Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


10.07.2011 23:07

Sandkorn úr sögu þorpsins

Gata á Eyrarbakka      Elsti hreppsjóðurinn á  Eyrum var Þorleifsgjafasjóður. Gjöf Þorleifs ríka til Stokkseyrarhrepps 16. 2. 1861.

      Fjallkóngur á Eyrarbakka 1929-1938 var Jakop Jónsson í Einarshöfn.

      Grímur í Nesi lét setja skipafestar í lónið "Blöndu" á Stokkseyri.

      Árið 1765 var fiskur í fyrsta sinn saltaður til útflutnings á Eyrarbakka.

      Árið 1898 komu lóð í stað handfæra.

      Niels Lambertsen verslunarstjóri á Eyrarbakka gerði tilraunir með þorskanet um aldamótin 1800.

      Laxanet voru lögð í Öfusá í fyrsta sinn 1807.

      Páll Grímsson á Óseyrarnesi og Gisli Gíslason silfursmiður í Þorlákshöfn gerðu tilraunir með hnísunet á vertíðinni 1903.

Áraskip      Ábyrgðasjóður opinna áraskipa var stofnaður á Eyrarbakka 1884.

      Sjómannaskóli  Árnessýslu var stofnaður  1890. (tók til starfa 1893)

      Sjómannasjóður Árnessýslu var stofnaður 1888.

      Fiskimjölsverksmiðja var stofnsett 1952 og hóf störf ári síðar. Hún var í eigu hraðfrystihúsa  á Eyrarbakka og Stokkseyri.

      Plastiðjan HF hóf starfsemi 1957.

      Flest komu skip til Eyrarbakka 1927 og voru 18 talsins. Síðustu skipakomur voru árið 1939.

      Af skipi er sökk við Eyjar 1350 rak kistu á Eyrarbakka. Í henni var skrúður biskups og brent silfur.

      Vertíðir á Eyrarbakka byrjuðu á kindilmessu, 2. febrúar og enduðu á Hallvarðsmessu, 15. mai.

      Árið 1743 rak 2.160 fiska á fjörur Eyrbekkinga.

      Eyrbekkingar áttu skógarhögg á Gnúpverjaafrétti.

      Gamli Hraunsárskurður var grafinn 1909.

      Árið 1918 áttu Eyrbekkingar 93 kýr, 1.151 sauðkind og 283 hross.

      Selveiðar í Ölfusá voru fyrst stundaðar á 13. öld.

      Sveinn Sveinsson í Haustshúsum var fyrstur til að nýta þara til áburðar. Það var árið 1901.

      Árið 1718 voru tveir kálgarðar á Eyrarbakka.

Nýjasta barnaskólahúsið á Eyrarbakka er aldargamalt og enn í notkun.*      Þinghús Eyrbekkinga (Árnesþings) var reist norðvestan Háeyrar 1852 og var jafnframt fyrsta skólahúsið  og rúmaði 30 börn. Húsið var nýtt undir kennslu á vetrum  til 1874. Þá flutti skólinn í "Kræsishúsið" á Skúmstöðum (Byggt af Hinrik O. J. Kreiser verslunarþjóni, en hann fór til Vesturheims  1871). Árið 1880 var það rifið vegna fúa og nýtt og stærra hús byggt í staðinn og var það notað til 1913. (Húsið stendur næst austan við Gamla Bakaríið.)

      Fyrsti heimiliskennarinn á Eyrarbakka var Árni Þórarinsson og kenndi hann kaupmannsbörnum 1767-1769.

      Tóvinna er elsta iðngrein sem stunduð var á Bakkanum.

      Mestu kreppu og hallærisár voru á Bakkanum 1868, 1870 og 1873.

      Milli Ölfusár og þjórsár er 6 tíma gangur en klukkustund milli Eyrarbakka og Stokkseyrar.

      Búðir norskar kaupmanna stóðu í landi Einarshafnar frá árinu 1316. Um aldamótin 1500 var byggt þar stórt geymsluhús og baðstofa úr timbri. Stóð það á hnéháum stöplum.

      Barkskipið "Eos" frá Hafnafirði strandaði á Eyrarbakka í janúar 1920. Enskur togari bjargaði áhöfninni.

      Mikinn hafís rak að landi 12. febrúar 1881 og skóf allt þang af skerjunum. Gerði þá góðar sölvatekjur um sumarið.

Gamla Bakaríið      Fyrsti bakarinn á Eyrarbakka var N.C. Bach.

      Sá sem var fyrstur til að sjá Bakkaskip koma út við sjóndeildarhring nefndist "sjónvætti" og átti hann vísa 1 spesíu í verðlaun frá hafnsögumanni.

      Cristiansen skipstjóri á Bakkaskipinu  Anne Loiese fann upp "sveifluakkerið" en það kom í veg fyrir að skip slitnuðu upp.

      Lóðsflaggið var hvítt með rauðri fimm arma stjörnu í miðju og dregið upp við komu skips. Þá var "dannebro" dreginn upp þegar skip hafði lagt við festar.

      Bær einn á Eyrarbakka sneri framhlið til vesturs og þótti þar kalsamt í útrænunni. Nefndist bærinn "Nepja" en bærinn fékk síðar veglegra nafn og nefndur "Seffir" eftir Bakkaskipinu "Zephyr" er þýðir "vestan blær".

      Ásgrímur gamli Eyjólfsson sat daglangt við kornrennuna í Vesturbúð og smíðaði hrífur og ljái í hjáverkum.

      Daglaunamenn í Vesturbúð er unnu úti fengu í kaupbæti eina skonroksköku og kvartpela af brennivíni.

      Á Bakkanum nefndust ávísanir "Bevís".

Vinsælt að taka myndir í garðinum  við Húsið      Oline hét kona Andreas Lefolii  (sonur I.R.B. Lefolii) og tók hún ljósmyndir á Bakkanum. Í fylgd með þeim var Möller gamla en hún tók nokkur steypumót af íslenskum hestum.

      I.R.B. Lefolii gaf stundaklukkuna sem var á vesturhlið Kirkjunnar þar til í fyrra, er hún var tekin niður.

      Vegurinn Bárðarbrú var gerð um 1880 en Nesbrú um 1890.

      Brú var byggð yfir Hraunsá 1876.

      Bygging sjógarðsins kemur fyrst til umræðu 1785 og nokkrum árum síðar er hlaðinn skans við búðirnar en hann hvarf í flóðinu 1799.

      Markaskurðurinn var grafinn 1885-1887.

      Hraunsskurðurinn var grafinn um 1908 (4,5km)

      Kjálkaskurðurinn var grafinn 1922-1928.

      Holræsið mikla var grafið 1929.

      Litlahraunsholræsið var grafið 1933.

Himildir: Samtíningur ó.t.g.

Flettingar í dag: 806
Gestir í dag: 269
Flettingar í gær: 1085
Gestir í gær: 322
Samtals flettingar: 2646356
Samtals gestir: 300956
Tölur uppfærðar: 18.9.2020 09:55:00


Sjólag og horfur

 
                                                MIKILLI ÖLDUHÆÐ SPÁÐ SUNNUDAGINN 20. SEPTEMBER
 
 
 Eyrarbakki IcelandF U L L T T U N G L

eftir

13 daga

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit