09.08.2014 20:10
Verðlaunagarður

Garðurinn að Hlíðskjálf Eyrarbakka fékk
Umhvefisverðlaun sem fegursti garðurinn í Árborg. Framkvæmdastjóri Árborgar Ásta Stefánsdóttir
afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn sem fram fór í stóra tjaldinu á
hátíðinni "Sumar á Selfossi" í dag. Garðurinn var opnaður almenningi til sýnis,
en þar var einig keramiksýning í tilefni Aldamótahátíðar á Eyrarbakka sem fram
fór sama dag. Listakonan Ása Lísbet afhjúpaði leirskúlptúrinn "Fjörulalla" sem
þykir hafa nokkuð erotíska tilvitnun. Blíðu veður var á Bakkanum, og mikill
fjöldi fólks sótti garðinn heim sem og aðra viðburði Aldamótahátíðarinnar. Haft
var á orði að þessi garður væri best varðveitta leyndarmál á Eyrarbakka og e.t.v.
einn af leyndardómum Suðurlands. Eigendur Garðsins eru Ása Lísbet Björgvinsdóttir sem hér er á myndinni og Óðinn Andersen.

Hluti garðsins við Hlíðskjálf.

Skúlptúrverkið "Fjörulalli".
Skrifað af oka
Flettingar í dag: 1068
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509487
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:29:33