22.06.2008 23:42

Þrumuveður

þrumuveður gerði víða sunnanlands með síðdegisskúrunum í dag með miklum drunum, helli dembu og éljum svona eins og algengt er í útlöndunum. Man ekki eftir því að þrumuveður hafi skollið á svona skyndilega á miðju sumri í sól og blíðu en líklega má heimfæra þetta veðurlag á hlýnandi loftslag á norðurslóðum.

Við gerum okkur kanski ekki alveg grein fyrir hættunni sem af þrumuveðri kann að leiða, því í slíku veðri getur skapast eldingahætta, en erlendis verða eldingar mörgum að bana, einkum í og við vötn.

Flettingar í dag: 525
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 500064
Samtals gestir: 48448
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 07:19:51