10.10.2009 23:17

Hvassir vindar blésu í dag

Smáfuglar baða sig í belgings vindi
Finkurnar létu lítið á sig fá Norðaustan bálið í dag og fengu sér hressilegt bað í Mímis tjörn. Það var talsvert hvasst í dag og um tíma stormur á. Í mestu hviðum fór vindur í 25.7 m/s sem er litlu minna en í storminum í gær. Það var svo seint í kvöld sem tók loks að lægja og nú er komið stafa logn.

Kl. 9 í morgun mældist úrkoma 32 mm, en þennan dag 1991 mældist þó meira, eða 50,2 mm. Oktobermetið í sólarhringsúrkomu á þó sá 27. árið 2006, en þá komu 66 mm í dolluna. Það er þó lítið miðað við úrkomumagnið á Eskifirði í morgun, en þar mældust einir 185,3 mm.

Flettingar í dag: 131
Gestir í dag: 5
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502147
Samtals gestir: 48588
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 03:35:34