23.02.2006 12:53

Verstöðin þagnar

Frystihúsið er nú til Sölu Ísfold, áður Bakkafiskur og þar áður Hraðfrystistöð Eyrarbakka. Í frystihúsinu var nú líf og fjör í den! eða allt frá því árið 1944. Fiskilyktin, amoniakbrælan og suðið í frystivélunum var eðlilegur þáttur í umhverfi Eyrbekkinga á árunum áður að ógleymdum máfunum sem settu stóran svip á umhverfið með hringflugi og gargi. Nú er öldin önnur, fiskilyktin og máfarnir löngu horfnir og yfir þessari verstöð ríkir nú þögnin ein. Kanski verður þessum byggingum breytt í íbúðir eins og Kaupfélagshúsinu eða við tökum upp Stokkseyrískan sið og þarna verði sett upp menningarsetur ósýnileikanns af einhverju húsdýravinafélagi í líkingu við Hrútavinafélagið. 

Flettingar í dag: 251
Gestir í dag: 14
Flettingar í gær: 806
Gestir í gær: 70
Samtals flettingar: 499050
Samtals gestir: 48399
Tölur uppfærðar: 3.7.2025 06:30:18