Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

eftir

22 daga

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


27.11.2010 14:07

Hornriði

Strekkingsvindur með dembuskúrum, hér við sjávarströndina, voru í eina tíð nefnd "hornriði". Þá  var talað um hornriðaöldu, hornriðabrim og hornriðasjó þessu samfara. Í illmúruðum hornriða og harðindatíð á vetrum renna afarháar kviköldur og hvítfyssandi fallsjóir undan strekkings veðri á vesturleið til djúpanna og valda ógurlegu brimi við suðurströnd landsins, einkum í Eyrarbakkabugðunni.

Eru kvikur þessar nefndar harðindakvikur, enda jafnan fyrirboði mestu illtýruharðinda, og brimið, sem undan þeim rennur, er kallað hornriðasjór eða harðindabrim. í þannig háttaðri veðráttu er oft lygnt nærri landinu (lognsæbrigði) og aðeins andvari af norðri, og eykst þá brimið ávalt því meir sem meira blæs á móti úr gagnstæðri átt eða í aflandsvindi. Getur sá andhyglisháttur, milli hornriðans og há-áttarinnar, staðið svo dögum skiptir, uns hornriðinn verður að láta i minni pokann, og útslétta er á komin, svo að hvergi örlar við stein, engin agga sést við landið og öræfasund öll eru fær, jafnvel mús á mykjuskán, en sjaldan stendur sú ládeyða lengi, þvi undirdráttarveðrið (sem oftast er aðeins svikahlér) með hornriðann í fararbroddi, er þá oft fyrr en varir í aðsígi.

Bjarni Björnsson bókbindari (1808-1890) í Götu á Stokkseyri var fjölfróður maður og minnugur. Sagði hann að frá ómunatið hefði sú saga i munnmælum verið viðhöfð hér um nafnið á hornriðanum, að áður fyrr þá er menn úr Austursveitum sóttu nauðsynjar sínar út á Bakka, hafi þeir riðið á meljum eða marhálmsdýnum og við hornistöð, en það tiðkaðist þó ekki á Bakkanum.  Fyrir þvi hafi Bakkamenn tekið upp á þvi, að kalla þá "hornriða", og síðan, í óvirðingarskyni við þá, látið þessa hvimleiðu veðráttu heita í höfuðið á þeim. Þeir skírðu hana því hornriða og er hún talin einhver versta og langvinnasta veðráttan í Flóanum og við sjávarsíðuna á Suðurlandsundirlendinu. Þó má vel vera að um eftirá skýringu sé að ræða og nafnið sé einfaldlega dregið af riðandi öldum sem brotna í hornboga.

Heimild: Jón Pálsson í Vöku 1.tbl. 1927

Flettingar í dag: 38
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 944
Gestir í gær: 111
Samtals flettingar: 2614257
Samtals gestir: 292095
Tölur uppfærðar: 11.8.2020 00:34:27


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit