20.10.2009 21:18

Varð óvart ríkur

Bóndi einn á Eyrarbakka, Vigfús Halldórsson í Simbakoti, fann 15. marz 1890 peninga í leynihólfi í gafli á gamalli kistu, er hann átti og var að rífa sundur; voru það alls 79 spesíus, 42 ríkisdalir, 1 fírskildingur og 1 túskildingur; voru peningarnir alls 6 pd. að þyngd; elzta spesían var mótuð 1787, hin yngsta 1840, yngsti ríkisdalurinn var mótaður 1842, fírskildingurinn 1836 og túskildingurinn 1654. Kom það síðar upp, að kistan bafði verið í eigu Hafliða Kolbeinssonar, þess er viðriðinn var Kambsmálið á öndverðri þessari öld og mundi hann hafa fólgið fje þetta.

(ísaf. 1890, XVII, nr. 28 og 31-32).

Flettingar í dag: 184
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505178
Samtals gestir: 48644
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 08:54:29