Húsið var steinhús frá 5. áratug 20.aldar.

18.05.2009 00:25

Eyrarbakki í sumarfötin

Eyrarbakki í sumarfötin. Mynd: AÁEyrarbakki var klæddur í sumarfötin í blíðskaparveðri á laugardaginn  16.maí. Íbúar og velunnarar þorpsins mættu við Gónhól kl. 10 þar sem  Barnaskólinn, Björgunarsveitin og Kvenfélagið skipulögðu aðgerðir.  Sjálfboðaliðar hreinsuðu fjöruna, vegkanta, garða og torg allan daginn  og hittust svo aftur við Gónhól kl. 16.00 þar sem var sameiginleg  grillveisla í boði Vesturbúðar og Gónhóls á Eyrarbakka, Hp  flatkökubaksturs á Selfossi, Kjöríss í Hveragerði Vífilfells og  Atvinnuþróunarfélags Suðurlands.
 Aðstandendur framtaksins og þátttakendur skiluðu okkur snyrtilegu þorpi og glöðum einstaklingum eftir vel unnið dagsverk.

01.05.2009 15:24

Húsbílabragur

Tjaldsvæðið á EyrarbakkaHúsbílafólk setti svip sinn á bæjarbraginn í dag og þorpið iðaði af ferðaglöðu fólki.

Tjaldstæðið á Eyrarbakka opnaði formlega með pompi og prakt í dag 1. maí og þar voru komnir fjöldi húsbíla í morgunsárið. Geymslurnar í Gónhól voru einnig opnaðar og út streymdu bæði húsbílar og tjaldvagnar í löngum röðum.
 
Björgunarsveitin Björg hefur umsjón með tjaldstæðunum á Eyrarbakka og Stokkseyri og er aðgangseyrir 500 pr.mann og rafmagnstenging kr. 300

14.04.2009 23:23

Merkum munum bjargað frá glötun

Skólahurðum bjargaðBrimið brá sér í smiðju þeirra bræðra Guðmundar og Gísla Kristjánssona á Eyrarbakka, en þeir bræður fundu fyrir nokkrum árum merkilega hurðasamstæðu í ruslagám bæjarins og þegar betur var að gáð reyndust hér komnar upprunalegu hurðirnar úr Barnaskólanum á Eyrarbakka, en hann er elsti starfandi barnaskóli landsins sem kunnugt er. Núverandi skólahús var tekið í notkun árið 1913 og taldi þá tvær stofur auk gangs og baðklefa. Smiðirnir tóku á það ráð að gera hurðirnar upp og hafa nú fundið þeim nýjan stað í gömlu trésmiðjunni sem þeir bræður eru að breyta í íbúðarhús um þessar mundir. En þetta er ekki það eina sem þeir Guðmundur og Gisli hafa bjargað frá glötun, því í smiðju þeirra kennir ýmissa viða frá fornu fari og má sem dæmi nefna tvær fornar blakkir úr eik sem þeir fundu í fjörusandinum eftir hafrót mikið. Þeim þótti merkilegt hve vel þær hafa varðveist í sandinum enda alveg óskemdar. Telja þeir blakkirnar komnar úr skipinu Hertu sem strandaði við Eyrarbakka fyrir margt löngu.
Fornar blakkir úr eik

09.03.2009 12:39

Framtíðarsýn Eyrbekkinga byggir á ferðaþjónustu.

BúðarstígurÁ íbúafundi sem haldinn var í Gónhól sl. Laugardag kom fram sterkur vilji til að byggja upp ferðaþjónustutengdann atvinnuveg. Hið gamla 19.aldar söguþorp er sú umgjörð sem er aðlaðandi fyrir ferðamenn auk ósnortinnar náttúru í nágreni þorpsinns. Hinn sérstæði skerjagarður, brimið og fjölskrúðugt fuglalíf ásamt einstaklega fallegri götumynd með gömlum húsum til beggja hliða er það aðdráttarafl sem unnt er að virkja ásamt minjasöfnunum og hinni miklu sögu og listsköpun sem byggðinni tengist. Rauða húsið og Gallery Gónhóll hafa nú þegar skapað sér traustan sess á Eyrarbakka sem hluti af þeirri upplifun sem ferðamenn njóta í þessu sérstæða þorpi.

Til þess að styðja við þessa uppbyggingu og nýsköpun í atvinnumálum sveitarfélagsins þarf bæjarstjórn Árborgar að tryggja greiðan aðgang að opinberri þjónustu og upplýsingum fyrir heimamenn,sumardvalargesti og ferðafólk. Þá er nauðsynlegt að hefja þá göngustígagerð sem lofuð hafði verið fyrir síðustu kosningar nú þegar á þessu vori. Bæta þarf aðstöðu fyrir húsbílafólk á tjaldstæði og koma fyrir snyrtiaðstöðu á fleiri stöðum ásamt bekkjum og borðum. Til lengri tíma þarf að huga að holræsamálum svo hægt sé að nýta ávaxta fjörunnar og gera hana aðlaðandi.

Þá liggja tækifæri einkaaðila í að koma upp gistiaðstöðu, fræðslu og menningarsetrum í tengslum við söfnin, strandmenninguna og fuglafriðlandið. Þá eru hugmyndir uppi um að halda festival á komandi sumri sem byggir á að færa þorpið í búning þess tíma þegar þorpið var höfuðstaður menningar og viðskipta. Tækifærin liggja víða og vonir manna standa til þess að unnt verði að byggja upp gömlu vesturbúðirnar og bryggjurnar. Þá gætu klappaveiðar skapað sérstöðu sem aðdráttarafl fyrir stangveiðimenn, en slíkar veiðar voru talsvert stundaðar á árunum áður.

Það er ljóst að mikill hugur býr í Eyrbekkingum sem láta nú engann bilbug á sér finna þrátt fyrir kreppu og þrengingar í efnahagslífinu, enda hafa Bakkamenn marga fjöruna sopið í þeim efnum.

03.03.2009 23:35

Tvö hús jöfnuð við jörðu í dag

Smáravellir
Tvö sjálftahús voru jöfnuð við jörðu í dag með stórvirkum vinnuvélum. Það eru húsin Smáravellir sem hér sést á efri myndinni og Mundakot II, neðri mynd. Þá eru fjögur hús horfinn af Bakkanum og þykir Eyrbekkingum það sorgleg sjón að sjá á eftir þessum reisulegum húsum.
Mundakot II
Eins og áður hefur komið fram hér á síðunni, þá voru öll þau hús sem þegar er búið að brjóta niður byggð úr holsteini, en það er hleðslusteinn úr vikurblöndu. Sá byggingarmáti var mjög til siðs á sjötta áratug síðustu aldar. Allnokkur hús voru þannig byggð á Eyrarbakka sem og víðar.

Enn eru einhver hús sem bíða sömu örlaga og sjónarsviptir verður af. En sem betur fer eru Eyrbekkingar ekki af baki dottnir og byggja ný falleg og reisuleg hús sem falla vel við gamla þorpið.

Flettingar í dag: 26
Gestir í dag: 15
Flettingar í gær: 612
Gestir í gær: 76
Samtals flettingar: 2483345
Samtals gestir: 275492
Tölur uppfærðar: 25.2.2020 01:49:15


Sjólag og horfur

 

 
 
 Ölduspá 24. 2. 2020Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit