Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

atburður liðinn í

3 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


31.01.2011 01:24

Draugaskipið "Rósa"

Oft í sögunni hafa sjómenn svarið þess dýran eið upp á æru og trú að hafa séð draugaskip siglandi fyrir fullum seglum einhverstaðar á víðáttum heimshafana og oft hafa spunnist ótrúlegar sögur af þessum mannlausu farkostum sem væru dæmd til að sigla um regin höf til eilífðar nóns. Það var því engu líkara en eitt slíkt draugaskip hefði verið sært upp af illum öndum síðla dags þann 6. mars 1847, því þennan dag sáu menn úr Þorlákshöfn dularfullt skip í hafi, reiðalaust og á reki 4-5 mílur undan landi.

Það var brim og stormur á Bakkanum og úti fyrir Þorlákshöfn þennan dag og því ekki hægt að kanna þetta ókunna skip nánar og brátt hvarf það út í myrkrið og sortann. Daginn eftir (7. mars) sást skipið enn á ný á þeim sama stað og fyrri daginn, en nú var sjóveður betra og lögðu 4 teinæringar út frá Þorlákshöfn og tókst þeim að komast að skipinu og kanna það nánar. Skipið sem hét "Rose" reindist vera mannlaust og augljóslega yfirgefið, því skipsbátinn vantaði. Farmur þess var eðal timbur, líklega mahony frá Ameríku, en engin skipskjöl fundust önnur en hafnarkort af Liverpool, en þangað átti skipið trúlega að fara. Tóku þeir nokkuð lauslegt og settu í báta sína.

Nú vildu menn draga skipið að landi, enda mikil verðmæti, fólgin í skipi og farmi. En það var sama hvað á árarnar reyndi, skipið dró þá í þveröfuga átt, vestur með landi og út á haf svo senn mundi mönnum landsýn hverfa. Urðu þeir nú að sleppa skipinu svo heim næðist fyrir myrkur og réru þeir að því búnu nokkuð vonsviknir til Þorlákshafnar. Það var svo tveim dögum síðar, (9.mars) eins og fyrir hendi hinna ófyrirleitu anda þessa draugalega skips, að borið hafði á sama stað og þegar til þess sást fyrst. Réru nú öll róðraskip sem á flot varð komið frá Elliðahöfn 16 að tölu undir stjórn Eyjólfs Björnssonar hreppstjóra í Þorlákshöfn út að draugaskipinu og festu í það taugar og tóku menn á árum hvað þeir gátu á öllum 16 skipunum. Með miklu erfiði og útsjónarsemi tókst þeim smátt og smátt að þoka draugaskipinu nær og nær landi, þar til að lokum náðu skipinu til hafnar og festu þar tryggilega.

Þá var tekið til ráðs að sækja sýslumann, sem svo kvað upp úr með það að best væri að rífa þetta andskotans skip, og bera viði þess og farm á land. Yfir þetta verk setti hann bræðurna Magnús á Hrauni, Árna á Ármóti og Halldór Guðmundsson á Torfastöðum og gekk það verk furðu vel og áfallalaust. Seldi svo sýslumaður allt góssið á uppboði, og rann helmingur til Kóngsins í Kaupmannahöfn, sem einhverjum þætti mikill skattur í dag og helmingur í björgunarlaun að frádregnum kosnaði, en góssið seldist á 2.883 ríkisdali og skipsviðir og járn á 698 rd.

Byggt á heimildum: Saga Eyrarbakka, Vigfús Guðmundsson.

Flettingar í dag: 66
Gestir í dag: 21
Flettingar í gær: 941
Gestir í gær: 132
Samtals flettingar: 2607102
Samtals gestir: 291226
Tölur uppfærðar: 6.8.2020 01:03:30


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit