27.09.2007 21:58

Brimið í dag


Brim í súld og sudda.
Það gekk á með hvössum rokum og rigningarsúld í dag og mældist úrkoma 31 mm á Bakkanum (31mm úrkoma/24klst  mælist nýtt dagsmet á Bakkanum) en er þó ekkert miðað við 220 mm á Ölkelduhálsi í Henglinum eins og fram kemur á veðurbloggi Einars Sveinbjörnssonar 
Í uppsveitum var rigningin drjúg, t.d. 38mm á Hjarðarlandi í Biskupstungum. Stormur var á Stórhöfða að venju en einnig sló í storm á Sámstöðum á Rángárvöllum.Á Bakkanum fóru hviður mest í 19 m/s en annars var strekkingsvindur fram eftir degi,en síðdegis tók að rofa til. Þetta veður á rætur sínar að rekja til hitabeltisstormsins Jerry sem þaut hér framhjá og er líklega núna kominn á Norðurpólinn.

Flettingar í dag: 1068
Gestir í dag: 13
Flettingar í gær: 1568
Gestir í gær: 72
Samtals flettingar: 509487
Samtals gestir: 48861
Tölur uppfærðar: 11.7.2025 09:29:33