Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

atburður liðinn í

5 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


21.10.2013 22:56

Sú var tíðin, 1929

Þorpið var um þessar mundir að taka breytingum frá því að vera aðal verslunarstaður Suðurlands um aldir og til þess að verða lítið útgerðar og fiskimannaþorp næstu 70 árin að viðbættum landbúnaði og lítilsháttar iðnaði. Ný bátabryggja var tekin í notkun og vetrarvertíð hófst svo 25. febr. er fyrsti báturinn réri. Vel fiskaðist í þessum róðri, en svo dró úr, þannig að vertíðin hjá Bakkabátum varð arfaslök þessa vertíð. Haustaflinn við ströndina var góður þá er á sjó gaf en 3 bátar héðan gerðu þá út frá Sandgerði. Nýyrkja mikil var einnig hafinn ofan við þorpið og mælt og grafið fyrir skurðum til þess að þurka upp landið og byggja upp tún. Þá hafði tekist vel að hefta sandfok og græða upp sandanna sem eyddu túnum fyrrum, en nýr sjóvarnargarður var byggður fyrir sangræðslusvæðinu á fyrra ári. 83 skepnuhaldarar voru þá á Bakkanum og áttu þeir samtals 51 nautgrip, 880 suðfjár og 200 hesta. Áttu þorpsbúar þá 28 ha ræktaðs lands auk engjalandsins, en nýyrkjan gerði ráð fyrir að rækta mætti 900 hektara til viðbótar. Kartöflurækt var mikil og var E. Einarsson einn þeirra stórræktenda. Þorpsbúum hafði fækkað mjög og nú störfuðu aðeins tveir kennarar við barnaskólann í stað fjögra áður.

 Á Litla-Hrauni var verið að setja upp fangelsi í því húsi er fyrr átti að verða sjúkrahús Sunnlendinga og var fangelsið vígt þann 26. febrúar. Fyrstu starfsmenn þess voru Sigurður Heiðdal forstjóri, en hann var áður skólastjóri b.s. á Stokkseyri, Zóphanías Jónsson, matráður og Jónas Jónsteinsson fangavörður og kennari á Stokkseyri, síðar skólastjóri þar. Netagerð og jarðrækt áttu fangar að ástunda, enda hét þetta "Vinnuhæli" þó oftar væri kallað "Letigarður". Fyrstu fangarnir voru tveir danir og einn íslendingur. Bygging þessi var löngum pólitíkst þrætuepli, öndvert hvort heldur sem af yrði fangelsi eða sjúkrahús. "Heiðdalshús" var byggt þá um sumarið undir forstjórann og störfuðu við það fangarnir sem þá voru orðnir 13 talsins. Skemma var einnig bygð þetta ár. Vörubíl átti fangelsið til aðdrátta. Fangelsið var til sýnis á sunnudögum og heimsóttu það 500 manns.

 UMFE: Ungmennafélagið starfrækti um þessar mundir samkomuhúsið Fjölni (leigði af hreppnum) og hélt þar m.a. fimleikasýningar og heimilisiðnaðarsýningu. Þá vann félagið að vexti bókasafnsins sem Eyrbekkingar búa að enn þann dag í dag. Barnadeild var innan félagsins og mikið starf þar unnið. Þá tók félagið til ræktunar 500 fm. kálgarð sem skipt var upp fyrir félagsmenn. Þá stóð félagið fyrir tréskurðarnámskeiði. Kennarar voru þeir Ríkharðar Jónsson og lærisveinn hans Marteinn Guðmundsson. Danskennslu stóð félagið fyrir og þar kenndu Vikivaki-dansa systurnar frá Oddgeirshólum Katrín og Sigríður Árnadætur. UMFE vildi láta flytja Alþingi aftur á Þingvöll og skoraði á Alþingi að láta fara fram þjóðaratkvæðagreiðslu þess að lútandi.

 Báran: Í verkamannafélaginu Bárunni á Eyrarbakka voru um120 félagsmenn, en félagið var eitt elsta verkalýðsfélag landsins og hélt upp á afmæli sitt með "Báruballi" samkvæmt hefðinni, en félagið var nú orðið 24. ára. Einar Jónsson bifreiðarstjóri var formaður þess.

