15.01.2008 10:06

Mikill snjór

Það hefur snjóað mikið á Suðurlandi frá því í gærkvöldi og nótt. Á Bakkanum hefur einnig verið dálítill skafrenningur og dregið í skafla á milli húsa og lélegt skyggni. Þæfingsfærð var á vegum í morgun og slæm færð ofan Stekka en þung færð var á Selfossi. 

Veðurstofan gaf upp 40 cm. snjódýpt á  Eyrarbakka  kl.09 í morgun, en það var nokkrum sentimetrum ofaukið, hið rétta er 14 cm. en þetta á víst bara eftir að versna því spáð er snjókomu aftur á morgun eftir smá uppstyttu í kvöld
.

kl. 17:00 var snjódýptin á Bakkanum 20 cm og er kominn bloti í hann. Slabb er á götum. Mun meiri snjór er á Selfossi, á bilinu 30 til 40 cm og hafa bílstjórar þar tíðum lent í vandræðum vegna snjóþyngsla.
Flettingar í dag: 363
Gestir í dag: 29
Flettingar í gær: 1884
Gestir í gær: 138
Samtals flettingar: 501786
Samtals gestir: 48583
Tölur uppfærðar: 5.7.2025 19:42:49