Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


FULLUR MÁNI / FULL MOON / FULLT TUNGL

eftir

21 daga

ALMANAKIÐ

S E P T E M B E R  M Á N I N N
          
 Fyrsta kvartil  5  september  2019  
 Fullt tungl  14  september  2019  Uppskerumáni 
 Síðara kvartil  21  september  2019  
 Nýtt tungl  28  september  2019  

01.03.2009 01:06

Hugleiðing um perlur Árborgar

Úr HraunsfjöruFjörurnar á Eyrarbakka og Stokkseyri eru einstakar náttúruperlur á margvíslegan hátt. Þar má nefna hin sérstæða skerjagarð sem varð til fyrir 8.700 árum þegar Þjórsárhraun, mesta hraun sem runnið hefur á jörðinni í einu gosi frá því að ísöld lauk, rann í sjó fram, og er hraunjaðarinn nú marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, um 140 km frá eldstöðvunum, þar sem hver klettur á nú sitt örnefni. Fjölskrúðugt fuglalíf þrífst í fjörunni svo til árið um kring. Seli má oft sjá kúra á skerjunum og svo að sjálfsögðu heillar brimið sem getur oft orðið stórkostlegt á að líta. Á vorin bætast svo hin ýmsu fjörugrös og fjöruarfi í þessa undraverðu flóru. Fjaran er líka merk fyrir það að vera hluti af sögu þessarar þjóðar í margar aldir. Úr þessari fjöru stigu menn á skipsfjöl og héldu út í heim og komu að landi aftur í þessari sömu fjöru.

 

Það er því nokkuð leitt að þessar perlur skuli enn vera sóðaðar út með holræsum sem ná rétt út fyrir flæðarmálið og telst mér þau vera ein sex slík á Eyrarbakka. Holræsin eru að stofni til frá árinu 1929 og þótti þá ekki tiltökumál að henda öllu í sjóinn, hverju nafni sem það nefnist. Nú 80 árum síðar ráða önnur gildi og er umverfisvernd oft á tíðum það leiðarljós sem menn vilja fylgja inn í framtíðina og því væri vert að leita annara lausna í frárenslismálum við ströndina.

 

Það mætti til að mynda fækka ræsunum úr sex í eitt og leiða það langt í sjó fram með dælingu og væri sú lausn ekki svo ýkja dýr í framakvæmd. Önnur leið væri að leiða allt frárensli vestur í Ölfusá sem er hvort sem er menguð á þennan hátt. Báðar þessar lausnir hafa þó þann galla að allt endar þetta á sama stað hvort sem er, þ.e. í hafinu. Hagkvæmasta leiðin til lengri tíma út frá umverfissjónarmiðum er sú snildarhugmynd sem ég heyrði af á dögunum sem gengur út á það að virkja frárensli í þró og framleiða metangas til eldsneytis. Þannig gætu sveitarfélög með nokkurskonar sjálfbærri þróun aflað sér tekna með öðrum hætti en með holræsagjaldinu.

Flettingar í dag: 75
Gestir í dag: 51
Flettingar í gær: 282
Gestir í gær: 128
Samtals flettingar: 2368341
Samtals gestir: 261391
Tölur uppfærðar: 22.9.2019 03:32:05


Sjólag og horfur

 
 
 Brimspá  
Öldur 3m+ næstu daga. 
Uppfært 22.09.19Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á Facebook 
@gamlirdagar
       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar


Icelandic surf

Veðurgögn Eyrarbakki

5 daga yfirlit