30.12.2007 11:52

Óveður á Suðurlandi

Vegagerðin segir að óveður sé á nánast öllu Suðurlandi og hálka, krapi eða hálkublettir eru á allflestum leiðum. Kl.11 var vindhraðinn á Eyrarbakka kominn í 26 m/s og 33-34 m/s í hviðum. Á Stórhöfða hafa hviður farið yfir 40 m/s. Talsverð rigning er með ströndinni en minna upp til sveita. Þá voru 23 m/s  á Hellisheiði og 26 m/s á Sandskeiði en aðeins 15 m/s í Þrengslum. 20 m/s voru undir Ingólfsfjalli.

Veðurspáin hljóðar svo til kl. 18 á morgun: Suðaustan 20-23, en 23-28 m/s með ströndinni. Mikil rigning í dag og hiti 5 til 7 stig. Lægir heldur síðdegis. Sunnan og suðvestan 15-20 í kvöld, en dregur smám saman úr vindi í nótt og á morgun með éljagangi. Kólnandi í bili.

Flettingar í dag: 559
Gestir í dag: 37
Flettingar í gær: 519
Gestir í gær: 33
Samtals flettingar: 514797
Samtals gestir: 49184
Tölur uppfærðar: 15.7.2025 21:49:39