12.02.2008 22:10

Blíða í dag.

Það sást til sólar í dag og er það farið að teljast til tíðinda. Auk þess var hægviðri og bara hið besta útivistarveður. Annað eins hefur vart gerst um langt misseri.

Endur og álftir eru farnar að sjást á lónunum og landselir á útskerjum svo það má segja að það sé allt að lifna við í fjörunni þessa dagana.

Brimið að koðna í bili en nú er hann að spá aftur austan hvelli en með rigningu þó í þetta sinn.
Flettingar í dag: 525
Gestir í dag: 32
Flettingar í gær: 740
Gestir í gær: 31
Samtals flettingar: 500064
Samtals gestir: 48448
Tölur uppfærðar: 4.7.2025 07:19:51