09.05.2006 12:59

Miðjarðarhafsloftslag á Eyrarbakka

Sólargeislarnir stinga sér niður á Bakkann sem iðar af lífi og framkvæmdargleði enda eru að koma kosningar og bæjaryfirvöld eru því í óða önnað standsetja lóðir undir nýbyggingar framtíðarinnar, og á  meðan menn eru í óða önn að byggja hús  í blíðunni, þvær þvær brimið hin skreypu sker í hita yfir 20°C.

 

 

Margir hafa undrast blámóðuna sem hylur mönnum fjallasýn,en það ku vera mengun af völdum kolareyks frá Póllandi og skógareldum í Noregi. Í mollunni má jafnvel finna angan af brennandi birkitrjám.

 

Í býtið á fimmtudagsmorgun verður fjallað um Eyrarbakka í þættinum "Í býtið" á stöð 2. Ekki missa af því.

Flettingar í dag: 459
Gestir í dag: 6
Flettingar í gær: 550
Gestir í gær: 100
Samtals flettingar: 517667
Samtals gestir: 49439
Tölur uppfærðar: 19.7.2025 01:23:44