17.01.2007 21:22

Veðráttan.

Tíðin hefur verið afleit og kaldsöm að undanförnu, frost talsverð og skafrenningur.Tvö snjóruðningstæki eru nú daglega að störfum á Bakkanum og virðist ekki duga til því heimreiðin hér á bæ er enn órudd og ófær með öllu. Spurningin er hvort Þorrin verði jafn harður í horn að taka og þessar fyrstu vikur janúar mánaðar.

 

Nú fer að harðna í ári hjá smáfuglunum þó þeir séu nú enn feitir og pattaralegir eftir hlýindin fyrripart vetrar.

Flettingar í dag: 338
Gestir í dag: 28
Flettingar í gær: 1063
Gestir í gær: 91
Samtals flettingar: 514057
Samtals gestir: 49142
Tölur uppfærðar: 14.7.2025 21:15:15