Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R M Á N I N N


          
 

 
 Fullt tungl  2
SEPT
2020  Kornmáni
 Síðara kvartil 10 SEPT 2020
 Nýtt tungl
 Fyrsta kvartil
17
23
SEPT
SEPT
2020
2020  


28.10.2009 23:29

Formannavísur

Sjómenn í ÞorlákshöfnÍ sjómannablaðinu Víking 5tb.1952 mátti finna þessa vísur.

Þorkell bóndi Einarsson
í Mundakoti á Eyrarbakka (f. 1802, d. 1880). Hann var bóndi í Mundakoti á árunum 1829-1864. og formaður í Þorlákshöfn. Um hann orti séra Guðmundur Torfason í formannavísum úr Þorlákshöfn 1840:

Þorkell Einars arfi snar,

ók frá Mundakoti,

víðis hreina vagni þar,

Vandils beinu traðirnar.

Um 1860 smíðaði Jón Gíslason í Austur-Meðalholtum, bróðir Gríms í Nesi, áttróinn sexæring handa Guðmundi Þorkellssyni á Gamla hrauni og hét sá bátur Bifur.

Að "Bifur" leiði um báru heiði .

og branda meiði lukku með,

gefi veiði, en grandi eyði

guðs ég beiði almættið.

Þessar formannsvísur um Guðmund á Gamla-Hrauni munu vera frá fyrri árum hans, en ókunnugt er um höfund þeirra:

Húna gammi hrindir fram,

Hrauns ráður hann Guðmundur

lætur þramma um lúðudamm,

liðugur við stjórn situr.

Hann Guðmundur Hrauni frá,

hestinn sunda keyrir,

seims með lunda landi frá,

lýra grunda brautir á.

En þessi er úr formannavísum úr Þorlákshöfn 1885, eftir Brynjólf Jónsson frá Minna- Núpi:

Gjálfurs dýr með Guðmund rann,

grund um hlýra og afla fann.

Gamla býr á Hrauni hann,

hefnir skírast Þorkels vann.

Guðmundur á Gamla-Hrauni átti f imm sonu,sem upp komust. Þeir voru kallaðir Gamla-Hraunsbræður, og stunduðu allir sjó að meira eða minna leyti, en þrír þeirra urðu formenn: Jón á Gamla-Hrauni, Guðmundur í Ólafsvík og á Litlu-Háeyri. Guðmundur Guðmundsson var formaður í Þorlákshöfn frá 1887 og fram að aldamótum, en fluttist þá til Ólafsvíkur. Þar hélt hann áfram formennsku og innleiddi sunnlenzka siglingalagið þar vestra. Var hann kallaður Guðmundur sunnlenzki, sem segir í þessari formannsvísu úr Ólafsvík:

Í aflandsvindi undan landi stýrir,

hjörva lundur hugprúði,

hann Guðmundur sunnlenzki.

Guðmundur drukknaði frá Ólafsvík 1907. - Einkasonur hans var Guðmundur, stofnandi og fyrsti forstjóri Hampiðjunnar h.f. í Reykjavík. Jóhann Guðmundsson á Litlu-Háeyri var formaður í Þorlákshöfn í 39 vertíðir (1892-1930). Um hann eru þessar formannsvísur úr Þorlákshöfn 1914, og er að minnsta kosti fyrri vísan eftir Pál skáld á Hjálmsstöðum:

Jóhann eigi hefur hátt,

Hrönn þótt veginn grafi,

hleður fleyið fiski þrátt,

fram á regmhafi.

Lætur skeiða "Svaninn" sinn,

sels um breiða flóa,

hefur leiði út og inn,

oft með veiði nóga.

Meðal sona Jóhanns er Runólfur skipasmiður í Vestmannaeyjum, en annar var Axel togaraskipstjóri í Boston og aflakóngur þar um skeið. Hann fórst með togaranum "Guðrúnu" frá Boston í janúar 1951.


Flettingar í dag: 797
Gestir í dag: 264
Flettingar í gær: 1144
Gestir í gær: 347
Samtals flettingar: 2656398
Samtals gestir: 303846
Tölur uppfærðar: 1.10.2020 22:18:00


Sjólag og horfur

 

                                                                       BRIMSPÁIN - SMELLIÐ HÉR
 
 
 Sjáðu Brimið - Eyrarbakki Iceland


F U L L T T U N G L

Það er í dag!

Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

                           Smellid á myndina fyrir frekari upplýsingar

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit