Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


18.03.2013 23:23

Sú var tíðin, 1921


Árið 1921 voru 930 íbúar á Eyrarbakka og hafði þá fækkað um 26 manns frá fyrra ári. Að frátöldum kaupstöðum var Eyrarbakki næst stærsta kauptún landsins, en aðeins Akranes var litlu fjölmennara. P. Níelsen fyrrum verslunarstjóri vildi láta friða "Sæörninn"* (Haförn) og veita verðlaun fyrir hverja skotna tófu. Framfaraskref voru stiginn, því nú var lagður sími milli Eyrarbakka og Þorlákshafnar og símstöð sett þar. Það kom til að yfir vertíðina hefði nokkur fjöldi vermanna þar viðveru, en auk þess var lagður nýr símaþráður milli Eyrarbakka og Ölfusárbrúar (Símstöð var í Tryggvaskála).

[*Þá var talið að einungis þrenn pör væru eftir í landinu auk nokkurra geldfugla. Talið var að rekja mætti fækkun arnarstofnsins til þess að eitrað var fyrir honum sem og tófum og ýmsum vargdýrum. ]

Verslun: Verslun Guðmundu Nielsen í Miklagarði var nú ævinlega kölluð "Guðmundubúð" og þar fékst allt mögulegt á milli himins og jarðar, nema "Bakkavínið". Væntingar stóðu til viðskipta við sveitir Rángárvallasýslu að stærstum hluta. Kaupfélaginu Heklu var breytt í pöntunarfélag* til að komast undan útsvars-álögum. Verslun Andrésar Jónssonar var enn með stærri verslunum hér og að auki með búð á Stokkseyri og Reykjavík. Þá var hér ásamt fleirum kaupmönnum, Ögmundur Þorkelsson, Guðlaugur Pálsson, Ólafur Helgason í Túnbergi, Jóhann V. ofl. Á Stokkseyri stóð Kf. Ingólfur** sem viðskiptamesta verslunin.  Spíritus (Kogari) og brennsluspritt var hér selt í lyfjabúðinni og þótti drykkjarhæft, en bannlög voru fyrir því að flytja inn áfengi og lá við stríði hér milli "Templara" og "andbanninga". Nokkrir andbanningar á Eyrarbakka, kaupmenn o. fl., með prestinn í broddi fylkingar, stormuðu til boðaðs fundar hér um bannlögin, í þeim tilgangi að álykta um afnáms bannsins, en þó varð ekki af þeirri kröfu, þar sem fjöldi Templara stóðu í vegi fyrir framgangi þess.

[*Kf.Hekla var pöntunarfélag upphaflega. ** Einar Benediktsson og Ólafur Árnason stofnuðu

á sínum tíma "Ingólf" á Stokkseyri.]

Skipaferðir: Mb. Víkingur kom í apríl með vörur úr Reykjavík* og Mb. Njörður kom með vörur hingað frá Reykjavík í maí og skip Eimskipafélagsins "Es. Suðurland" í sömu erindum til Eyrarbakka og stokkseyrar ýmist, nokkrar ferðir yfir sumarið. Mótorkútterinn "Úlfur" einnig frá Vestmannaeyjum með varning og fólk. Es. Vaagekallen kom hingað í nóvember með ýmsar vörur.

[*Sýslunefndin Skoraði á Alþingi að veita ríflegan styrk til bátaferða milli Rvikur og Eyrarbakka eða Stokkseyrar.]

 

Útgerð: Bátaeigendur á Eyrarbakka gátu nú tryggt báta sína fyrir skemdum vegna ísreks úr Ölfusá, sem öðrum hættum og skemdum. Fiskiþing samþykkti að verja 25.000 kr. til bryggjugerðar hér á Eyrarbakka og Stokkseyri, vélbátaútgerðinni til hagsbóta. Afli Bakkabáta var einna mestur á haustvertíðinni. Olíuverð var hátt, en fiskverð lágt, þannig að útkoman var með rírasta móti hjá mótorbátum, en betri á róðraskipum. Frá Þorlákshöfn gengu 7 róðraskip.

