Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


FULLUR MÁNI / FULL MOON / FULLT TUNGL

eftir

23 daga

ALMANAKIÐ

N Ó V E M B E R  M Á N I N N
          
 Fyrsta kvartil  4  Nóvember  2019  Gora
 Fullt tungl  12  Nóvember  2019  Vetrarmáni 
 Síðara kvartil  19  Nóvember  2019  
 Nýtt tungl  26  Nóvember  2019  Ýlir
  


12.01.2011 22:22

Hraungerðismæðgur

Pálína PálsdóttirPálína Pálssdóttir í Hraungerði var fædd 9. maí 1891 að Háakoti í Fljótshlíð, en hún ól allan sinn aldur á Eyrarbakka. Faðir Pálínu, Páll Guðmundsson frá Strönd í Meðallandssveit, vertíðarmaður á Eyrarbakka dó af lungnabólgu áður en hún fæddist og ólst hún upp hjá móður sinni Þorgerði Halldórsdóttir frá Rauðnefsstöðum í Rangárvallasýslu og ömmu sinni sem þá var ekkja. Þær mæðgur, Ingveldur móðir Þorgerðar og Pálína fluttu sig til Eyrarbakka og voru þær jafnan kallaðar Hraungerðismæðgur. Pálína vann í mörg ár í "Húsinu" á Eyrarbakka, en það þótti góður skóli fyrir ungar stúlkur að ráðast þangað. Þær mæðgur Þorgerður og Pálína sáu um kirkjuna í mörg ár, og var þar ekki kastað til höndum. Pálína giftist árið 1913 ekkjumanni, Guðmundi Ebenesersyni skósmið, en ekki varð þeim barna auðið. Pálina var mikilHraungerði/mynd -eyrarbakki.is söng og félagsmálakona. Hún gaf sig einnig að pólitík og var á hægri væng litrófsinns. Guðlaugur Pálsson kaupmaður ólst upp hjá þeim mæðgum í Hraungerði, en hann var sonarsonur Ingveldar.


Eitt sumar, er þær mæðgur voru í kaupavinnu, Þorgerður með dóttur sína á einum stað, en amman á öðrum, brann litla húsið sem þær leigðu á Bakkanum. Þar misstu þær hvert tangur og tetur, sem þær áttu, utan ígangsklæða í kaupavinnunni. Allt var þá ein öskuhrúga þegar þær komu aftur heim. Þar brunnu þrír skautbúningar með silfurbeltum, koffrum og dýrri handavinnu, arfur frá ríkari formæðrum. Enginn maður gaf þeim neitt, engin samskot voru höfð af efnaðra fólki eins og annars var venja á Bakkanum, þegar heldra fólk átti í hlut. Ef til vill varð sá atburður til að móta Pálinu sem öfluga félagsmálakonu, bæði á andlegum sem og pólitískum vettvangi.


Heimild: Morgunblaðið , 218. tbl.1983 - http://brim.123.is/blog/record/433319/ - www.eyrarbakki.is

Flettingar í dag: 375
Gestir í dag: 94
Flettingar í gær: 235
Gestir í gær: 120
Samtals flettingar: 2423362
Samtals gestir: 266208
Tölur uppfærðar: 19.11.2019 16:32:37


Sjólag og horfur

 

 
 
 Ölduspá 13. 11.  19
Ölduhæd allt ad 5 m næstu dagaVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit