21.04.2008 13:05

Nemendur BES voru bestir

Í stóru upplestrarkeppninni sem er tíu ára um þessar mundir atti Barnaskólinn á Eyrarbakka og Stokkseyri  kappi við skólana á Selfossi og í Hveragerði. Haft var á orði að krakkarnir sem kepptu í ár væru óvenjulega færir lesarar og falleg framkoma þeirra og fas vakti athygi dómenda og styrktaraðila.

Nemendur BES slógu í gegn og hlutu  Eygerður Jónasdóttir og Ágúst Bjarki Sigurðsson fyrstu og þriðju verðlaun. Þetta er þriðja árið í röð sem okkar krakkar vinna til verðlauna.
Heimasíða BES

Flettingar í dag: 659
Gestir í dag: 16
Flettingar í gær: 593
Gestir í gær: 29
Samtals flettingar: 502675
Samtals gestir: 48599
Tölur uppfærðar: 6.7.2025 23:06:37