04.04.2007 11:03

Það verður Páskahret!

það er nú orðið ljóst að Páskahret verður þetta árið á páskadag og hljóðar spá Veðurstofunar þannig fyrir páskahelgina:

Á föstudaginn langa: Austan 8-13 m/s og slydda eða rigning sunnanlands, en dálítil snjókom síðdegis fyrir norðan. Hiti 1 til 6 stig sunnanlands, en annars vægt frost.
Á laugardag fyrir páska: Suðaustan 10-15 m/s og rigning eða slydda, en snjókoma á Norður- og Austurlandi. Hiti 2 til 7 stig sunnanlands, en nálægt frostmarki fyrir norðan.
Á páskadag: Ákveðin suðvestanátt og skúrir, en hvöss norðaustanátt með snjókomu á Vestfjörðum. Hiti 2 til 7 stig.
Á annas í páskum: Gengur í hvassa norðanátt með snjókomu norðanlands, en léttir til syðra. Kólnandi veður

Þetta verða talsverðar sviftingar þar sem sérstaklega hlýtt hefur verið á norður og austurlandi í byrjun mánaðarins og komst hitinn hæðst þessa fyrstu daga aprílmánaðar í 21,2°C á Neskaupsstað sem er líklega met fyrir mánuðinn.Hiti aðeins einu sinni mælst hærri á þessum árstíma, að sögn Trausta Jónssonar (mbl.is), veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. Það var 19 apríl árið 2003 þegar hiti mældist 21,4 stig á Hallormsstað.

Gras er nú tekið að grænka hér sunnanlands og má búast við að hægist um vöxtin þegar það kólnar,en trjágróður er lítið sem ekkert kominn af stað svo engar líkur eru á skemdum þó kólni eitthvað undir frostmark.


 

Flettingar í dag: 202
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 806
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 499001
Samtals gestir: 48399
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 06:08:57