17.09.2008 08:45

Ike blés hressilega

Stormlægðin IKE um miðnætti.Stormlægðin Ike lét finna fyrir sér við ströndina seint í gærkvöld en olli ekki verulegu tjóni á Eyrarbakka nema hvað vatn flæddi inn í eitt hús. Mikil úrkoma fylgdi veðrinu og var mesta vatnsveðrið skömmu fyrir miðnætti. Milli kl.01 og 03 í nótt gekk á með stormi eða 20 m/s og í hviðum fór vindur í 28m/s. Veðrið gekk svo hratt niður með morgninum. Í morgun var talsvert brim komið og sjórinn kolmórauður yfir að líta.

Flettingar í dag: 1006
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509425
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:08:32