30.08.2010 10:40

Bakkabrims að vænta


Nú er spáð bakkabrimi á fimmtudag og er gert ráð fyrir allt að 3 m háum öldum og að aflið verði mest um hádegi á fimmtudaginn, en þá munu öldurnar stefna beint að landi. Það er stormurinn"Danielle" sem mun valda þessum öldugangi, en hann er nú 1. stigs fellibylur norðan 51°W. Þá er gert ráð fyrir stífri suðaustanátt, en að öðru leiti kemur stormurinn lítt við sögu hjá okkur, nema hvað þessu fylgja töluverð hlýindi, eða 17-18°C.

Flettingar í dag: 459
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517667
Samtals gestir: 49439
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 01:23:44