08.03.2014 15:05

Línumenn af Bakkanum

Eyrbekkingar voru áberandi liðsmenn Rafmagnsveitu Ríkisins á upphafsárum rafvæðingarinnar. Hér eru frá vinstri Lárus Jóhannsson, Guðjón Pálsson í Steinsbæ, og Hannes Hannesson Litlu-Háeyri, allir frá Eyrarbakka.


Hannes Hannesson frá Eyrarbakka stendur upp á slá  hornstauravirkis í línunni frá Laxárvirkjun að Akureyri. Myndin tekin sumarið 1953. Það var samkeppni meðal línumanna hver væri svalastur í svona glæfraskap. 

Hannes Hannesson fæddist á Litlu-Háeyri á Eyrarbakka 1930 og starfaði hann  á skrifstofu Rarík til 1967.

 

Heimild: Afmælisbók Rarik, Hilmar Þór Hilmarsson

Flettingar í dag: 601
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 519
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 514839
Samtals gestir: 49184
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 22:11:13