22.07.2008 20:18

Brim í kjölfar Berthu

Talsvert brim hefur verið á Bakkanum í dag sem er harla óvenjulegt á þessum árstíma. Skýringin er mikil ölduhæð á Norður Atlantshafi í kjölfar hitabeltisstormsins Berthu sem gekk yfir N-Atlantshafið í gær sem djúp Atlantshafslægð með mikilli rigningu sem Bakkamenn fengu vel að kenna á enda mældist mesta úrkoman á landinu á veðurathugunarstöðinni okkar 31 mm á tímabilinu frá kl. 09 til 18 í gær sem er þó nokkuð. Það má svo búast við ókyrrum sjó og brimi einhverja næstu daga á Bakkanum.

Flettingar í dag: 434
Gestir í dag: 3
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 508853
Samtals gestir: 48851
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 04:53:03