Samgöngur: Bifreiðaferðir milli Reykjavíkur og Eyrarbakka voru orðnar mjög reglulegar og allnokkrir sem buðu upp á ferðir þessar, svo sem Filipus Bjarnason í Reykjavík og bifreiðastöð Steindórs. Bifreiðar voru efnaðri menn að eignast hér í þorpinu, svo sem Andres Jónsson kaupmaður og aðrir oft í félagi um bifreið.

Skóli: Aðalsteinn barnakennari Sigmundsson fór með fimm nemendur héðan í laugarnar í Laugardal. Fóru þeir á þrem reiðhjólum, en tilgangurinn var m.a. að kenna þeim að synda. Skátafélagið "Birkibeinar"* stofnaði Aðalsteinn hér um líkt leiti. Handavinnumunir, skólabarna héðan (einkum úr basti,tágum og hrossatvinna)  fóru á Heimilisiðnaðarsýninguna í Reykjavík.

[

*Skátafélagið "Birkibeinar" stofnað í nóv. 1920]

Slysfarir: Magnús Jónsson frá Stokkseyri og Guðmundur Jónsson frá Hæli, slösuðust nokkuð um borð í togaranum Agli Skallagrímssyni, er brot reið yfir, en skipið var statt á Selvogsbanka. Tveir bátar rákust samann og sukku á legunni á Stokkseyri eftir stórflóðs-öldu. Maður að nafni Guðbjartur,fór héðan af Bakkanum áleiðis til Reykjavíkur og talið að hafi orðið úti á Hellisheiði.

Látnir: Ragnhildur Þorsteinsdóttir (99). Hún var fædd 5. október 1821. Ragnhildur var mágkona Þorleifs hins ríka á Háeyri. Var hún bústýra á Simbakoti meiri hluta æfinnar, þar til kraftar hennar þrutu, en þá tóku þau hana hjónin Jakob og Ragnheiður í Einarshöfn og önnuðust hana til dauða dags. Sólveig Árnadóttir frá Steinsbæ (89) Guðríður Filippusdóttir frá Einarshöfn (84). Ólöf Jónsdóttir Neistakoti (84). Bergsteinn Pétursson Garðhúsum (ungabarn). Meybarn Þórdís Jónasdóttir Nýjabæ (Hvítvoðungur)

Sýslan og Sveitin: Magnús Torfason, tók við sýslumannsemættinu og settist hann að á Selfossi. Skömmu síðar veiktist hann af nýrnarbólgu og lagðist inn á Landakot. Steindór Gunnlaugsson tók þá við embættinu til bráðabrigða. Var hann sá 15. sem gegnir embættisstörfum þessum síðan Sigurður sýslumaður Ólafsson í Kaldaðarnesi sagði af sér árið 1915. Sýslubúar voru eitthvað á 7. þúsund.

Ýmislegt: Fyrsta heimild um dúfu hér á Eyrarbakka, er þess getið í auglýsingu að P.Nielsen hafi bjargað úr klóm ránfugls hér af götunni og sent til Reykjavíkur. Auglýst var eftir eiganda dúfunar í Vísi 214.tbl.1921. Ástríður Sigurðardóttur, 11 ára Bakkamær safnaði hér 191 kr. fyrir bágstödd börn í Austurríki. "Lýsa" var höfð til matar heima fyrir.

Hagtölur 1921: Olía og veiðarfæri hækkuðu um 20% frá fyrra ári, sem og annð verðlag. Gengi dollars var 5.75 kr. Gjaldeyrisskortur var í landinu og höft þess vegna.

Heimild Dagblöð 1921: Morgunbl. Vísir, Alþýðubl. Lögrétta, Ísafold, Tíminn, Heimskringla.

Tímarit 1921: Ægir, Templar, 19.júní. Dýraverndarinn.

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 249
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 347
Samtals flettingar: 2656260
Samtals gestir: 303831
Tölur uppfærðar: 1.10.2020 15:15:35


Sjólag og horfur

 

                                                                       BRIMSPÁIN - SMELLIÐ HÉR
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

Það er í dag!

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit