09.10.2009 09:21

Stormur á

Það var um 21 m/s á EyrarbakkaÞað var víða hvasst í morgun. Mesti vindur á láglendi var á  Stórhöfða sjálfvirk stöð 44,6 m/s Sámsstaðir 31,9 m/s  Surtsey 29,3 m/s. og Steinar undir Eyjafjöllum 29,1 m/s. Þá er stormur á Sandskeiði og óveður á Kjalarnesi. Á Bakkanum kl.9 var hámarksvindur  20.8 m/s en í mestu hviðum í morgun náði vindhraðinn 27.9 m/s. Ekki er búist við að fari að lægja verulega fyrr en seint í kvöld en storminnum ætti að slota á þessum slóðum um hádegisbil. 

Björgunarsveitinn Björg á Eyrarbakka hefur verið á vaktinni og sinnt útköllum vegna lausra þakplatna.

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505178
Samtals gestir: 48644
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 08:54:29