10.10.2010 23:47

Enn eitt metið á Bakkanum

17°CÓtrúlegt en satt, tveggja daga gamalt mánaðarmetið er fallið! Nýtt dags og mánaðarmet hitastigs var slegið í dag þegar hitastigið náði nýjum hæðum 16,8°C og féll þá dagsmetið frá 2002 12,3°C. Það var ekki skýjahnoðri á himni í allan dag og vel hægt að liggja í sólbaði þó sólin fari nú ekki hátt á himininn um þetta leiti ársins. Ekki er loku fyrir það skotið að þetta ár verði það hlýjasta í sögunni, a.m.k. á Eyrarbakka. Þá var einnig hitamet í gær, en þar munaði aðeins 0,1°C yfir gamla metinu sem var 12,6° frá árinu 1959 en eftir það ár stóðu 4 dagsmet fram til þessa og eru þau nú öll fallin.

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502675
Samtals gestir: 48599
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 23:06:37