03.07.2007 20:27

júní góður.

Veðurstofan hefur gefið út yfirlit fyrir nýliðinn júní mánuð og kemur þar fram að júní var hlýr og þurr víðast hvar á landinu. Hlýjast að tiltölu var á Vestfjörðum þar sem hiti var meir en þremur stigum yfir meðallagi áranna 1961 til 2000 sem er athyglisvert.
 
Á Hveravöllum var meðalhitinn 7,7 stig og hefur ekki orðið hærri frá upphafi mælinga þar árið1965.
Yfirlit Veðurstofu 

Júní var óvenju þurr á Bakkanum eins og víðast hvar á landinu, hiti komst hæst í 20,2°C þann 25 júní. Nánast brimlaust hefur verið allan mánuðinn en það er þó ekkert óvenjulegt á þessum árstíma.
Flettingar í dag: 892
Gestir í dag: 60
Flettingar í gær: 3094
Gestir í gær: 65
Samtals flettingar: 512405
Samtals gestir: 48973
Tölur uppfærðar: 12.7.2025 10:03:06