11.08.2009 21:23

Svöl nótt

Menn hafa eflaust orðið varir dalalæðu í gærkvöldi og að að dögg var á bílum í morgunsárið.
Næst minnsti hiti á landinu var nefnilega hér liðna nótt, en þá féll hitinn niður í 0,9°C. Aðeins var kaldara á Þingvöllum, eða rétt um frostmark. Á meðan vindur er hægur af norðan og bjart yfir um þetta leyti árs, eru jafnan vaxandi líkur á næturfrostum. En það má segja að kuldamet sé fallið fyrir daginn, því lágmarksmetið í mínum bókum er 1,1°C frá 1993. En kaldasta nótt í ágústmánuði var - 1.1 þann 27. 1985 og nú er bara að sjá hvort það standi áfram.

Flettingar í dag: 274
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 508693
Samtals gestir: 48851
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 04:10:35