 Verslun og viðskipti: Byggingavöru-nýlendu og matvöruverslun var hér er ráku bræðurnir Kristjáns. Þá var vefnaðarvöru og olíuverslun er rak Ólafur Helgason. Alhliðaverslun rak hér Guðlaugur Pálsson, (Bygginga-nýlendu-matvöru-ritfanga-vefnaðarvöru, skó, sælgætis og leikfangaverslun). Bergsteinn Sveinsson var og með einhverja byggingavoruhöndlun á sínum snærum. Þá var Jón B Stefánsson á Hofi umboðsmaður hér fyrir Kaupfélag Grímsnesinga. Pedersen lyfsali seldi verslun sína hér Lárusi Böðvarsyni úr Reykjavík. Klæðskeri var hér Ottó Guðjónsson og hafði hann eina saumakonu í vinnu. Gistihúsið var í rekstri. Þar gisti m.a svisslendingur um nokkra vikna skeið og var hann einstaklega vel fjáður, en síðar kom á daginn að hann var eftirlýstur í heimalandinu.

 Pólitík: Undirskriftalistar gengu hér til stuðnings setu sýslumannsinns á Eyrarbakka. Hreppsnefndin fundaði um unglingareykingar og óskaði eftir að kaupmenn á Eyrarbakka og Stokkseyri hættu að selja vindlinga, sem voru nú orðnir mjög vinsælir meðal ungs fólks. Þingmálafundur haldin hér skoraði á landstjórnina að sjá um að útlánavextir bankanna yrðu lækkaðir. Einnig skoraði fundurinn á Alþingi að láta ekki af hendi vatnsréttindi ríkisins í Sogi.

 Skipakomur: Timburskip kom hér í maí og losaði farm. (Sennilega seglskipið "Vera") Þá kom varðskipið Óðinn hér við.

 Jarðskjálftar fundust hér sem víðar um Suðurland snemma árs 1929, var talið að ættu upptök í Henglinum. Öflugur jarðskjálfti reið hér yfir 23. júlí er átti upptök í Ölfusinu.

 Menning: Matreiðslubók gaf út Guðmunda Níelsen. Leiksýningar hefðbundnar voru haldnar í samkomuhúsinu Fjölni.

 Látnir: Halldóra Jónsdóttir (85) frá Gýgjarsteini. Jón Andrésson (79) þurrabúðarmaður Litlu Háeyri. Ingibjörg Pálsdóttir (75) frá Stíghúsi. Helgi Jónsson (73) formaður frá Nýjabæ. Guðfinna Jónsdóttir (70) frá Framnesi. Tómas Vigfússon (67) formaður frá Garðbæ/Götuhúsum. Hann var lengi í hreppsnefnd, kosinn af verkamönnum. Kona hans var Margrét Vigfúsdóttir. Ólafur Bjarnason (68) trésmiður frá Stíghúsi. Valgerður Jónsdóttir (50) frá Bjarghúsum. Sigurður Daníelsson (49) gullsmiður frá Deild. Kona hans var Ágústa Ebenesardóttir. Sigurlín Filippusdóttir (35) frá Einarshöfn.

 Eyrbekkingar fjarri:  Halldór Vívartsson (75) að Svold N. Dakota U.S.A. Hann fluttist frá Eyrarbakka vestur til U.S.A. 1883 og settist að í N.Dakota. Kona hans var Valgerður Magnúsdóttir (d.1926) einig frá Eyrarbakka og áttu þau 10 börn. Andrés Jónsson, (43) kaupmaður af Eyrarbakka, Þorkelssonar frá Óseyrarnesi lést í Reykjavík af veikindum. Kona hans var Katrín Magnúsdóttir. Ásgrímur Jónsson (50) sjómaður Þorkelsonar frá Óseyrarnesi af veikindum. Hann bjó í Reykjavík. Helga Gísladóttir frá Smiðshúsum úr veikindum. Hún bjó í Reykjavík.

Slys: Maður kafnaði í svefni af svækju frá kolaofni. Hann hét Sigvaldi Sigurðsson ættaður úr Breiðafirði og var hér í heimsókn.

Veðurfar:  Mikið óveður og byl gerði í byrjun maí. Hlóð þá niður miklum snjó. 

Af nágrönnum: Húsbruni varð á Stokkseyri og brann til kaldra kola. Mjólkurbú Flóamanna tók til starfa. Hús fyrir starfsemina var byggt við bakka Ölfusár þar sem um þessar mundir er verslunarþorp í örum vexti og nefnt hefur verið Selfoss.

 Heimildir: Skinfaxi, Andvari, Búnaðarrit, Árbók HSK. Alþýðubl. Morgunbl. Vísir, Lögberg, Ísafold.

Flettingar í dag: 1695
Gestir í dag: 267
Flettingar í gær: 1980
Gestir í gær: 234
Samtals flettingar: 2611679
Samtals gestir: 291839
Tölur uppfærðar: 8.8.2020 11:55:10


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit