Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


F U L L T T U N G L

Það er í dag!

ALMANAKIÐ

Á G Ú S T M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  3
ágúst
2020  
 Síðara kvartil 11 ágúst 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
18
25
ágúst
ágúst
2020
2020  


20.11.2010 23:42

Fjársjóður Hafliða.

Háeyri (Reginn)Hafliði Kolbeinsson, var einn af "Kambránsmönnum" og varð að taka út sinn dóm fyrir það á Brimarhólmi í danmörku 1827. Hafliði Kolbeinsson átti eftir dóminum, að sitja æfilangt í fangelsi, en fékk þaðan lausn 1844 og kom hann aftur hingað 1848. Hafliða var margt vel gefið, hann var gáfumaður og góður læknir, og fyrir þá sök gekk hann eigi að útivinnu í Kaupmannahöfn, eins og altítt var um menn í hans stöðu á þeim tímum, en í þess stað var hann öllum stundum í sjúkrahúsi þeirra. Í frítimum sínum hafði hann á 16 árum eignast og dregið saman eitthvað um 800 rdl. Eftir heimkomuna settist hann að hjá bróður sínum Þorleifi á Háeyri og ræktaði kartöflur sem hann kom með að utan, líklega fyrstur manna á Eyrarbakka.

Svo bar til einn morgun veturinn eftir, að formaður einn hér á Eyrarbakka, Magnús í Foki, gengur í bæinn á Háeyri, spyr Þorleif Kolbeinsson, hvort hann geti ekki léð sér mann til róðurs þennan dag, því að einn af hásetum hans sé veikur. Þorleifur kveðst engan mann hafa. Í þessu vaknar Hafliði og segir: "Eg held það sé mátulegt að ég komi, mig langar til að vita hvort eg er búinn að týna áralaginu." Við það fer Magnús, en Hafliði fer að klæða sig. Meðan hann er að því, segir hann við Þorleif bróður sinn: "Það var kynlegur draumur, sem mig dreymdi i nótt. Mig dreymdi, að ég var að hlaupa upp brimgarðinn hérna útifyrir og þótti mér sjórinn vera svo heitur, að hann ætlaði að brenna mig um bringspalirnar." Veður var gott þenna dag, hægur á útsunnan, en milli dagmála og hádegis var komið svo mikið brim við Eyrarbakka, að brimdrunurnar heyrðist upp að Hjálmholti. I því brimi fórst Hafliði Kolbeinsson og þeir allir á skipinu með Magnúsi í Foki.

Sigríður var Hafliðadóttir, Kolbeinssonar. Hún var vinnukona hjá síra Guðmundi Vigfússyni, er síðar varð prófastur, er hann fluttist að austan vestur að Borg á Mýrum. Hún giftist ári síðar Jóni bónda Sigurðssyni frá Hjörsey; hún var síðari kona hans. Þau eignuðust son er Guðjón hét, síðar bóndi á Ánabrekku á Mýrum. Sigríður erfði það sem eftir Hafliða lá, m.a. það fé er honum áskotnaðist erlendis og var þar geimt, en ekkert fé fanst í fórum hans hér heima og furðaði það margan. Munir hans voru síðan seldir á uppboði. Nokkuru síðar dreymir Sigríði dóttur hans, að faðir hennar kemur til hennar og segir við hana: "Peningarnir eru í gaflinum". Hann sagði ekki í hvaða gafli, og því hafði hún ekki gagn af draumnum. En draumurinn styrkti grun hennar, að faðir hennar hefði látið peninga eftir sig og falið vandlega, svo sem hann átti lund til. Honum hafði einhverju sinni orðið það að orði, að utanlands, þar væru vandgeymdir peningar. Dóttir hans vakti einu sinni máls á því, að hann segði sér í túnaði, hvar hann geymdi peninga sína. "Nei, ekki gjöri eg það", svaraði hann-. "Þú átt vin og þú segir honum, og svo á hann vin og hann segir honum." Meira fékk hún ekki. En í hvaða gafli voru peningarnir geymdir?

Vigfús Halldórson bóndi í Simbakoti á Eyrarbakka keypti í maímánuði 1888, kistu nokkra á uppboði eftir Hjört bónda Þorkelsson á Bolafæti i Ytrihrepp. Tveimur árum síðar, eða þann 15 mars 1890 ákveður Vigfús að rífa kistuna í eldinn, Hann byrjaði á þeim enda kistunnar, sem handraðinn var í og þá varð hann þess var, að nokkrir peningar hrundu úr leynihólfi, sem var innan á kistugaflinum undir handraðanum. Þegar hann fór að aðgæta þetta betur, fann hann þar peningapoka með 79 spesíum 42 ríkisdölum einum fírskilding og einum túskilding. Leynihólf þetta var fyrir öllum gafli kistunnar, frá handraða niður að botni og út til beggja hliða. Peningunum var raðað í pokann þannig, að þrír og þrír voru hver við hliðina á öðrum. Pokinn var úr lérefti og var saumaður í gegn milli hverra raða, svo ekki gat hringlað neitt í þeim. Hann fyllti einnig mátulega út i allt hólfið. 27 spesíurnar voru frá ríkisstjórnarárum Kristjáns VII.; 48 frá ríkisstjórnarárum Friðriks VI. og tvær frá ríkisstjórnarárum Kristjáns VIII. - Elsta spesían hefir verið slegin árið 1787, sú yngsta 1840. Yngsti ríkisdalurinn 1842, og fírskildingurinn 1836 og túskildingurinn 1654. Allir peningarnir vógu 6 pund. Ekki fylgir sögunni hvort eitthvað af fé þessu hafi verið ránsfengurinn frá Kampsráninu, eða heiðarlega fengið.


Heimild: Vísir, jólabl.1944,- Þorlaug Árnadóttir, ættuð af Mýrum.
Flettingar í dag: 411
Gestir í dag: 105
Flettingar í gær: 698
Gestir í gær: 175
Samtals flettingar: 2605406
Samtals gestir: 290943
Tölur uppfærðar: 3.8.2020 17:40:06


Sjólag og horfur

 

The surf season is over
 
 
 Eyrarbakki IcelandVeðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit