22.02.2009 18:30

Árborg vill selja lönd.

Hraunsfjara
Bæjarstjórn Árborgar hyggst selja landspildur í eigu sveitarfélagsins. Um er að ræða Borg og Stóra- Hraun sem eru fornar jarðir í Eyrarbakkahreppi. Stóra-Hraun var til forna prestsetur og höfuðból. Síðustu ábúendur á Borg voru Ársæll þórðarson og bróðir hans Karl Þórðarson. Íbúðarhúsið að Borg var rifið fyrir nokkrum árum og var það vilji margra að þar yrði reistur sameiginlegur barnaskóli fyrir Eyrarbakka og Stokkseyri.

Flettingar í dag: 236
Gestir í dag: 12
Flettingar í gær: 2255
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 505230
Samtals gestir: 48644
Tölur uppfærðar: 8.7.2025 09:16:03