Brim á Bakkanum
brimið þvær hin skreypu sker


18.06.2007 11:47

Jónsmessuhátíð

Jónsmessa hefur alla tíð verið með öðru sniði á Íslandi en sunnar í Evrópu nema ef vera skildi á Eyrarbakka. Í Evrópu er hún miðsumarshátíð. Þar tíðkuðust svallveislur miklar, brennur og dansleikir sem fyrr á tímum tengdust ýmsum yfirnáttúrlegum verum, nornum og djöflum. Á norðurlöndum er miðsumarhátíðin gjarnan haldin með brennum og bjórdrykkju og á upphaf sitt sem bændahátíð en á ekkert skilt við galdrabrennur miðalda heldur var það trú manna að með bálinu mátti fæla burt nornir og tröll og ýmsa djöfla sem lögðust á bændasamfélagið til forna og var þá stundum haldin svona brenna á Valborgarmessu í maí. Um næstkomandi helgi munu Eyrbekkingar halda í þennan forna sið og leggja eld að brennu í 9 sinn eftir að þessi siður var endurvakinn og kyrja miðsumarsöngva í heila nótt og fram á morgun.

Danir kalla sína brennur "Sankti Hans bál" Sankti Hans er gælunafn á Jóhannesi skírara. Dagsetningu Jónsmessu má rekja til ákvörðunar Rómarkirkjunnar að haldið skyldi upp á fæðingardaga Jesú Krists og Jóhannesar skírara á fornum sólstöðuhátíðum, á stysta (24.des)og lengsta degi (24.júní) ársins á norðurhveli jarðar, en Rómverjar hafa ekki reiknað þetta alveg rétt því lengsti sólargangur er 21 júní og sá skemsti 21.des. Jónsmessan var reyndar ekki um miðsumar samkvæmt gamla íslenska tímatalinu, sumarið taldist þá ekki hálfnað fyrr en um miðjan júlí. Einhventíman á síðustu öld tóku danir upp þann sið að setja "Heksen på båled" þ.e að brenna brúðu af galdrakellingu á bálinu og er talið að sá siður hafi komið með þýsku verkafólki sem fluttist til Kalundborg um 1920.

Jónsmessuhátíð lagðist af hér á landi einhventíman fyrir löngu en var þó haldin á Eyrarbakka á fyrrihluta síðustu aldar og stóðu danskir verslunarmenn aðalega fyrir uppákomum í tilefni Jónsmessunar. Líklega lagðist hátíðin af á landsvísu vegna kólnandi veðurfars sem tafði fyrir öllum vorverkum og kom enn frekar í veg fyrir að menn gætu gert sér glaðan dag á Jónsmessu. Strjálbýli landsins gerði samkomur allar erfiðar og vegna skógleysis voru litlar forsendur fyrir því að halda miklar brennur á þessum tíma með tilheyrandi söng og dansi og síðan þegar verslunin lagðist af á Bakkanum og danirnir hurfu á braut hvarf þessi siður með þeim þaðan þar til hann var endurvakinn árið 1998.

Jónsmessunótt þykir þó enn með mögnuðustu nóttum ársins en þá yfirleitt tengd náttúrutrú ýmiss konar. Jónsmessunæturdöggin á að vera heilnæm, hvort sem fólk veltir sér upp úr henni nakið eða lætur sér nægja að ganga í henni berfætt. Jónsmessunótt er einnig góður tími til að finna steina með ýmsa dulda krafta og til að tína jurtir til lækninga. Hlýnandi veðurfar ætti ekki að skemma fyrir að þessi hátíð skipi sér fastan sess sem til forna.

Flettingar í dag: 199
Gestir í dag: 74
Flettingar í gær: 206
Gestir í gær: 75
Samtals flettingar: 2334327
Samtals gestir: 253935
Tölur uppfærðar: 19.6.2019 18:30:46


Veðrið á Bakkanum í dag

Tilkynningar

Brimið á Bakkanum er líka á feacebook


       

Brimið á Bakkanum

Farsími:

8621944

Staðsetning:

Eyrarbakki

Vefmyndavélar

http://www.vegagerdin.is/
 

Ráðhús-Árborgar við Austurveg

Sjávarföll Eyrarbakka - Árborg

Smellið á myndina til að 

fá sjávarhæð í rauntíma.

Eldra efni

Tenglar